Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar 31. desember 2025 08:31 Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Tökum dæmi. Rannsóknir geta sýnt að lítill eða enginn munur sé á ofbeldi eða skemmdarverkum milli hópa ungmenna, til dæmis með tilliti til uppruna. Samhliða upplifa margir að ákveðnir hópar tengist slíkri andfélagslegri hegðun mun oftar en aðrir. Hvorugt þarf að vera rangt. Skýringin liggur oft í því að niðurstöður eru „leiðréttar“ fyrir ýmsum þáttum. Upplifun fólks endurspeglar raunveruleg atvik í tilteknum rýmum og aðstæðum. Leiðrétt gögn eru hins vegar tölfræðileg tilraun til að skýra hvaða þættir tengjast þessum mun og hvers vegna hann birtist. Þetta eru tvö ólík sjónarhorn á sama veruleika, en sá greinarmunur kemur sjaldan skýrt fram í almennri umfjöllun. Slíkt misræmi getur eðlilega kallað fram reiði, pirring og vantraust. Þau viðbrögð eru ekki órökrétt, heldur afleiðing þess að reynsla og upplifun fólks fær ekki viðurkenningu í opinberri umræðu. En fyrir hverju er leiðrétt? Til dæmis fyrir því að sumir hópar eru oftar úti án eftirlits, eiga oftar í átökum eða túlka móðganir frekar sem óréttlæti. Einnig er leiðrétt fyrir fjölskyldutengdum þáttum, svo sem veikari tengslum við foreldra og minna aðhaldi. Hér er verið að lýsa hegðun og atferli sem eru breytanleg og mótanleg, ekki náttúrulögmálum eins og aldri eða kyni. Afleiðingin er sú að hegðun sem skiptir mestu máli og þarf að breyta missir tölfræðilegt vægi sitt og munur milli hópa minnkar eða hverfur í niðurstöðum. Þegar niðurstöðum er miðlað án almennilegra skýringa verður auðvelt að túlka þær sem að vandinn sé ekki til staðar eða hann sé annar en hann er, engum til góðs. Ef lítill eða enginn munur er talinn vera milli hópa, verða aðgerðir óhjákvæmilega almennari og veikari. Í stað þess þarf að horfast í augu við rætur vandans, forgangsraða aðgerðum þar sem andfélagsleg hegðun birtist og láta skýrt í ljós að ekkert umburðarlyndi sé fyrir slíkri hegðun. Að „leiðrétta“ burt hegðun eða atferli er ekki lausn. Að lækka væntingar til ákveðinna hópa er ekki mannúð, það er vanræksla. Meðvirkni skilar ekki betra samfélagi, heldur verra fyrir alla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Tökum dæmi. Rannsóknir geta sýnt að lítill eða enginn munur sé á ofbeldi eða skemmdarverkum milli hópa ungmenna, til dæmis með tilliti til uppruna. Samhliða upplifa margir að ákveðnir hópar tengist slíkri andfélagslegri hegðun mun oftar en aðrir. Hvorugt þarf að vera rangt. Skýringin liggur oft í því að niðurstöður eru „leiðréttar“ fyrir ýmsum þáttum. Upplifun fólks endurspeglar raunveruleg atvik í tilteknum rýmum og aðstæðum. Leiðrétt gögn eru hins vegar tölfræðileg tilraun til að skýra hvaða þættir tengjast þessum mun og hvers vegna hann birtist. Þetta eru tvö ólík sjónarhorn á sama veruleika, en sá greinarmunur kemur sjaldan skýrt fram í almennri umfjöllun. Slíkt misræmi getur eðlilega kallað fram reiði, pirring og vantraust. Þau viðbrögð eru ekki órökrétt, heldur afleiðing þess að reynsla og upplifun fólks fær ekki viðurkenningu í opinberri umræðu. En fyrir hverju er leiðrétt? Til dæmis fyrir því að sumir hópar eru oftar úti án eftirlits, eiga oftar í átökum eða túlka móðganir frekar sem óréttlæti. Einnig er leiðrétt fyrir fjölskyldutengdum þáttum, svo sem veikari tengslum við foreldra og minna aðhaldi. Hér er verið að lýsa hegðun og atferli sem eru breytanleg og mótanleg, ekki náttúrulögmálum eins og aldri eða kyni. Afleiðingin er sú að hegðun sem skiptir mestu máli og þarf að breyta missir tölfræðilegt vægi sitt og munur milli hópa minnkar eða hverfur í niðurstöðum. Þegar niðurstöðum er miðlað án almennilegra skýringa verður auðvelt að túlka þær sem að vandinn sé ekki til staðar eða hann sé annar en hann er, engum til góðs. Ef lítill eða enginn munur er talinn vera milli hópa, verða aðgerðir óhjákvæmilega almennari og veikari. Í stað þess þarf að horfast í augu við rætur vandans, forgangsraða aðgerðum þar sem andfélagsleg hegðun birtist og láta skýrt í ljós að ekkert umburðarlyndi sé fyrir slíkri hegðun. Að „leiðrétta“ burt hegðun eða atferli er ekki lausn. Að lækka væntingar til ákveðinna hópa er ekki mannúð, það er vanræksla. Meðvirkni skilar ekki betra samfélagi, heldur verra fyrir alla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun