Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar 19. desember 2025 12:01 Innritun í framhaldsskóla hefur verið ofarlega í opinberri umræðu undanfarið, ekki síst eftir að gerðar voru breytingar á lögum sem heimila að horft sé til fleiri þátta en lokaeinkunna við innritun við mat á því hvort bjóða eigi nemanda skólavist. Þar á meðal er þátttaka í félagsstarfi og árangur í óformlegu námi. Gagnrýni hefur beinst að því að með þessu sé vikið frá hinni óskráðu verðleikareglu stjórnsýsluréttarins sem felur í sér framgang þess sem mest á það skilið og opnað fyrir mat byggðu á geðþóttaákvörðunum byggðum á óljósri skilgreiningu á inngildindu. Umræðan er mikilvæg, en hún verður að byggja á réttum forsendum. Umsókn í framhaldsskóla er stjórnvaldsákvörðun sem fellur undir stjórnsýslulög og þar með kröfur um jafnræði, meðalhóf og gagnsæi við ákvarðanatöku. Spurningin er því ekki hvort heimilt sé að nota aðra mælikvarða en lokaeinkunn við inntöku, heldur hvort slíkt sé nauðsynlegt til að tryggja raunverulegt réttaröryggi nemenda sem sækja um framhaldsskólanám. Takmarkanir lokaeinkunna Samhliða gagnrýni á nýjar forsendur inntöku, hefur verið kallað eftir endurupptöku á matskvarða sem byggir á talnarununni 1-10. Lokaeinkunn sem einföld tala virðist hlutlæg, en hún er í reynd samantekt ólíkra matsaðferða, verkefna og prófa, mótuð af mismunandi skólabrag og aðstæðum. Nemendur með sömu einkunn en úr sitt hvorum skólanum, geta því haft mjög ólíka þekkingu, færni og undirbúning fyrir framhaldsskólanám. Ef stjórnvöld byggja ákvarðanir eingöngu á slíkum mælikvarða skapast hætta á formlegu jafnræði án efnislegs réttlætis. Stjórnsýslurétturinn gerir hinsvegar ekki kröfu um einfaldleika, heldur um málefnalegt og réttlátt mat við inntöku. Námsframvinda og verðleikareglan Með breytingu á lögum verður hægt að líta til fleiri þátta en bara lokaeinkunn ár. Til dæmis má líta til Matsferils þ.e. staðlaðra stöðu og framvinduprófa sem draga upp heildstæða mynd af námsframvindu nemanda í gegnum skólagönguna, ekki aðeins stöðu hans á einum tímapunkti þ.e. við lok grunnskóla. Slíkt mat er betur fallið til að sýna hæfni til að takast á við nám á næsta skólastigi það vill segja hæfni nemandans til að mæta sívaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni yfir lengra tímabil. Þá er hægt að styðjast enn frekar matsviðmið greinasviða í aðalnámskrár grunnskóla og tilheyrandi matskvarða, en þau lýsa einnig hvaða stigi þekkingar, leikni og hæfni hefur verið náð, óháð því hvernig einstök verkefni voru metin eða niðurstöður prófa voru. Skörun er hér við þau fjögur hæfniþrep sem skilgreind hafa verið fyrir framhaldsskóla en sameiginleg viðmið í námsmati við lok grunnskóla og samræmdur matskvarði á að stuðla að því að nemandi hefji nám í framhaldsskóla á því þrepi sem hentar honum best, sem er ýmist á 1. eða 2. þrepi. Í þessum sveigjanleika sem kemur til eftir að nemandi hefur verið tekinn inn, en áður en hann hefur nám, birtast möguleikar til þess framgangs sem kallað er eftir. Í stjórnsýslulegu samhengi er þetta sérstaklega mikilvægt, þar sem jafnræðisreglan krefst þess að sambærileg tilvik séu metin eftir sambærilegum viðmiðum. Aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla gerir raunverulegan samanburð mögulegan milli umsækjenda, óháð skóla eða matshefðum, og styrkir þannig verðleikaregluna í stað þess að veikja hana. Learning Opportunity Index og efnislegt jafnræði Ein og sér segja þó hvorki lokaeinkunnir, Matsferill eða hæfni- og matsviðmið aðalnámskrár alla söguna. Mikilvægt er að horfa heildrænt á einstaklinginn og þar koma mælikvarðar eins og Learning Opportunity Index (LOI) til sögunnar sem lykilmælikvarði. LOI er alþjóðlega viðurkenndur stuðull sem reiknaður er fyrir hvern grunnskóla út frá lýðfræðilegum, félagslegum og efnahagslegum þáttum og endurspeglar hann þær áskoranir sem finna má í umhverfi hvers nemendahóps og hafa áhrif á árangur hans. Hann reiknar sem sagt tækifæri og aðgengi barns að fjölbreyttu námi og viðeigandi stuðningi. Þessi mælikvarði snýst ekki um að lækka kröfur eða veita undanþágur, heldur um að setja árangur í rétt samhengi. Árangur eða einkunn sem næst við erfiðar aðstæður í lífi og umhverfi nemanda getur endurspeglað mun meiri seiglu og hæfni en hærri einkunn annars nemanda í öðru skólahverfi sem byggir á betri tækifærum og stuðningi. Einkunnin B getur því falið í sér meiri hæfni en einkunnin A, það sýna gagnsæir útreikningar! Meðalhóf og réttlát málsmeðferð Í vandaðri stjórnsýslu er gerður greinarmunur á formlegu jafnræði og efnislegu jafnræði. Að beita sömu reglu á alla án tillits til aðstæðna getur leitt til ósanngjarnrar niðurstöðu. Stuðull eins og LOI gerir stjórnvöldum kleift að virða jafnræðisregluna með efnislegum hætti, þar sem litið er til raunverulegra forsendna námsárangurs. Jafnframt styður hann meðalhófsregluna, þar sem frávik frá hreinni einkunnaraðferð verða markviss, rökstudd og byggð á skráðum mælikvörðum, fremur en óskýrri inngildingarákvörðun eða því sem lýst er sem geðþótta. Inntökuferli í framhaldsskóla er dæmigert stjórnsýslumál þar sem fleiri en einn aðili á hagsmuni og ákvörðun um einn hefur áhrif á aðra. Þá skiptir sköpum að matsviðmið séu skýr, fyrirsjáanleg og útskýrð. Samspil stuðuls eins og Learning Opportunity Index, Matsferils og aðalnámskrár getur skapað heildstæða og rekjanlega ákvörðun sem stenst kröfur stjórnsýslulaga. Hverjar eru kröfur réttarríkisins? Raunveruleg ógn við sanngjarna inntöku nemenda felst ekki í því að horft sé út fyrir lokaeinkunn, heldur í því að stjórnvald eins og framhaldsskólinn er, láti hjá líða að skilja hvað raunverulega liggur að baki námsárangri. Þegar flókinn og fjölbreyttur námsferill er þjappað niður í eina tölu eða einn bókstaf fyrir afmörkuð greinasvið er ekki verið að tryggja jafnræði milli nemenda við inntöku, heldur er verið að að breiða yfir ólíkar aðstæður þeirra. Slík einföldun kann að vera þægileg, en hún stenst illa kröfur réttarríkisins um málefnalega og rökstudda stjórnvaldsákvörðun. Með því að nýta fjölbreytta en viðurkennda forsendumælikvarða eins og til dæmis Learning Opportunity Index, studdan af Matsferli og hæfni- og matsviðmiðum aðalnámskrár, er hægt að stíga skref í átt að raunverulegu jafnræði. Slík nálgun er ekki brot á verðleikareglunni, heldur leið til að beita henni af ábyrgð. Ef markmið menntakerfisins er að velja nemendur á sanngjarnan, gagnsæjan og réttmætan hátt, þá er ekki nóg að spyrja hver fékk hæstu einkunnina. Spurningin sem framhaldsskólinn verður að svara við inntöku nemenda er einfaldlega þessi: hver hafði raunverulegt aðgengi að námi, hvaða tækifæri hafði viðkomandi til að ná árangri, og hvað gerði hann við þau? Karen María Jónsdóttir er áhugamaður um framkvæmd opinberrar stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Innritun í framhaldsskóla hefur verið ofarlega í opinberri umræðu undanfarið, ekki síst eftir að gerðar voru breytingar á lögum sem heimila að horft sé til fleiri þátta en lokaeinkunna við innritun við mat á því hvort bjóða eigi nemanda skólavist. Þar á meðal er þátttaka í félagsstarfi og árangur í óformlegu námi. Gagnrýni hefur beinst að því að með þessu sé vikið frá hinni óskráðu verðleikareglu stjórnsýsluréttarins sem felur í sér framgang þess sem mest á það skilið og opnað fyrir mat byggðu á geðþóttaákvörðunum byggðum á óljósri skilgreiningu á inngildindu. Umræðan er mikilvæg, en hún verður að byggja á réttum forsendum. Umsókn í framhaldsskóla er stjórnvaldsákvörðun sem fellur undir stjórnsýslulög og þar með kröfur um jafnræði, meðalhóf og gagnsæi við ákvarðanatöku. Spurningin er því ekki hvort heimilt sé að nota aðra mælikvarða en lokaeinkunn við inntöku, heldur hvort slíkt sé nauðsynlegt til að tryggja raunverulegt réttaröryggi nemenda sem sækja um framhaldsskólanám. Takmarkanir lokaeinkunna Samhliða gagnrýni á nýjar forsendur inntöku, hefur verið kallað eftir endurupptöku á matskvarða sem byggir á talnarununni 1-10. Lokaeinkunn sem einföld tala virðist hlutlæg, en hún er í reynd samantekt ólíkra matsaðferða, verkefna og prófa, mótuð af mismunandi skólabrag og aðstæðum. Nemendur með sömu einkunn en úr sitt hvorum skólanum, geta því haft mjög ólíka þekkingu, færni og undirbúning fyrir framhaldsskólanám. Ef stjórnvöld byggja ákvarðanir eingöngu á slíkum mælikvarða skapast hætta á formlegu jafnræði án efnislegs réttlætis. Stjórnsýslurétturinn gerir hinsvegar ekki kröfu um einfaldleika, heldur um málefnalegt og réttlátt mat við inntöku. Námsframvinda og verðleikareglan Með breytingu á lögum verður hægt að líta til fleiri þátta en bara lokaeinkunn ár. Til dæmis má líta til Matsferils þ.e. staðlaðra stöðu og framvinduprófa sem draga upp heildstæða mynd af námsframvindu nemanda í gegnum skólagönguna, ekki aðeins stöðu hans á einum tímapunkti þ.e. við lok grunnskóla. Slíkt mat er betur fallið til að sýna hæfni til að takast á við nám á næsta skólastigi það vill segja hæfni nemandans til að mæta sívaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni yfir lengra tímabil. Þá er hægt að styðjast enn frekar matsviðmið greinasviða í aðalnámskrár grunnskóla og tilheyrandi matskvarða, en þau lýsa einnig hvaða stigi þekkingar, leikni og hæfni hefur verið náð, óháð því hvernig einstök verkefni voru metin eða niðurstöður prófa voru. Skörun er hér við þau fjögur hæfniþrep sem skilgreind hafa verið fyrir framhaldsskóla en sameiginleg viðmið í námsmati við lok grunnskóla og samræmdur matskvarði á að stuðla að því að nemandi hefji nám í framhaldsskóla á því þrepi sem hentar honum best, sem er ýmist á 1. eða 2. þrepi. Í þessum sveigjanleika sem kemur til eftir að nemandi hefur verið tekinn inn, en áður en hann hefur nám, birtast möguleikar til þess framgangs sem kallað er eftir. Í stjórnsýslulegu samhengi er þetta sérstaklega mikilvægt, þar sem jafnræðisreglan krefst þess að sambærileg tilvik séu metin eftir sambærilegum viðmiðum. Aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla gerir raunverulegan samanburð mögulegan milli umsækjenda, óháð skóla eða matshefðum, og styrkir þannig verðleikaregluna í stað þess að veikja hana. Learning Opportunity Index og efnislegt jafnræði Ein og sér segja þó hvorki lokaeinkunnir, Matsferill eða hæfni- og matsviðmið aðalnámskrár alla söguna. Mikilvægt er að horfa heildrænt á einstaklinginn og þar koma mælikvarðar eins og Learning Opportunity Index (LOI) til sögunnar sem lykilmælikvarði. LOI er alþjóðlega viðurkenndur stuðull sem reiknaður er fyrir hvern grunnskóla út frá lýðfræðilegum, félagslegum og efnahagslegum þáttum og endurspeglar hann þær áskoranir sem finna má í umhverfi hvers nemendahóps og hafa áhrif á árangur hans. Hann reiknar sem sagt tækifæri og aðgengi barns að fjölbreyttu námi og viðeigandi stuðningi. Þessi mælikvarði snýst ekki um að lækka kröfur eða veita undanþágur, heldur um að setja árangur í rétt samhengi. Árangur eða einkunn sem næst við erfiðar aðstæður í lífi og umhverfi nemanda getur endurspeglað mun meiri seiglu og hæfni en hærri einkunn annars nemanda í öðru skólahverfi sem byggir á betri tækifærum og stuðningi. Einkunnin B getur því falið í sér meiri hæfni en einkunnin A, það sýna gagnsæir útreikningar! Meðalhóf og réttlát málsmeðferð Í vandaðri stjórnsýslu er gerður greinarmunur á formlegu jafnræði og efnislegu jafnræði. Að beita sömu reglu á alla án tillits til aðstæðna getur leitt til ósanngjarnrar niðurstöðu. Stuðull eins og LOI gerir stjórnvöldum kleift að virða jafnræðisregluna með efnislegum hætti, þar sem litið er til raunverulegra forsendna námsárangurs. Jafnframt styður hann meðalhófsregluna, þar sem frávik frá hreinni einkunnaraðferð verða markviss, rökstudd og byggð á skráðum mælikvörðum, fremur en óskýrri inngildingarákvörðun eða því sem lýst er sem geðþótta. Inntökuferli í framhaldsskóla er dæmigert stjórnsýslumál þar sem fleiri en einn aðili á hagsmuni og ákvörðun um einn hefur áhrif á aðra. Þá skiptir sköpum að matsviðmið séu skýr, fyrirsjáanleg og útskýrð. Samspil stuðuls eins og Learning Opportunity Index, Matsferils og aðalnámskrár getur skapað heildstæða og rekjanlega ákvörðun sem stenst kröfur stjórnsýslulaga. Hverjar eru kröfur réttarríkisins? Raunveruleg ógn við sanngjarna inntöku nemenda felst ekki í því að horft sé út fyrir lokaeinkunn, heldur í því að stjórnvald eins og framhaldsskólinn er, láti hjá líða að skilja hvað raunverulega liggur að baki námsárangri. Þegar flókinn og fjölbreyttur námsferill er þjappað niður í eina tölu eða einn bókstaf fyrir afmörkuð greinasvið er ekki verið að tryggja jafnræði milli nemenda við inntöku, heldur er verið að að breiða yfir ólíkar aðstæður þeirra. Slík einföldun kann að vera þægileg, en hún stenst illa kröfur réttarríkisins um málefnalega og rökstudda stjórnvaldsákvörðun. Með því að nýta fjölbreytta en viðurkennda forsendumælikvarða eins og til dæmis Learning Opportunity Index, studdan af Matsferli og hæfni- og matsviðmiðum aðalnámskrár, er hægt að stíga skref í átt að raunverulegu jafnræði. Slík nálgun er ekki brot á verðleikareglunni, heldur leið til að beita henni af ábyrgð. Ef markmið menntakerfisins er að velja nemendur á sanngjarnan, gagnsæjan og réttmætan hátt, þá er ekki nóg að spyrja hver fékk hæstu einkunnina. Spurningin sem framhaldsskólinn verður að svara við inntöku nemenda er einfaldlega þessi: hver hafði raunverulegt aðgengi að námi, hvaða tækifæri hafði viðkomandi til að ná árangri, og hvað gerði hann við þau? Karen María Jónsdóttir er áhugamaður um framkvæmd opinberrar stjórnsýslu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun