Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar 16. desember 2025 09:30 Það sem ég varaði við í grein á Vísi 1. desember síðastliðinn er því miður að raungerast. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forsætisráðherra, þar sem talað var um ferðaþjónustuna með þeim hætti að skilja mátti orð hennar þannig að greinin væri hálfgerður samfélagslegur baggi, er nú orðið ljóst hvert stefnir. Stjórnvöld virðast staðráðin í að draga úr umfangi ferðaþjónustunnar með markvissri aukningu álaga í þeirri von eða trú að ferðamönnum fækki. Á sama tíma er aukið við ívilnanir til útgerða skemmtiferðaskipa, á meðan „landkrabbarnir“ – hótel, gistiheimili, veitingastaðir og afþreying um allt land eiga að bera byrðarnar. Staðreyndirnar tala sínu máli Árið 2018 komu til Íslands rúmlega 2,3 milljónir erlendra farþega með flugi um Keflavíkurflugvöll. Á sama tíma komu um 145 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Sex árum síðar, árið 2024, eru erlendir flugfarþegar enn aðeins tæplega 2,3 milljónir. Ferðamönnum með flugi hefur því ekkert fjölgað frá 2018, þrátt fyrir mikinn vöxt í umræðu og umsvifum greinarinnar. Á sama tíma hefur farþegum með skemmtiferðaskipum fjölgað verulega og voru þeir um 322 þúsund árið 2024. Skekkjan sem stjórnvöld horfa fram hjá Í tölum um flugfarþega um Keflavíkurflugvöll er verulegur fjöldi skiptifarþega skemmtiferðaskipa farþegar sem fljúga til landsins fara í flestum tilfellum beint um borð í hótelskip og neyta þar fullrar skattfrjálsrar þjónustu, kaupa hvorki gistingu né mat á landi. Raunfjöldi þeirra ferðamanna sem dvelja á Íslandi, ferðast um landið og kaupa staðbundna þjónustu mat, gistingu, afþreyingu og innanlandsferðir hefur því í reynd fækkað. Afleiðingarnar liggja fyrir Aukin skattheimta á ferðaþjónustu á landi mun: fækka enn frekar ferðamönnum sem ferðast um landið, bitna harðast á ferðaþjónustu á landsbyggðinni, veikja rekstur hótela og gistiheimila sem njóta engra afslátta eða ívilnana, ólíkt hótelskipunum, draga úr tekjum sveitarfélaga og samfélaga sem byggja afkomu sína á ferðamönnum sem dvelja á landi. Á sama tíma njóta útgerðir skemmtiferðaskipa skattaívilnana og sérmeðferðar, sem skapar augljóst ósamræmi og óréttlæti í skattalegri meðferð ferðaþjónustunnar. Niðurstaðan er skýr Stjórnvöld hafa fundið sleggjuna – og henni á að beita til að berja niður innlenda ferðaþjónustu. Ekki með markvissri stefnu, ekki með jafnræði eða sanngirni, heldur með auknum álögum á þá sem skapa verðmæti á landi, um allt land. Spurningin er einföld: Er markmiðið að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu eða að keyra hana markvisst niður? Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það sem ég varaði við í grein á Vísi 1. desember síðastliðinn er því miður að raungerast. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forsætisráðherra, þar sem talað var um ferðaþjónustuna með þeim hætti að skilja mátti orð hennar þannig að greinin væri hálfgerður samfélagslegur baggi, er nú orðið ljóst hvert stefnir. Stjórnvöld virðast staðráðin í að draga úr umfangi ferðaþjónustunnar með markvissri aukningu álaga í þeirri von eða trú að ferðamönnum fækki. Á sama tíma er aukið við ívilnanir til útgerða skemmtiferðaskipa, á meðan „landkrabbarnir“ – hótel, gistiheimili, veitingastaðir og afþreying um allt land eiga að bera byrðarnar. Staðreyndirnar tala sínu máli Árið 2018 komu til Íslands rúmlega 2,3 milljónir erlendra farþega með flugi um Keflavíkurflugvöll. Á sama tíma komu um 145 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Sex árum síðar, árið 2024, eru erlendir flugfarþegar enn aðeins tæplega 2,3 milljónir. Ferðamönnum með flugi hefur því ekkert fjölgað frá 2018, þrátt fyrir mikinn vöxt í umræðu og umsvifum greinarinnar. Á sama tíma hefur farþegum með skemmtiferðaskipum fjölgað verulega og voru þeir um 322 þúsund árið 2024. Skekkjan sem stjórnvöld horfa fram hjá Í tölum um flugfarþega um Keflavíkurflugvöll er verulegur fjöldi skiptifarþega skemmtiferðaskipa farþegar sem fljúga til landsins fara í flestum tilfellum beint um borð í hótelskip og neyta þar fullrar skattfrjálsrar þjónustu, kaupa hvorki gistingu né mat á landi. Raunfjöldi þeirra ferðamanna sem dvelja á Íslandi, ferðast um landið og kaupa staðbundna þjónustu mat, gistingu, afþreyingu og innanlandsferðir hefur því í reynd fækkað. Afleiðingarnar liggja fyrir Aukin skattheimta á ferðaþjónustu á landi mun: fækka enn frekar ferðamönnum sem ferðast um landið, bitna harðast á ferðaþjónustu á landsbyggðinni, veikja rekstur hótela og gistiheimila sem njóta engra afslátta eða ívilnana, ólíkt hótelskipunum, draga úr tekjum sveitarfélaga og samfélaga sem byggja afkomu sína á ferðamönnum sem dvelja á landi. Á sama tíma njóta útgerðir skemmtiferðaskipa skattaívilnana og sérmeðferðar, sem skapar augljóst ósamræmi og óréttlæti í skattalegri meðferð ferðaþjónustunnar. Niðurstaðan er skýr Stjórnvöld hafa fundið sleggjuna – og henni á að beita til að berja niður innlenda ferðaþjónustu. Ekki með markvissri stefnu, ekki með jafnræði eða sanngirni, heldur með auknum álögum á þá sem skapa verðmæti á landi, um allt land. Spurningin er einföld: Er markmiðið að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu eða að keyra hana markvisst niður? Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun