„Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. desember 2025 07:02 Við ákvörðun heildarafla í efnahagslögsögu Evrópusambandsins á dögunum og úthlutun afla til ríkja þess var farið með grófum hætti gegn hagsmunum Írlands að sögn írskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka þarlendra sjómanna. Regla sem samið var um við forvera sambandsins á áttunda áratug síðustu aldar og tryggja átti ákveðinn lágmarks rétt írskra fiskiskipa til veiða í lögsögu Írlands, hafi verið höfð að engu einkum fyrir tilstilli fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins. Haft er eftir Pat „the Cope“ Gallagher, talsmanni stjórnmálaflokksins Fianna Fáil í sjávarútvegsmálum, sem myndar núverandi ríkisstjórn Írlands, í írskum fjölmiðlum að ljóst sé að Evrópusambandið hafi algerlega brugðist Írum. Framganga Frakklands, Þýzkalands, Póllands og Hollands í málinu fæli í sér „fullkominn fjaldskap í garð smáríkis“ og það að hafa að engu rétt Írlands, sem samið hefði verið um við forvera sambandsins fyrir fjórum áratugum, fæli í sér „rándýrshegðun.“ „Evrópusambandið starfrækir kerfi sem byggir á tvöföldu siðgæði eftir því hvaða ríki sambandsins eiga í hlut,“ sagði Gallagher. Írland stæði þar höllum fæti gagnvart stærri ríkjum. Á sama tíma og komið væri fram við Íra með þessum hætti veiddu fiskiskip frá áðurnefndum ríkjum í írskri efnahagslögsögu án þess að mikið eftirlit væri með því. „Írar áttu að hafa tryggingu fyrir ákveðinni hlutdeild í aflaheimildum á þeirra eigin miðum. Þeirri vernd hefur nú verið kippt í burtu.“ Vægi ríkja innan í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins þannig 0,08% í ráðherraráði þess, valdamestu stofnuninni, sem er á við einungis 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Írland er hins vegar 13 sinnum fjölmennara en Ísland. Hver yrði staða okkar Íslendinga innan Evrópusambandsins þegar komið er fram við Íra með þessum hætti? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Við ákvörðun heildarafla í efnahagslögsögu Evrópusambandsins á dögunum og úthlutun afla til ríkja þess var farið með grófum hætti gegn hagsmunum Írlands að sögn írskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka þarlendra sjómanna. Regla sem samið var um við forvera sambandsins á áttunda áratug síðustu aldar og tryggja átti ákveðinn lágmarks rétt írskra fiskiskipa til veiða í lögsögu Írlands, hafi verið höfð að engu einkum fyrir tilstilli fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins. Haft er eftir Pat „the Cope“ Gallagher, talsmanni stjórnmálaflokksins Fianna Fáil í sjávarútvegsmálum, sem myndar núverandi ríkisstjórn Írlands, í írskum fjölmiðlum að ljóst sé að Evrópusambandið hafi algerlega brugðist Írum. Framganga Frakklands, Þýzkalands, Póllands og Hollands í málinu fæli í sér „fullkominn fjaldskap í garð smáríkis“ og það að hafa að engu rétt Írlands, sem samið hefði verið um við forvera sambandsins fyrir fjórum áratugum, fæli í sér „rándýrshegðun.“ „Evrópusambandið starfrækir kerfi sem byggir á tvöföldu siðgæði eftir því hvaða ríki sambandsins eiga í hlut,“ sagði Gallagher. Írland stæði þar höllum fæti gagnvart stærri ríkjum. Á sama tíma og komið væri fram við Íra með þessum hætti veiddu fiskiskip frá áðurnefndum ríkjum í írskri efnahagslögsögu án þess að mikið eftirlit væri með því. „Írar áttu að hafa tryggingu fyrir ákveðinni hlutdeild í aflaheimildum á þeirra eigin miðum. Þeirri vernd hefur nú verið kippt í burtu.“ Vægi ríkja innan í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins þannig 0,08% í ráðherraráði þess, valdamestu stofnuninni, sem er á við einungis 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Írland er hins vegar 13 sinnum fjölmennara en Ísland. Hver yrði staða okkar Íslendinga innan Evrópusambandsins þegar komið er fram við Íra með þessum hætti? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar