Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sindri Sverrisson skrifar 24. desember 2025 09:00 Sivert Guttorm Bakken ætlaði sér á Vetrarólympíuleikana í febrúar. Getty/Kevin Voigt Liðsfélagar norska skíðaskotfimikappans Sivert Guttorm Bakken fóru að undrast um hann þegar hann hafði ekki skilað sér niður í morgunmat í gær, á hóteli landsliðsins á Ítalíu. Þeir fundu hann látinn inni á herbergi en Bakken var aðeins 27 ára gamall. Bakken hafði átt góðu gengi að fagna á heimsbikarmótum að undanförnu og var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana sem fram fara í febrúar. Hætti í tvö ár vegna hjartavandamála Hann var kominn á fulla ferð í sinni íþrótt, eftir að hafa neyðst til að draga sig í hlé vegna hjartavöðvubólgu sem hann kvaðst hafa farið að finna fyrir eftir þriðja skammt af bóluefni gegn Covid. Það tók hann næstum tvö ár að snúa aftur til hefðbundinna æfinga en það tókst í fyrra og Bakken virtist á hárréttri braut fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara einmitt fram á Ítalíu. Bakken var mættur í alpabæinn Lavaze, eftir að hafa keppt í heimsbikarnum í Le Grand-Bornand í Frakklandi í síðustu viku. Ítölsk yfirvöld rannsaka nú andlát hans og segir Emilie Nordskar, framkvæmdastjóri norska skíðaskotfimisambandsins, að dánarorsök liggi ekki fyrir. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldu Siverts og öllum þeim sem stóðu honum næst. Við vinnum með ítölskum yfirvöldum á staðnum,“ sagði Nordskar í fréttatilkynningu. Dánarorsök liggur ekki fyrir Ítalskir miðlar á borð við La Gazzetta dello Sport segja Bakken hafa látist vegna veikinda en í samtali við NRK í Noregi segir Nordskar ekki hægt að segja mikið að svo stöddu. „Það sem við vitum er að Sivert fanns látinn á hótelherbergi sínu í alpabænum Laveze á Ítalíu í dag. Við erum auðvitað í sambandi við ítölsku lögregluna á svæðinu. Hún er á fullu og við vinnum náið með henni. Við vitum ekki hver dánarorsökin er. Það er lögreglunnar að finna út úr því. Núna styðjum við við fjölskyldu Siverts og hans nánasta fólk, liðsfélaga og aðra í skíðaskotfimifjölskyldunni,“ sagði Nordskar en efnt var til minningarathafnar í Lillehammer í gærkvöld. Bakken vann tvenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikum ungmenna árið 2016 og hann vann sín fyrstu og einu heimsbikargullverðlaun í Holmenkollen árið 2022, áður en hann þurfti að draga sig í hlé eins og fyrr segir. Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira
Bakken hafði átt góðu gengi að fagna á heimsbikarmótum að undanförnu og var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana sem fram fara í febrúar. Hætti í tvö ár vegna hjartavandamála Hann var kominn á fulla ferð í sinni íþrótt, eftir að hafa neyðst til að draga sig í hlé vegna hjartavöðvubólgu sem hann kvaðst hafa farið að finna fyrir eftir þriðja skammt af bóluefni gegn Covid. Það tók hann næstum tvö ár að snúa aftur til hefðbundinna æfinga en það tókst í fyrra og Bakken virtist á hárréttri braut fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara einmitt fram á Ítalíu. Bakken var mættur í alpabæinn Lavaze, eftir að hafa keppt í heimsbikarnum í Le Grand-Bornand í Frakklandi í síðustu viku. Ítölsk yfirvöld rannsaka nú andlát hans og segir Emilie Nordskar, framkvæmdastjóri norska skíðaskotfimisambandsins, að dánarorsök liggi ekki fyrir. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldu Siverts og öllum þeim sem stóðu honum næst. Við vinnum með ítölskum yfirvöldum á staðnum,“ sagði Nordskar í fréttatilkynningu. Dánarorsök liggur ekki fyrir Ítalskir miðlar á borð við La Gazzetta dello Sport segja Bakken hafa látist vegna veikinda en í samtali við NRK í Noregi segir Nordskar ekki hægt að segja mikið að svo stöddu. „Það sem við vitum er að Sivert fanns látinn á hótelherbergi sínu í alpabænum Laveze á Ítalíu í dag. Við erum auðvitað í sambandi við ítölsku lögregluna á svæðinu. Hún er á fullu og við vinnum náið með henni. Við vitum ekki hver dánarorsökin er. Það er lögreglunnar að finna út úr því. Núna styðjum við við fjölskyldu Siverts og hans nánasta fólk, liðsfélaga og aðra í skíðaskotfimifjölskyldunni,“ sagði Nordskar en efnt var til minningarathafnar í Lillehammer í gærkvöld. Bakken vann tvenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikum ungmenna árið 2016 og hann vann sín fyrstu og einu heimsbikargullverðlaun í Holmenkollen árið 2022, áður en hann þurfti að draga sig í hlé eins og fyrr segir.
Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira