Sílebúar tóku Kast Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2025 09:21 José Antonio Kast, verðandi forseti Síle, sigurreifur með eiginkonu sinni Maríu Píu Adriasola. AP/Matias Delacroix Róttækur hægrimaður stjórnar Síle í fyrsta skipti frá því að einræðisherrann Augusto Pinochet lét af völdum fyrir 35 árum eftir sigur José Antonio Kast í forsetakosningum þar í gær. Kast hét því meðal annars í kosningabaráttunni að vísa hundruðum þúsunda innflytjenda úr landi. Fyrrverandi þingmaðurinn hlaut 58,2 prósent atkvæða gegn 41,8 prósentum Jeannette Jara, frambjóðanda Kommúnistaflokksins og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Gabriels Boric, fráfarandi forseta. Munurinn á frambjóðendunum hefði vart getað verið meiri. Jara kemur úr fjölskyldu úr verkamannastétt sem barðist gegn herforingjastjórninni sem Pinochet leiddi. Kast er aftur á móti trúrækinn kaþólikki en þýskur faðir hans var félagi í Nasistaflokknum í heimalandi sínu. Bróðir Kast var ráðherra í herforingjastjórninni. Verðandi forsetinn er alfarið á móti hjónaböndum samkynhneigðra og vill banna þungunarrof með öllu. Hann lagði áherslu á aðgerðir til að draga úr glæpum og að skera upp herör gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í landinu. „Síle þarfnast reglu. Reglu á götunum, í ríkinu, í þeim forgangsatriðum sem hafa glatast,“ sagði Kast í sigurræðu sinni sem AP-fréttastofan hafi verið hófstilltari en orðræða frambjóðandans í kosningabaráttunni. Í stuðningsmannahópi Kast sem hlýddi á sigurræðuna mátti sjá ungt fólk sem hélt á myndum af harðstjórranum Pinochet. Vinstrið á undanhaldi Hægri sveifla á sér nú stað í Suður-Ameríku. Kjör Kast í Síle fylgir fast á hæla stjórnarskipta í Bólivíu þar sem hægri maður tók við völdum eftir langa valdatíð vinstri manna. Jeannette Jara veifar til stuðningsmanna sinna eftir tapið í forsetakosningunum um helgina.AP/Natacha Pisarenko Javier Milei, harður frjálshyggjumaður sem var kjörinn forseti Argentínu fyrir tveimur árum, var fyrstur til að óska Kast til hamingju með sigurinn. „Vinstrið er á undanhaldi,“ skrifaði Milei í samfélagsmiðlafærslu. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði einnig sigri Kast. Hann væri viss um að hann ætti eftir að reynast góður bandamaður í baráttu gegn ólöglegum fólksflutningum sem er Bandaríkjastjórn ofarlega í huga um þessar mundir. Síle Tengdar fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Fyrrverandi þingmaðurinn hlaut 58,2 prósent atkvæða gegn 41,8 prósentum Jeannette Jara, frambjóðanda Kommúnistaflokksins og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Gabriels Boric, fráfarandi forseta. Munurinn á frambjóðendunum hefði vart getað verið meiri. Jara kemur úr fjölskyldu úr verkamannastétt sem barðist gegn herforingjastjórninni sem Pinochet leiddi. Kast er aftur á móti trúrækinn kaþólikki en þýskur faðir hans var félagi í Nasistaflokknum í heimalandi sínu. Bróðir Kast var ráðherra í herforingjastjórninni. Verðandi forsetinn er alfarið á móti hjónaböndum samkynhneigðra og vill banna þungunarrof með öllu. Hann lagði áherslu á aðgerðir til að draga úr glæpum og að skera upp herör gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í landinu. „Síle þarfnast reglu. Reglu á götunum, í ríkinu, í þeim forgangsatriðum sem hafa glatast,“ sagði Kast í sigurræðu sinni sem AP-fréttastofan hafi verið hófstilltari en orðræða frambjóðandans í kosningabaráttunni. Í stuðningsmannahópi Kast sem hlýddi á sigurræðuna mátti sjá ungt fólk sem hélt á myndum af harðstjórranum Pinochet. Vinstrið á undanhaldi Hægri sveifla á sér nú stað í Suður-Ameríku. Kjör Kast í Síle fylgir fast á hæla stjórnarskipta í Bólivíu þar sem hægri maður tók við völdum eftir langa valdatíð vinstri manna. Jeannette Jara veifar til stuðningsmanna sinna eftir tapið í forsetakosningunum um helgina.AP/Natacha Pisarenko Javier Milei, harður frjálshyggjumaður sem var kjörinn forseti Argentínu fyrir tveimur árum, var fyrstur til að óska Kast til hamingju með sigurinn. „Vinstrið er á undanhaldi,“ skrifaði Milei í samfélagsmiðlafærslu. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði einnig sigri Kast. Hann væri viss um að hann ætti eftir að reynast góður bandamaður í baráttu gegn ólöglegum fólksflutningum sem er Bandaríkjastjórn ofarlega í huga um þessar mundir.
Síle Tengdar fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36