Innlent

Þau fái heiðurs­laun lista­manna

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Þórarinn Eldjárn, Ragnheiður Jónsdóttir og Ágúst Guðmundsson.
Þórarinn Eldjárn, Ragnheiður Jónsdóttir og Ágúst Guðmundsson. Vísir

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður, og Þórarinn Eldjárn rithöfundur fái heiðurslaun listamanna.

Auglýst var eftir tilnefningum frá almenningi og hlaut 81 listamaður tilnefningu.

Að jafnaði hafa 25 listamenn fengið heiðurslaun ár hvert, en í ár voru þeir 22. Á árinu létust heiðurslaunþegarnir Jón Nordal, Jónas Ingimundarsson, og Jón Ásgeirsson.

Í lögum um heiðurslaun listamanna segir að þeir einir geti notið heiðurslauna sem hafa varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa, eða skarað fram úr við listsköpun sína eða ef störf þeirra að listum hafi skilað miklum árangri á Íslandi eða alþjóðavettvangi.

„Heiðurslaun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu vera þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt verði þau 80% af starfslaunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×