Sílebúar tóku Kast Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2025 09:21 José Antonio Kast, verðandi forseti Síle, sigurreifur með eiginkonu sinni Maríu Píu Adriasola. AP/Matias Delacroix Róttækur hægrimaður stjórnar Síle í fyrsta skipti frá því að einræðisherrann Augusto Pinochet lét af völdum fyrir 35 árum eftir sigur José Antonio Kast í forsetakosningum þar í gær. Kast hét því meðal annars í kosningabaráttunni að vísa hundruðum þúsunda innflytjenda úr landi. Fyrrverandi þingmaðurinn hlaut 58,2 prósent atkvæða gegn 41,8 prósentum Jeannette Jara, frambjóðanda Kommúnistaflokksins og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Gabriels Boric, fráfarandi forseta. Munurinn á frambjóðendunum hefði vart getað verið meiri. Jara kemur úr fjölskyldu úr verkamannastétt sem barðist gegn herforingjastjórninni sem Pinochet leiddi. Kast er aftur á móti trúrækinn kaþólikki en þýskur faðir hans var félagi í Nasistaflokknum í heimalandi sínu. Bróðir Kast var ráðherra í herforingjastjórninni. Verðandi forsetinn er alfarið á móti hjónaböndum samkynhneigðra og vill banna þungunarrof með öllu. Hann lagði áherslu á aðgerðir til að draga úr glæpum og að skera upp herör gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í landinu. „Síle þarfnast reglu. Reglu á götunum, í ríkinu, í þeim forgangsatriðum sem hafa glatast,“ sagði Kast í sigurræðu sinni sem AP-fréttastofan hafi verið hófstilltari en orðræða frambjóðandans í kosningabaráttunni. Í stuðningsmannahópi Kast sem hlýddi á sigurræðuna mátti sjá ungt fólk sem hélt á myndum af harðstjórranum Pinochet. Vinstrið á undanhaldi Hægri sveifla á sér nú stað í Suður-Ameríku. Kjör Kast í Síle fylgir fast á hæla stjórnarskipta í Bólivíu þar sem hægri maður tók við völdum eftir langa valdatíð vinstri manna. Jeannette Jara veifar til stuðningsmanna sinna eftir tapið í forsetakosningunum um helgina.AP/Natacha Pisarenko Javier Milei, harður frjálshyggjumaður sem var kjörinn forseti Argentínu fyrir tveimur árum, var fyrstur til að óska Kast til hamingju með sigurinn. „Vinstrið er á undanhaldi,“ skrifaði Milei í samfélagsmiðlafærslu. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði einnig sigri Kast. Hann væri viss um að hann ætti eftir að reynast góður bandamaður í baráttu gegn ólöglegum fólksflutningum sem er Bandaríkjastjórn ofarlega í huga um þessar mundir. Síle Tengdar fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Fyrrverandi þingmaðurinn hlaut 58,2 prósent atkvæða gegn 41,8 prósentum Jeannette Jara, frambjóðanda Kommúnistaflokksins og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Gabriels Boric, fráfarandi forseta. Munurinn á frambjóðendunum hefði vart getað verið meiri. Jara kemur úr fjölskyldu úr verkamannastétt sem barðist gegn herforingjastjórninni sem Pinochet leiddi. Kast er aftur á móti trúrækinn kaþólikki en þýskur faðir hans var félagi í Nasistaflokknum í heimalandi sínu. Bróðir Kast var ráðherra í herforingjastjórninni. Verðandi forsetinn er alfarið á móti hjónaböndum samkynhneigðra og vill banna þungunarrof með öllu. Hann lagði áherslu á aðgerðir til að draga úr glæpum og að skera upp herör gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í landinu. „Síle þarfnast reglu. Reglu á götunum, í ríkinu, í þeim forgangsatriðum sem hafa glatast,“ sagði Kast í sigurræðu sinni sem AP-fréttastofan hafi verið hófstilltari en orðræða frambjóðandans í kosningabaráttunni. Í stuðningsmannahópi Kast sem hlýddi á sigurræðuna mátti sjá ungt fólk sem hélt á myndum af harðstjórranum Pinochet. Vinstrið á undanhaldi Hægri sveifla á sér nú stað í Suður-Ameríku. Kjör Kast í Síle fylgir fast á hæla stjórnarskipta í Bólivíu þar sem hægri maður tók við völdum eftir langa valdatíð vinstri manna. Jeannette Jara veifar til stuðningsmanna sinna eftir tapið í forsetakosningunum um helgina.AP/Natacha Pisarenko Javier Milei, harður frjálshyggjumaður sem var kjörinn forseti Argentínu fyrir tveimur árum, var fyrstur til að óska Kast til hamingju með sigurinn. „Vinstrið er á undanhaldi,“ skrifaði Milei í samfélagsmiðlafærslu. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði einnig sigri Kast. Hann væri viss um að hann ætti eftir að reynast góður bandamaður í baráttu gegn ólöglegum fólksflutningum sem er Bandaríkjastjórn ofarlega í huga um þessar mundir.
Síle Tengdar fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36