Erlent

Semja aftur um vopna­hlé

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Tea Seiha, varnarmálaráðherra Kamdódíu, og Natthaphon Narkphanit, varnarmálaráðherra Taílands.
Tea Seiha, varnarmálaráðherra Kamdódíu, og Natthaphon Narkphanit, varnarmálaráðherra Taílands. AP

Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa náð samkomulagi um vopnahlé, en blóðug átök hafa staðið yfir á landamærum ríkjanna undanfarnar vikur. Minnst 41 hefur látið lífið og tæplega milljón mans hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna.

Varnarmálaráðherrar ríkjanna greindu frá samkomulaginu á sameiginlegum blaðamannafundi í morgun, en fjallað erum málið á vettvangi BBC.

Samþykkt var að stöðva allan hernað í bili og leyfa óbreyttum borgurum á landamærasvæðunum að snúa aftur heim. Vopnahléð tók gildi í hádeginu að staðartíma.

Ef vopnahléð heldur í 72 klukkustundir, munu taílensk yfirvöld sleppa 18 kamdódískum hermönnum sem þeir eru með í haldi lausum.

Viðræður um vopnahlé hafa staðið yfir dögum saman eftir að átök brutust út á nýjan leik milli ríkjanna fyrr í mánuðinum.

Landamæradeilur milli ríkjanna blossuðu upp í júlí í ár, en samið var um vopnahlé nokkrum dögum síðar. Átökin brutust svo út á nýjan leik í þessum mánuði.

Ásakanir um það hverjir rufu vopnahléð gengu á víxl milli ríkjanna.

Taíland og Kambódía deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um áratugum saman. Landamærin voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kamdódíu undir sig.


Tengdar fréttir

Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands

Átökin sem hófust á landamærum Taílands og Kambódíu í gærnótt eru enn í gangi. Um það bil tíu eru sagðir liggja í valnum og þúsundir íbúa í landamærahéruðum ríkjanna hafa þurft að leggja á flótta.

Semja um vopnahlé

Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku.

Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir

Átök brutust út milli taílenskra og kambódískra hersveita á landamærum landanna tveggja snemma í morgun, nokkrum klukkustundum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði vopnahléssamkomulag ríkjanna í höfn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×