Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar 2. janúar 2026 08:02 „Mamma, mér er kalt.“ Það er janúarkvöld í Reykjavík. Barnið situr í fanginu á móður sinni á meðan vindurinn nístir sig inn um gluggana. Ofnarnir eru volgir. Ekki bilaðir – bara volgir. Hitinn hefur verið lækkaður. Það er sparnaður. „Af hverju er ekki hlýtt eins og áður?“ Hún svarar ekki strax. Hún veit að þetta snýst ekki bara um hitann. „Því borgin hækkaði hitaveitureikninginn enn einu sinni, strákurinn minn.“ Hún segir þetta lágt. Í sumum ríkjum er gagnrýni þögguð niður með ótta. Í öðrum með valdi. Í Reykjavík gerist það öðruvísi. Hún er send í ferli, nefndir og íbúahópa. Hún leysist upp. Ekki vegna þess að hún sé röng, heldur vegna þess að kerfið hefur litla hvata til að bregðast við. Menn hverfa ekki. Þeir aðlagast. Læra að tala varlega. Læra að búast ekki við svari. Það er ekki einræði. En það er ekki heilbrigt heldur. Strákurinn lærir snemma að flestir staðir eru ekki öruggir í borginni. Ekki á biðstöðinni í Mjódd. Ekki í mygluðum grunnskólunum. Ekki á gangstéttunum sem eru sprungnar og afi hans stórslasaði sig á um daginn. Ekki á bílastæðinu við íþróttaheimilið þar sem enginn sér börnin fyrr en of seint. Þetta er daglegt líf. Og samt heyrist alltaf sama svarið: verið þolinmóð.Borgarlínan mun redda þessu.Einn daginn.Seinna. Borgarlínan er minnisvarði hugmyndafræði sem er teiknuð í bleikum skýrslum. Þar er ekkert of dýrt og ekkert of flókið. Götur má færa, akreinar taka og borginni umbreyta. Fjölskyldur eiga bara að laga sig að framtíðarsýn sem hentar fáum. Samráð er til málamynda. Val er ekki í boði. Ekki einu sinni jarðgöng. Strákurinn getur hlakkað til að ferðast í Borgarlínunni í framtíðinni fram hjá öðrum minnisvarða: græna skrímslinu. Byggingu sem átti að verða nokkrar lágreistar einingar með þjónustu fyrir hverfið, en varð að iðnaðarlegu tákni um vald sem lætur páfagaukana slá hljóða. Hlustun í orði, ekki á borði. Í Reykjavík verður þétting að ofurþéttingu. Kennarar berjast við kerfi sem lofar fjölbreytni en tryggir ekki börnum grundvallarmannréttindi: íslenskuna og öryggið. Og samt, þegar viljinn er til staðar. Þegar um er að ræða seli.Þrjá seli. Þá er forgangsröðun breytt. Þá er fjármagn flutt. Þá eru ákvarðanir teknar hratt. Þá skiptir ímynd máli. Borgarstjóri hrósar sjálfum sér með grænni skóflu fyrir „umbreytingu“ húsnæðis í leikskóla sem heldur ekki uppi eigin þaki og hefur kostað borgina milljarða. Á sama tíma slasast börn í umferðinni við nærliggjandi gatnamót. Öryggisúrbætur bíða. Málið flakkar milli sviða, nefnda og ábyrgðarleysis. Selir 1 – Börn 0. Þetta eru vesalingarnir í borginni. Ekki í skáldsögu Victors Hugo, heldur í Reykjavík 2025 – höfuðborg Íslands. Fólk sem borgar reikningana, bíður þolinmótt, sendir börnin sín í myglaða og ofsetna skóla og er beðið um að sýna skilning – og þolinmæði. „Mamma, mig langar að flytja.“Hún svarar ekki. Hún veit af hverju. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
„Mamma, mér er kalt.“ Það er janúarkvöld í Reykjavík. Barnið situr í fanginu á móður sinni á meðan vindurinn nístir sig inn um gluggana. Ofnarnir eru volgir. Ekki bilaðir – bara volgir. Hitinn hefur verið lækkaður. Það er sparnaður. „Af hverju er ekki hlýtt eins og áður?“ Hún svarar ekki strax. Hún veit að þetta snýst ekki bara um hitann. „Því borgin hækkaði hitaveitureikninginn enn einu sinni, strákurinn minn.“ Hún segir þetta lágt. Í sumum ríkjum er gagnrýni þögguð niður með ótta. Í öðrum með valdi. Í Reykjavík gerist það öðruvísi. Hún er send í ferli, nefndir og íbúahópa. Hún leysist upp. Ekki vegna þess að hún sé röng, heldur vegna þess að kerfið hefur litla hvata til að bregðast við. Menn hverfa ekki. Þeir aðlagast. Læra að tala varlega. Læra að búast ekki við svari. Það er ekki einræði. En það er ekki heilbrigt heldur. Strákurinn lærir snemma að flestir staðir eru ekki öruggir í borginni. Ekki á biðstöðinni í Mjódd. Ekki í mygluðum grunnskólunum. Ekki á gangstéttunum sem eru sprungnar og afi hans stórslasaði sig á um daginn. Ekki á bílastæðinu við íþróttaheimilið þar sem enginn sér börnin fyrr en of seint. Þetta er daglegt líf. Og samt heyrist alltaf sama svarið: verið þolinmóð.Borgarlínan mun redda þessu.Einn daginn.Seinna. Borgarlínan er minnisvarði hugmyndafræði sem er teiknuð í bleikum skýrslum. Þar er ekkert of dýrt og ekkert of flókið. Götur má færa, akreinar taka og borginni umbreyta. Fjölskyldur eiga bara að laga sig að framtíðarsýn sem hentar fáum. Samráð er til málamynda. Val er ekki í boði. Ekki einu sinni jarðgöng. Strákurinn getur hlakkað til að ferðast í Borgarlínunni í framtíðinni fram hjá öðrum minnisvarða: græna skrímslinu. Byggingu sem átti að verða nokkrar lágreistar einingar með þjónustu fyrir hverfið, en varð að iðnaðarlegu tákni um vald sem lætur páfagaukana slá hljóða. Hlustun í orði, ekki á borði. Í Reykjavík verður þétting að ofurþéttingu. Kennarar berjast við kerfi sem lofar fjölbreytni en tryggir ekki börnum grundvallarmannréttindi: íslenskuna og öryggið. Og samt, þegar viljinn er til staðar. Þegar um er að ræða seli.Þrjá seli. Þá er forgangsröðun breytt. Þá er fjármagn flutt. Þá eru ákvarðanir teknar hratt. Þá skiptir ímynd máli. Borgarstjóri hrósar sjálfum sér með grænni skóflu fyrir „umbreytingu“ húsnæðis í leikskóla sem heldur ekki uppi eigin þaki og hefur kostað borgina milljarða. Á sama tíma slasast börn í umferðinni við nærliggjandi gatnamót. Öryggisúrbætur bíða. Málið flakkar milli sviða, nefnda og ábyrgðarleysis. Selir 1 – Börn 0. Þetta eru vesalingarnir í borginni. Ekki í skáldsögu Victors Hugo, heldur í Reykjavík 2025 – höfuðborg Íslands. Fólk sem borgar reikningana, bíður þolinmótt, sendir börnin sín í myglaða og ofsetna skóla og er beðið um að sýna skilning – og þolinmæði. „Mamma, mig langar að flytja.“Hún svarar ekki. Hún veit af hverju. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar