Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar 15. desember 2025 14:01 Mér finnst íslenska leiðinleg. Þetta er fullyrðing sem kom ansi oft upp í huga minn þegar ég sat íslenskutíma í menntaskóla. Hún hefur hins vegar ekkert með tungumálið sjálft að gera. Mér þykir ofboðslega vænt um tungumálið og skemmtilegt að tala það. Við erum lánsöm hvað nýyrðasmíð hefur gengið vel þrátt fyrir miklar breytingar á samfélagsskipan og fjöldan allan af hugtökum, hugsunum og fyrirbærum sem hefur í fljótu bragði þurft að finna orð fyrir. Íslenskan mótar menninguna og fólkið sem býr á eyjunni okkar og hún er hluti af þeim kjarna sem myndar mig sem einstakling. Nei, vandamálið hefur ekkert með íslenskuna sjálfa að gera. Mér leiddist íslenskutímarnir af allt annarri ástæðu. Til að gera grein fyrir vandamálinu vil ég byrja á að fara yfir íslenskunámið mitt í Verzlunarskóla Íslands og helstu áhersluatriði þess. Lærði ég eitthvað af viti í íslensku? Í fyrsta áfanganum var meðal annars lögð áhersla á málsögu og setningafræði. Ég nefni setningafræðina sérstaklega vegna þess að ég hafði líka lært hana í grunnskóla, ólíkt flestum bekkjarsystkinum mínum. Í grunnskólanum man ég eftir að einum félaga mínum þótti hún tilgangslaus og spurði kennarann til hvers við værum að læra þetta. Svar kennarans var eitthvað á þá leið að henni þætti setningafræðin ekki besta nýtingin á tíma okkar en vegna þess að hún væri kennd í flestum menntaskólum væri ætlunin að við hefðum grunn í henni þegar þar að kæmi. Þegar ég hafði síðan setið nokkra tíma í setningafræði í menntaskóla spurði skólasystir mín svipaðrar spurningar, og fékk það svar að kennaranum þætti þetta reyndar frekar tilgangslítið! Í næstu tveimur áföngum var áherslan á Snorra-Eddu og Egils sögu. Þeim áföngum hafði ég mest gaman af og er sammála mikilvægi þess að lesa bókmenntir frá blómaskeiði íslenskrar ritmenningar á 13. öld. Að vísu var útgáfan af Eglu sem við lásum bæði stytt og einfölduð, sem margir munu eflaust hrista hausinn yfir. Síðasti áfanginn og sannarlega sá sísti hét Íslenska – nútímabókmenntir. Það er alveg afskaplega kaldhæðnislegur titill fyrir þann áfanga enda voru lesnar nákvæmlega 0 íslenskar nútímabókmenntir í fullri lengd. Helsta lesefnið fjallaði um mismunandi tímabil í nútímabókmenntasögu, frá upplýsingunni að póstmódernisma, og einkenni þeirra. Ég gat hreinlega ekki séð tilganginn í þessu, og það var sérstaklega erfitt þegar maður hafði varla komist í kynni við list sem fellur undir þessar stefnur. Af hverju er íslenska leiðinleg? Ég hef eytt miklum tíma í að velta þessu fyrir mér. Kenningin mín er sú að vandinn liggi í því að íslenska er kennd sem fræðigrein, en ekki sem tungumál. Rauði þráðurinn í öllu því sem ég nefndi að ofan er að nemendur horfðu á íslenskuna frá sögulegu sjónarhorni, eða þá málvísindalegu. Það er mikilvægt að skoða tungumál með slíkum aðferðum, en þegar tíminn til að veita formlega menntun um málið er svona naumur getur það bara ekki verið aðalatriðið. Meðalstúdentinn mun ekki ná að kafa nógu djúpt í þessi viðfangsefni til þess að þau nýtist honum. Í staðinn tel ég að leggja ætti meiri áherslu á skrif, í formi ritgerða en jafnmikilvæg eru skapandi skrif. Látum nemendur spreyta sig meira á að skapa sín eigin ljóð og sögur, þjálfum þá í nýyrðasmíð og fáum þá til að átta sig á því að tungumálið er ekki bara Snorra Sturlusonar og Jónasar Hallgrímssonar, það er líka okkar. Þar að auki tel ég að leggja þurfi meiri áherslu á lesskilning og orðaforða. Lesskilningur er lykillinn að því að skilja heiminn í kringum okkur, kvikmyndir, fréttir, stjórnmál, annað fólk. Það vita líka allir sem hafa talað við manneskju með ríkan orðaforða að samtöl við hana eru skemmtilegri og áhugaverðari! Það skrýtnasta við þetta allt saman er að annað mál sem framhaldsskólanemar leggja stund á, enska, er ekki kennd á þennan hátt. Þar er einmitt lögð áhersla á lesskilning og orðaforða, að nemendur geti gert grein fyrir og túlkað það sem þeir lesa og heyra og komið hugmyndum sínum á framfæri. Þar er ætlast til að nemandi sé undirbúinn undir notkun enskunnar á sviði akademíu og viðskipta, þannig sem hún mun nýtast honum í samskiptum, framhaldsnámi og atvinnu. Hvers vegna í ósköpunum á hið sama ekki við um okkar eigið mál? Við megum ekki hátta íslenskukennslu líkt og verið sé að fjalla um liðna tíð. Íslenskan er lifandi. Þeir sem tala hana þurfa ekki að vitna í heimildir, þeir byggja á sínum sopa af skáldamiðinum (sko, eitthvað lærði ég!). Ef íslenskukennsla er ekkert annað en sagnfræði myndast sjálfkrafa þau hugrenningartengsl að hún sé þegar dauð, og það er fyrst þá sem hún tekur að deyja. Að þessu sögðu tel ég mikilvægt að taka fram að ég var með marga frábæra íslenskukennara í grunn- og menntaskóla, og þeir kenndu málið vel og af áhuga. Í þessum pistli bendi ég á það sem betur mætti fara að mínu mati, og því hljóma ég óhjákvæmilega neikvæður, en það má ekki gleymast að ástríða mín fyrir þessu viðfangsefni kemur frá gömlum kennurum mínum. Höfundur er laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Mér finnst íslenska leiðinleg. Þetta er fullyrðing sem kom ansi oft upp í huga minn þegar ég sat íslenskutíma í menntaskóla. Hún hefur hins vegar ekkert með tungumálið sjálft að gera. Mér þykir ofboðslega vænt um tungumálið og skemmtilegt að tala það. Við erum lánsöm hvað nýyrðasmíð hefur gengið vel þrátt fyrir miklar breytingar á samfélagsskipan og fjöldan allan af hugtökum, hugsunum og fyrirbærum sem hefur í fljótu bragði þurft að finna orð fyrir. Íslenskan mótar menninguna og fólkið sem býr á eyjunni okkar og hún er hluti af þeim kjarna sem myndar mig sem einstakling. Nei, vandamálið hefur ekkert með íslenskuna sjálfa að gera. Mér leiddist íslenskutímarnir af allt annarri ástæðu. Til að gera grein fyrir vandamálinu vil ég byrja á að fara yfir íslenskunámið mitt í Verzlunarskóla Íslands og helstu áhersluatriði þess. Lærði ég eitthvað af viti í íslensku? Í fyrsta áfanganum var meðal annars lögð áhersla á málsögu og setningafræði. Ég nefni setningafræðina sérstaklega vegna þess að ég hafði líka lært hana í grunnskóla, ólíkt flestum bekkjarsystkinum mínum. Í grunnskólanum man ég eftir að einum félaga mínum þótti hún tilgangslaus og spurði kennarann til hvers við værum að læra þetta. Svar kennarans var eitthvað á þá leið að henni þætti setningafræðin ekki besta nýtingin á tíma okkar en vegna þess að hún væri kennd í flestum menntaskólum væri ætlunin að við hefðum grunn í henni þegar þar að kæmi. Þegar ég hafði síðan setið nokkra tíma í setningafræði í menntaskóla spurði skólasystir mín svipaðrar spurningar, og fékk það svar að kennaranum þætti þetta reyndar frekar tilgangslítið! Í næstu tveimur áföngum var áherslan á Snorra-Eddu og Egils sögu. Þeim áföngum hafði ég mest gaman af og er sammála mikilvægi þess að lesa bókmenntir frá blómaskeiði íslenskrar ritmenningar á 13. öld. Að vísu var útgáfan af Eglu sem við lásum bæði stytt og einfölduð, sem margir munu eflaust hrista hausinn yfir. Síðasti áfanginn og sannarlega sá sísti hét Íslenska – nútímabókmenntir. Það er alveg afskaplega kaldhæðnislegur titill fyrir þann áfanga enda voru lesnar nákvæmlega 0 íslenskar nútímabókmenntir í fullri lengd. Helsta lesefnið fjallaði um mismunandi tímabil í nútímabókmenntasögu, frá upplýsingunni að póstmódernisma, og einkenni þeirra. Ég gat hreinlega ekki séð tilganginn í þessu, og það var sérstaklega erfitt þegar maður hafði varla komist í kynni við list sem fellur undir þessar stefnur. Af hverju er íslenska leiðinleg? Ég hef eytt miklum tíma í að velta þessu fyrir mér. Kenningin mín er sú að vandinn liggi í því að íslenska er kennd sem fræðigrein, en ekki sem tungumál. Rauði þráðurinn í öllu því sem ég nefndi að ofan er að nemendur horfðu á íslenskuna frá sögulegu sjónarhorni, eða þá málvísindalegu. Það er mikilvægt að skoða tungumál með slíkum aðferðum, en þegar tíminn til að veita formlega menntun um málið er svona naumur getur það bara ekki verið aðalatriðið. Meðalstúdentinn mun ekki ná að kafa nógu djúpt í þessi viðfangsefni til þess að þau nýtist honum. Í staðinn tel ég að leggja ætti meiri áherslu á skrif, í formi ritgerða en jafnmikilvæg eru skapandi skrif. Látum nemendur spreyta sig meira á að skapa sín eigin ljóð og sögur, þjálfum þá í nýyrðasmíð og fáum þá til að átta sig á því að tungumálið er ekki bara Snorra Sturlusonar og Jónasar Hallgrímssonar, það er líka okkar. Þar að auki tel ég að leggja þurfi meiri áherslu á lesskilning og orðaforða. Lesskilningur er lykillinn að því að skilja heiminn í kringum okkur, kvikmyndir, fréttir, stjórnmál, annað fólk. Það vita líka allir sem hafa talað við manneskju með ríkan orðaforða að samtöl við hana eru skemmtilegri og áhugaverðari! Það skrýtnasta við þetta allt saman er að annað mál sem framhaldsskólanemar leggja stund á, enska, er ekki kennd á þennan hátt. Þar er einmitt lögð áhersla á lesskilning og orðaforða, að nemendur geti gert grein fyrir og túlkað það sem þeir lesa og heyra og komið hugmyndum sínum á framfæri. Þar er ætlast til að nemandi sé undirbúinn undir notkun enskunnar á sviði akademíu og viðskipta, þannig sem hún mun nýtast honum í samskiptum, framhaldsnámi og atvinnu. Hvers vegna í ósköpunum á hið sama ekki við um okkar eigið mál? Við megum ekki hátta íslenskukennslu líkt og verið sé að fjalla um liðna tíð. Íslenskan er lifandi. Þeir sem tala hana þurfa ekki að vitna í heimildir, þeir byggja á sínum sopa af skáldamiðinum (sko, eitthvað lærði ég!). Ef íslenskukennsla er ekkert annað en sagnfræði myndast sjálfkrafa þau hugrenningartengsl að hún sé þegar dauð, og það er fyrst þá sem hún tekur að deyja. Að þessu sögðu tel ég mikilvægt að taka fram að ég var með marga frábæra íslenskukennara í grunn- og menntaskóla, og þeir kenndu málið vel og af áhuga. Í þessum pistli bendi ég á það sem betur mætti fara að mínu mati, og því hljóma ég óhjákvæmilega neikvæður, en það má ekki gleymast að ástríða mín fyrir þessu viðfangsefni kemur frá gömlum kennurum mínum. Höfundur er laganemi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun