Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar 26. desember 2025 16:00 Það er staðreynd að meira en helmingur af öllum athugasemdum, svörum og póstum á samfélagsmiðlum í dag er sjálfvirk smíð úr höndum gervigreindarkerfa. Hátt í 3/4 af myndunum sem þú sérð og hratt vaxandi hluti myndbanda einnig. Þau eru farin að tala við þig með sama hætti og hver annar notandi, án þess að þú greinir mun. Þetta er því mjög falskur raunveruleiki sem þú ert að upplifa, þó hann kunni að virðast sífellt raunverulegri. Mikið af þessu gerviefni er notað sem áróður og til fjársvika, en hluti einnig sem skemmtiefni eða jafnvel tilraun til að vera gagnlegt. Klárum loks frásögnina af hinu dularfulla hvarfi („Fólkið sem hverfur...“ og „Var ég ekki nógu mikils virði?“). Spólað til baka Fyrr á árinu var ég að gantast í Fb spjalli við vin minn og komu þar m.a. kreditkort við sögu. Spjallinu lauk og að flissi loknu gaf ég því ekki frekari gaum. Í skýjuðu gagnaveri Facebook heyrðist þó skömmu síðar áberandi hátt „klonk!“ og á gólfið datt óþarflega þungt plastegg, varla stærra en konfektmoli. Samviskusamur starfsmaður hljóp til, greip eggið og opnaði. Innihaldið var lítill bréfmiði, sem á stóð: Abbabbabb! Starfsmaðurinn vissi hvað þetta þýddi og kallaði samstundis að stjórnborðinu: „Loka fyrir notanda 1490517 !“ Tölvupóstur barst öðru skýjuðu gagnaveri, sem leiddi til þess að símtækið mitt sagði: „bank!“. Bankið var kunnuglegt, svo frekar en að fara til dyra, greip ég símtækið og gjóaði augum að umræddum tölvupósti. Aðgerðartilkynning frá Facebook? Sjálfsagt eitthvað svindl. Við nánari athugun mættu mér þó luktar dyr og á þeim handskrifaður miði, illlæsilegur en virtist staðfesta innihald tölvupóstsins. Mér var boðið að ýta á takka ef ég væri ósammála. Við tók samfélagsleg fjarvera þar til einn daginn: lokun aflétt. Rafmagnsstóllinn Orsökin kom aldrei fram, en við enduropnun var beðist afsökunar. Ég var víst hafður fyrir rangri sök af sjálfvirku kerfi. Rafmagnsstóllinn óvart settur í gang, en „Úbbs!“ bara mistök, slökkt á honum nokkrum vikum síðar. Næstu mánuði endurtók sagan sig 4-5 sinnum, þar til nú síðast kom ekkert „Úbbs!“. Ég ýtti á sama takka og vanalega. Sá breytir stöðunni bakvið tjöldin úr "sjálfvirk lokun" í "endurskoða" og hverfur svo. Skilaboð á skjánum staðfesta beiðnina. Nokkrum vikum síðar fékk ég tölvupóst: Endurskoðunarbeiðni ókláruð. Líkt og aldrei hafi verið ýtt á takkann, þó hann sé horfinn og tíminn að renna út. Þetta reyndist þekkt vandamál, en án úrlausnar og því ekkert framundan nema áframhaldandi lokun. Rétt að koma því á framfæri að það er ekki bannað að ræða um kreditkort. Það getur þó myndað hluta af mynstri sem kerfið telur líklegra að tilheyri svikahröppum, frekar en notandanum. Gervigreindin vinnur útfrá líkindum. Kunni hún ekki að lesa rétt í aðstæður, skilar hún röngum niðurstöðum. Leik lokið Upplýsingaflæði samfélagsmiðla getur verið mjög gagnlegt, jafnvel nauðsynlegt. Með tímanum getur það þó gefið fólki mjög skakka sýn á raunveruleikann, jafnvel brenglað tilfinninga- og félagsþroska. Rannsóknir, líka hjá Meta, virðast sýna að geðheilsa hins almenna notanda batnar við minni notkun á samfélagsmiðlum. Uppistaðan af efni samfélagsmiðla er jú í vaxandi mæli auglýsingar, upplýsingaóreiða og svikatilraunir. Það sem eftir situr eru afmæliskveðjur og "fúli kallinn" að röfla í bergmálshellinum sínum. Þessi sem rangtúlkar öll viðbrögð sem valideringu á sínum ranghugmyndum. Er það ekki nærri lagi? Hver hvarf? Frá sjónarhorni minna vina má segja að ég hafi horfið, líkt og tugir til hundruðir þúsunda annarra víða um heim. Tengingar mínar rofnuðu við marga vini, ættingja og skemmtilega hópa sem ég mun sakna. Hvarfið sem ég upplifði sterkast var þó allt nöldrið. Allt fólkið sem skiptist á að gera lítið úr hvert öðru, fullt af hroka, kvartandi yfir minnstu hlutum sama hvort þeir skipta máli eður ei. Skyndilega upplifi ég sama og ekkert kvabb, kvart, röfl og nöldur. Það bara... hvarf. Einn daginn birtist ég kannski aftur. Hver og einn þarf auðvitað bara að meta sjálfur hvort hann fái meira jákvætt eða neikvætt úr veru á samfélagsmiðlum. Sífelldi nöldurkliðurinn innanum auglýsingarnar er lúmskt lýjandi en auðvelt að verða samdauna honum. Höfundur er tölvunarfræðingur, menntaður í – en ekki af – gervigreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að meira en helmingur af öllum athugasemdum, svörum og póstum á samfélagsmiðlum í dag er sjálfvirk smíð úr höndum gervigreindarkerfa. Hátt í 3/4 af myndunum sem þú sérð og hratt vaxandi hluti myndbanda einnig. Þau eru farin að tala við þig með sama hætti og hver annar notandi, án þess að þú greinir mun. Þetta er því mjög falskur raunveruleiki sem þú ert að upplifa, þó hann kunni að virðast sífellt raunverulegri. Mikið af þessu gerviefni er notað sem áróður og til fjársvika, en hluti einnig sem skemmtiefni eða jafnvel tilraun til að vera gagnlegt. Klárum loks frásögnina af hinu dularfulla hvarfi („Fólkið sem hverfur...“ og „Var ég ekki nógu mikils virði?“). Spólað til baka Fyrr á árinu var ég að gantast í Fb spjalli við vin minn og komu þar m.a. kreditkort við sögu. Spjallinu lauk og að flissi loknu gaf ég því ekki frekari gaum. Í skýjuðu gagnaveri Facebook heyrðist þó skömmu síðar áberandi hátt „klonk!“ og á gólfið datt óþarflega þungt plastegg, varla stærra en konfektmoli. Samviskusamur starfsmaður hljóp til, greip eggið og opnaði. Innihaldið var lítill bréfmiði, sem á stóð: Abbabbabb! Starfsmaðurinn vissi hvað þetta þýddi og kallaði samstundis að stjórnborðinu: „Loka fyrir notanda 1490517 !“ Tölvupóstur barst öðru skýjuðu gagnaveri, sem leiddi til þess að símtækið mitt sagði: „bank!“. Bankið var kunnuglegt, svo frekar en að fara til dyra, greip ég símtækið og gjóaði augum að umræddum tölvupósti. Aðgerðartilkynning frá Facebook? Sjálfsagt eitthvað svindl. Við nánari athugun mættu mér þó luktar dyr og á þeim handskrifaður miði, illlæsilegur en virtist staðfesta innihald tölvupóstsins. Mér var boðið að ýta á takka ef ég væri ósammála. Við tók samfélagsleg fjarvera þar til einn daginn: lokun aflétt. Rafmagnsstóllinn Orsökin kom aldrei fram, en við enduropnun var beðist afsökunar. Ég var víst hafður fyrir rangri sök af sjálfvirku kerfi. Rafmagnsstóllinn óvart settur í gang, en „Úbbs!“ bara mistök, slökkt á honum nokkrum vikum síðar. Næstu mánuði endurtók sagan sig 4-5 sinnum, þar til nú síðast kom ekkert „Úbbs!“. Ég ýtti á sama takka og vanalega. Sá breytir stöðunni bakvið tjöldin úr "sjálfvirk lokun" í "endurskoða" og hverfur svo. Skilaboð á skjánum staðfesta beiðnina. Nokkrum vikum síðar fékk ég tölvupóst: Endurskoðunarbeiðni ókláruð. Líkt og aldrei hafi verið ýtt á takkann, þó hann sé horfinn og tíminn að renna út. Þetta reyndist þekkt vandamál, en án úrlausnar og því ekkert framundan nema áframhaldandi lokun. Rétt að koma því á framfæri að það er ekki bannað að ræða um kreditkort. Það getur þó myndað hluta af mynstri sem kerfið telur líklegra að tilheyri svikahröppum, frekar en notandanum. Gervigreindin vinnur útfrá líkindum. Kunni hún ekki að lesa rétt í aðstæður, skilar hún röngum niðurstöðum. Leik lokið Upplýsingaflæði samfélagsmiðla getur verið mjög gagnlegt, jafnvel nauðsynlegt. Með tímanum getur það þó gefið fólki mjög skakka sýn á raunveruleikann, jafnvel brenglað tilfinninga- og félagsþroska. Rannsóknir, líka hjá Meta, virðast sýna að geðheilsa hins almenna notanda batnar við minni notkun á samfélagsmiðlum. Uppistaðan af efni samfélagsmiðla er jú í vaxandi mæli auglýsingar, upplýsingaóreiða og svikatilraunir. Það sem eftir situr eru afmæliskveðjur og "fúli kallinn" að röfla í bergmálshellinum sínum. Þessi sem rangtúlkar öll viðbrögð sem valideringu á sínum ranghugmyndum. Er það ekki nærri lagi? Hver hvarf? Frá sjónarhorni minna vina má segja að ég hafi horfið, líkt og tugir til hundruðir þúsunda annarra víða um heim. Tengingar mínar rofnuðu við marga vini, ættingja og skemmtilega hópa sem ég mun sakna. Hvarfið sem ég upplifði sterkast var þó allt nöldrið. Allt fólkið sem skiptist á að gera lítið úr hvert öðru, fullt af hroka, kvartandi yfir minnstu hlutum sama hvort þeir skipta máli eður ei. Skyndilega upplifi ég sama og ekkert kvabb, kvart, röfl og nöldur. Það bara... hvarf. Einn daginn birtist ég kannski aftur. Hver og einn þarf auðvitað bara að meta sjálfur hvort hann fái meira jákvætt eða neikvætt úr veru á samfélagsmiðlum. Sífelldi nöldurkliðurinn innanum auglýsingarnar er lúmskt lýjandi en auðvelt að verða samdauna honum. Höfundur er tölvunarfræðingur, menntaður í – en ekki af – gervigreind.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun