Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar 27. desember 2025 08:00 Stefnumótun í Evrópu, Íslandi ekki undanskildu, hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli verið markmiðadrifin. Loftslagsmarkmið, siðferðismarkmið, útlit landslags eða hvar annars staðar sem fæti er drepið niður. Gengið er út frá skilgreindum og að mestu óumdeildum markmiðum, a.m.k. í heimi stjórnmála og fjölmiðla, svo sem loftslagsvernd, samkeppnishæfni og aukinni skilvirkni. Hávaðinn í prentvélum báknsins sem framleiðir þessi markmið og reglur til að hrinda þeim í framkvæmd hefur þannig orðið ærandi síðustu ár. Þessi markmið líta jafnan vel út frá sjónarhóli stjórnmálamanna og virðast vera siðferðilega réttlætanleg. Það sem vantar þó yfirleitt inn í myndina er hvernig þeim skuli náð í framkvæmd — og það sem skiptir enn meira máli, hver eigi að bera kostnaðinn. Raunveruleikinn og réttmæt dreifing byrðanna Þegar komið er að raunverulegri útfærslu á því hvernig á að ná markmiðunum með fólki sem gengur í skóm með stáltá, birtist oft kerfisbundið misræmi. Kröfur eru auknar, gjöld hækkuð, svigrúm þrengt og áhætta færð niður keðjuna, án þess að samsvarandi burðarkerfi fylgi. Markmiðin virðast sameiginleg, en kostnaðurinn sértækur og oftast fjarlægur þeim sem hófu ferlið. Áhrifin lenda fyrst og fremst hjá þeim sem halda kerfinu gangandi í reynd: frumframleiðendum matvæla, fólki sem dreifir nauðsynjavörum í borgarkerfi sem geta ekki án þeirra verið, og öðrum sem starfa staðbundið og geta hvorki flutt starfsemi sína né stillt framleiðslu af án verulegra samfélagslegra afleiðinga. Þessir aðilar búa yfir takmörkuðu valdi til að hafa áhrif á verð fyrir þær vörur og þjónustu sem þeir veita, en bera engu að síður sífellt meiri hluta áhættunnar. Á sama tíma er ætlast til að neytendur fái ódýran mat, stöðugt framboð og sífellt „grænni“ framleiðslu. Þessi krafa kemur ekki aðeins frá markaðnum og neytendum, heldur einnig frá stjórnmálum og opinberri orðræðu, þar á meðal fjölmiðlum. Viljinn til að viðurkenna raunverulegan kostnað, fórnarkostnað eða nauðsynlega dreifingu byrða er hins vegar mun minni. Þar skapast kerfislæg spenna: allir vilja niðurstöðuna, enginn vill greiða kostnaðinn. Afleiðingin birtist fyrr – eða síðar Hér birtist til dæmis sú spenna sem myndast þegar bændur í Evrópu þurfa að fara að reglugerðum frá ESB um hvernig þeir mega framleiða afurðir, meðal annars reglum um losun gróðurhúsalofttegunda í framleiðsluferlinu. Á sama tíma er ætlast til að þeir keppi á markaði við framleiðendur sem ekki greiða einu sinni lágmarkslaun. Eiga þeir fyrrnefndu í reynd að bera kostnaðinn af þessu kerfismisræmi, jafnvel með atvinnumissi? Í slíku samhengi verða mótmæli ekki fyrst og fremst merki um öfgar eða jaðarstöðu. Þau verða síðasta úrræði þeirra sem upplifa að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar. Þau verða leið til að gera ósýnilegan kostnað sýnilegan og viðvörun um að rekstrargrundvöllur sé að bresta. Það er ekki tilviljun að slík mótmæli birtast sjaldnast þar sem stefnan er mótuð, heldur þar sem hún er framkvæmd. Þegar sambærileg viðbrögð koma fram samtímis í ólíkum löndum og ólíkum greinum bendir það til þess að ekki sé um einstök ágreiningsmál að ræða, heldur kerfislægan vanda í samskiptum stefnumótunar og raunhagkerfis. Það er í þessu ljósi sem mótmæli bænda, flutningaaðila og annarra í grunnstoðum fæðukerfisins þarf að lesa — ekki sem andstöðu við markmið, heldur sem viðvörun um að leiðin að þeim sé orðin óraunhæf. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stefnumótun í Evrópu, Íslandi ekki undanskildu, hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli verið markmiðadrifin. Loftslagsmarkmið, siðferðismarkmið, útlit landslags eða hvar annars staðar sem fæti er drepið niður. Gengið er út frá skilgreindum og að mestu óumdeildum markmiðum, a.m.k. í heimi stjórnmála og fjölmiðla, svo sem loftslagsvernd, samkeppnishæfni og aukinni skilvirkni. Hávaðinn í prentvélum báknsins sem framleiðir þessi markmið og reglur til að hrinda þeim í framkvæmd hefur þannig orðið ærandi síðustu ár. Þessi markmið líta jafnan vel út frá sjónarhóli stjórnmálamanna og virðast vera siðferðilega réttlætanleg. Það sem vantar þó yfirleitt inn í myndina er hvernig þeim skuli náð í framkvæmd — og það sem skiptir enn meira máli, hver eigi að bera kostnaðinn. Raunveruleikinn og réttmæt dreifing byrðanna Þegar komið er að raunverulegri útfærslu á því hvernig á að ná markmiðunum með fólki sem gengur í skóm með stáltá, birtist oft kerfisbundið misræmi. Kröfur eru auknar, gjöld hækkuð, svigrúm þrengt og áhætta færð niður keðjuna, án þess að samsvarandi burðarkerfi fylgi. Markmiðin virðast sameiginleg, en kostnaðurinn sértækur og oftast fjarlægur þeim sem hófu ferlið. Áhrifin lenda fyrst og fremst hjá þeim sem halda kerfinu gangandi í reynd: frumframleiðendum matvæla, fólki sem dreifir nauðsynjavörum í borgarkerfi sem geta ekki án þeirra verið, og öðrum sem starfa staðbundið og geta hvorki flutt starfsemi sína né stillt framleiðslu af án verulegra samfélagslegra afleiðinga. Þessir aðilar búa yfir takmörkuðu valdi til að hafa áhrif á verð fyrir þær vörur og þjónustu sem þeir veita, en bera engu að síður sífellt meiri hluta áhættunnar. Á sama tíma er ætlast til að neytendur fái ódýran mat, stöðugt framboð og sífellt „grænni“ framleiðslu. Þessi krafa kemur ekki aðeins frá markaðnum og neytendum, heldur einnig frá stjórnmálum og opinberri orðræðu, þar á meðal fjölmiðlum. Viljinn til að viðurkenna raunverulegan kostnað, fórnarkostnað eða nauðsynlega dreifingu byrða er hins vegar mun minni. Þar skapast kerfislæg spenna: allir vilja niðurstöðuna, enginn vill greiða kostnaðinn. Afleiðingin birtist fyrr – eða síðar Hér birtist til dæmis sú spenna sem myndast þegar bændur í Evrópu þurfa að fara að reglugerðum frá ESB um hvernig þeir mega framleiða afurðir, meðal annars reglum um losun gróðurhúsalofttegunda í framleiðsluferlinu. Á sama tíma er ætlast til að þeir keppi á markaði við framleiðendur sem ekki greiða einu sinni lágmarkslaun. Eiga þeir fyrrnefndu í reynd að bera kostnaðinn af þessu kerfismisræmi, jafnvel með atvinnumissi? Í slíku samhengi verða mótmæli ekki fyrst og fremst merki um öfgar eða jaðarstöðu. Þau verða síðasta úrræði þeirra sem upplifa að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar. Þau verða leið til að gera ósýnilegan kostnað sýnilegan og viðvörun um að rekstrargrundvöllur sé að bresta. Það er ekki tilviljun að slík mótmæli birtast sjaldnast þar sem stefnan er mótuð, heldur þar sem hún er framkvæmd. Þegar sambærileg viðbrögð koma fram samtímis í ólíkum löndum og ólíkum greinum bendir það til þess að ekki sé um einstök ágreiningsmál að ræða, heldur kerfislægan vanda í samskiptum stefnumótunar og raunhagkerfis. Það er í þessu ljósi sem mótmæli bænda, flutningaaðila og annarra í grunnstoðum fæðukerfisins þarf að lesa — ekki sem andstöðu við markmið, heldur sem viðvörun um að leiðin að þeim sé orðin óraunhæf. Höfundur er hagfræðingur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun