Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2025 12:45 Sambýlisfólkið var stöðvað á Keflavíkurflugvelli með óleyfilegt magn lyfseðilsskyldra lyfja. Vísir/Vilhelm Sambúðarfólk sem var ákært fyrir ólöglegan innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum var sýknað á þeim forsendum að það hefði verið í góðri trú um það mætti flytja lyfin inn. Upplýsingar á vefsíðu Lyfjastofnunar um lyfin eru sögð hafa verið röng. Tollverðir lögðu hald á töluvert magn af ávanabindandi lyfjum þegar fólkið var stöðvað við komuna til landsins frá Alicante á Spáni með viðkomu í Bristol á Englandi árið 2023. Þar á meðal voru örvandi lyf gegn ADHD, flogaveikis-, svefn- og kvíðalyf í meira magni en heimilt var að flytja inn til landsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi felldi mál gegn fólkinu niður í fyrra þar sem hann taldi það ekki líklegt að fólkið yrði sakfellt. Embætti ríkissaksóknara felldi þá ákvörðun úr gildi að kröfu tollgæslustjóra og var fólkið ákært fyrir tolla-, lyfja- og fíkniefnalagabrot. Þrátt fyrir að fólkið hefði sannarlega haft meira af lyfjunum í fararangri sínum við komuna til landsins en reglugerð heimilaði sýknaði Héraðsdómur Vesturlands það af ákærunni á Þorláksmessu. Upplýsingar á vefsíðu Lyfjastofnunar sem fólkið studdist við hefðu verið rangar áður en það ferðaðist til landsins og nokkru eftir það. Þær höfðu ekki verið uppfærðar eftir að reglugerð með strangari reglum um innflutning lyfjanna tók gildi árið 2022. Ósannað væri því að fólkið hefði brotið gegn reglugerðinni af ásetningi eða gáleysi. Ákæruvaldið hefði heldur ekki dregið í efa að fólkið hefði verið í góðri trú og ekki vitað betur í ljósi þess að þau hefðu áður flutt inn lyfin í þessu magni til landsins. Þá hefði ekki verið dregið í efa að lyfin væru ætluð fólkinu sjálfinu eða því haldið fram að það hefði reynt að fela innflutninginn. Það hefði jafnframt lagt fram lyfseðla spænsks læknis og fleiri skjöl um innflutninginn. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða lögfræðikostnað fólksins, 670 þúsund krónur í í hvoru máli. Lyf Dómsmál Stjórnsýsla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Tollverðir lögðu hald á töluvert magn af ávanabindandi lyfjum þegar fólkið var stöðvað við komuna til landsins frá Alicante á Spáni með viðkomu í Bristol á Englandi árið 2023. Þar á meðal voru örvandi lyf gegn ADHD, flogaveikis-, svefn- og kvíðalyf í meira magni en heimilt var að flytja inn til landsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi felldi mál gegn fólkinu niður í fyrra þar sem hann taldi það ekki líklegt að fólkið yrði sakfellt. Embætti ríkissaksóknara felldi þá ákvörðun úr gildi að kröfu tollgæslustjóra og var fólkið ákært fyrir tolla-, lyfja- og fíkniefnalagabrot. Þrátt fyrir að fólkið hefði sannarlega haft meira af lyfjunum í fararangri sínum við komuna til landsins en reglugerð heimilaði sýknaði Héraðsdómur Vesturlands það af ákærunni á Þorláksmessu. Upplýsingar á vefsíðu Lyfjastofnunar sem fólkið studdist við hefðu verið rangar áður en það ferðaðist til landsins og nokkru eftir það. Þær höfðu ekki verið uppfærðar eftir að reglugerð með strangari reglum um innflutning lyfjanna tók gildi árið 2022. Ósannað væri því að fólkið hefði brotið gegn reglugerðinni af ásetningi eða gáleysi. Ákæruvaldið hefði heldur ekki dregið í efa að fólkið hefði verið í góðri trú og ekki vitað betur í ljósi þess að þau hefðu áður flutt inn lyfin í þessu magni til landsins. Þá hefði ekki verið dregið í efa að lyfin væru ætluð fólkinu sjálfinu eða því haldið fram að það hefði reynt að fela innflutninginn. Það hefði jafnframt lagt fram lyfseðla spænsks læknis og fleiri skjöl um innflutninginn. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða lögfræðikostnað fólksins, 670 þúsund krónur í í hvoru máli.
Lyf Dómsmál Stjórnsýsla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira