Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar 19. desember 2025 12:01 Nú í vikunni báðu Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 hjálparsamtök allar þjóðir heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að hleypa hjálpargögnum inn á Gaza - eins og Ísrael hefur skuldbundið sig til að gera. Á hverjum degi deyr fólk á Gaza vegna skorts á mat, lyfjum og tjöldum. Þannig heldur Ísrael þjóðarmorðinu áfram því mjög lítill hluti þeirra hjálpargagna sem átti að flytja inn á Gaza samkvæmt vopnahlésskilmálunum er hleypt þangað inn. Ástæðan er nýjar reglur ísraelskra yfirvalda sem gera hjálparstarf þar ómögulegt samkvæmt því sem Sameinuðu þjóðirnar og á þriðja hundrað hjálparsamtök segja í ákalli sínu á miðvikudag. Allir þessir aðilar segja að eina leiðn til að rjúfa þennan vítahring og hjálpa fólkinu sem býr við ólýsanlega neyð sé að þjóðir heims þrýsti á Ísrael um að opna fyrir mannúðaraðstoð inn á Gaza - eins og um var samið. Því eins og venjulega stendur Ísrael ekki við þá samninga sem það gerir. Fyrir utan að hleypa ekki inn þeirri mannúðaraðstoð sem um var samið hefur Ísrael haldið áfram árásum á Gaza og drepið yfir 400 manns - aðallega konur og börn. Svik Ísraels á gerðum samningum eru ástæða þess ákalls sem nú er beint til okkar - og allra þjóða heims. Ákallið er um að við gerum allt það sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að fara að alþjóðalögum og gerðum samningum. Það ætti að vera sjálfsagt mál að það fólk sem við höfum trúað fyrir stjórn landsins bregðist við eins afgerandi ákalli og þessu. Bregðist með kröftugum hætti við þessu neyðarkalli - og hjálpa þannig fólkinu á Gaza. Allir vita að afgerandi þrýstingur eins og viðskiptabann og slit á stjórnmálasambandi er það eina sem við getum gert sem hefði einhver áhrif. Utanríkisráðherra sýndi í síðustu viku samstöðu með gyðingum á Íslandi sem er gott mál en hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að fólkinu í Palestínu? Hvar eru viðbrögð okkar við þessu ákalli? Á Ísland enn einu sinni að sitja hjá - og gera ekki neitt? Hvernig getur það verið afstaða þess fólks em við höfum valið til forystu? Samkvæmt könnunum vill mikill meirihluti Íslendinga beita Ísrael viðskiptaþvingunum - og afgerandi meirihluti vill að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael til að sýna afstöðu okkar í verki. En ekkert er gert. Þrátt fyrir kláran vilja íslensku þjóðarinnar - og neyðarkall Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálpasamtaka. Ætlar þessi ríkisstjórn virkilega að bjóða okkur upp á sveltandi, króknandi og limlest börn í Palestínu um þessi jól án þess að rétta fram þá hjálparhönd sem um er beðið? Það verða ekki gleðileg jól. Samvisku minnar vegna get ég ekki hugsað mér að styðja nokkru sinni fólk - sem hunsar þjóðarvilja - og neyðarkallið sem Íslandi barst viku fyrir jólin 2025. Því mun ég aldrei gleyma - og vona að ég sé ekki sá eini. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Nú í vikunni báðu Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 hjálparsamtök allar þjóðir heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að hleypa hjálpargögnum inn á Gaza - eins og Ísrael hefur skuldbundið sig til að gera. Á hverjum degi deyr fólk á Gaza vegna skorts á mat, lyfjum og tjöldum. Þannig heldur Ísrael þjóðarmorðinu áfram því mjög lítill hluti þeirra hjálpargagna sem átti að flytja inn á Gaza samkvæmt vopnahlésskilmálunum er hleypt þangað inn. Ástæðan er nýjar reglur ísraelskra yfirvalda sem gera hjálparstarf þar ómögulegt samkvæmt því sem Sameinuðu þjóðirnar og á þriðja hundrað hjálparsamtök segja í ákalli sínu á miðvikudag. Allir þessir aðilar segja að eina leiðn til að rjúfa þennan vítahring og hjálpa fólkinu sem býr við ólýsanlega neyð sé að þjóðir heims þrýsti á Ísrael um að opna fyrir mannúðaraðstoð inn á Gaza - eins og um var samið. Því eins og venjulega stendur Ísrael ekki við þá samninga sem það gerir. Fyrir utan að hleypa ekki inn þeirri mannúðaraðstoð sem um var samið hefur Ísrael haldið áfram árásum á Gaza og drepið yfir 400 manns - aðallega konur og börn. Svik Ísraels á gerðum samningum eru ástæða þess ákalls sem nú er beint til okkar - og allra þjóða heims. Ákallið er um að við gerum allt það sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að fara að alþjóðalögum og gerðum samningum. Það ætti að vera sjálfsagt mál að það fólk sem við höfum trúað fyrir stjórn landsins bregðist við eins afgerandi ákalli og þessu. Bregðist með kröftugum hætti við þessu neyðarkalli - og hjálpa þannig fólkinu á Gaza. Allir vita að afgerandi þrýstingur eins og viðskiptabann og slit á stjórnmálasambandi er það eina sem við getum gert sem hefði einhver áhrif. Utanríkisráðherra sýndi í síðustu viku samstöðu með gyðingum á Íslandi sem er gott mál en hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að fólkinu í Palestínu? Hvar eru viðbrögð okkar við þessu ákalli? Á Ísland enn einu sinni að sitja hjá - og gera ekki neitt? Hvernig getur það verið afstaða þess fólks em við höfum valið til forystu? Samkvæmt könnunum vill mikill meirihluti Íslendinga beita Ísrael viðskiptaþvingunum - og afgerandi meirihluti vill að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael til að sýna afstöðu okkar í verki. En ekkert er gert. Þrátt fyrir kláran vilja íslensku þjóðarinnar - og neyðarkall Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálpasamtaka. Ætlar þessi ríkisstjórn virkilega að bjóða okkur upp á sveltandi, króknandi og limlest börn í Palestínu um þessi jól án þess að rétta fram þá hjálparhönd sem um er beðið? Það verða ekki gleðileg jól. Samvisku minnar vegna get ég ekki hugsað mér að styðja nokkru sinni fólk - sem hunsar þjóðarvilja - og neyðarkallið sem Íslandi barst viku fyrir jólin 2025. Því mun ég aldrei gleyma - og vona að ég sé ekki sá eini. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar