Þau eru tilnefnd sem maður ársins Boði Logason skrifar 15. desember 2025 16:00 Hægt er að greiða atkvæði í kosningunni um mann ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis neðst í greininni. Úrslitin verða kunngjörð í Reykjavík árdegis á gamlársdag. Vísir/Grafík Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2025 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um tvö þúsund tilnefningar bárust Vísi fyrr í mánuðinum og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfæra þær og ljóst hvaða tíu berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru, í stafrófsröð. Neðst má svo greiða atkvæði og stendur kosningin til hádegis þann 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu. Hægt er að greiða atkvæði neðst í greininni. Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.Vísir/Bylgjan Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, gekk þvert yfir landið frá Goðafossi að Gróttuvita á Seltjarnarnesi með hundrað kílóa kerru í eftirdragi til að vekja athygli á Píeta-samtökunum. Sjónvarpsfrétt úr Kvöldfréttum Sýnar: Tólf daga göngu yfir hálendið lokið Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona.Vísir/Bjarni Eygló Fanndal Sturludóttir lyftingakona varð í ár fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna. Sjá frétt á Vísi: Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður.Vísir/Sigurjón Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur leitað að týndum börnum síðustu ellefu ár. Í ár steig hann fram í viðtali á Sýn og sagði aldrei hafi verið meira að gera í málaflokknum. Sjá frétt á Vísi: Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Hafþór Freyr Jóhannsson, Austfirðingur.Úr einkasafni Hafþór Freyr Jóhannsson, ellefu ára drengur frá Nesskaupsstað, bjargaði tveggja ára systur sinni frá drukknun þegar hún féll í sjóinn við bryggjuna í bænum. Hann kastaði sér á eftir henni og synti með hana upp að stiganum á bryggjunni. Hann hafði nokkrum mánuðum áður farið á skyndihjálparnámskeið. Sjá frétt á Vísi: Ellefu ára bjargaði systur sinni frá drukknun Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir er að ljúka sínu fyrsta heila ári sem forsætisráðherra. Kannanir hafa sýnt að hún sé sá ráðherra í ríkisstjórn sem nýtur mests trausts hjá almenningi. Sjá frétt Vísis: Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Laufey Lín, tónlistarkona.Getty Laufey Lín tónlistarkona hélt áfram að sigra heiminn og var meðal annars tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir nýjustu breiðskífu sína. Þá seldi hún upp á tónleika í Kórnum sem haldnir verða á næsta ári. Sjá frétt á Vísi: Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona.Vísir/Arnar Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, vakti athygli fyrir þátttöku sína í Frelsisflotanum, alþjóðlegum skipaflota sem sigldi með hjálpargögn sem ætluð voru íbúum á Gaza-svæðinu. Sjá frétt á Vísi: Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum María Eiríksdóttir, Jóhanna Eivinsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir.Vísir/Margrét Helga Mæðurnar þrjár, þær María Eiríksdóttir, Jóhanna Eivinsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir, brugðu á það ráð að senda syni sína til Suður-Afríku í meðferð. Meðferðarúrræðin á Íslandi hafi ekki virkað fyrir þá. Sjá frétt á Vísi: Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Snorri Másson, þingmaður.Vísir/Vilhelm Snorri Másson þingmaður kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík á árinu og var meðal annars kjörinn varaformaður Miðflokksins í haust. Snorri hefur vakið athygli fyrir skoðanir sínar. Sjá frétt Vísis: Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Steinar Guðmundsson, hjartalæknir.Vísir/Bjarni Steinar Guðmundsson hjartalæknir hefur vakið athygli fyrir að bjóða upp á vökvagjöf sem svar við POTS-sjúkdómnum. Sjá frétt Vísis: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Fréttir ársins 2025 Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Um tvö þúsund tilnefningar bárust Vísi fyrr í mánuðinum og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfæra þær og ljóst hvaða tíu berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru, í stafrófsröð. Neðst má svo greiða atkvæði og stendur kosningin til hádegis þann 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu. Hægt er að greiða atkvæði neðst í greininni. Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.Vísir/Bylgjan Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, gekk þvert yfir landið frá Goðafossi að Gróttuvita á Seltjarnarnesi með hundrað kílóa kerru í eftirdragi til að vekja athygli á Píeta-samtökunum. Sjónvarpsfrétt úr Kvöldfréttum Sýnar: Tólf daga göngu yfir hálendið lokið Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona.Vísir/Bjarni Eygló Fanndal Sturludóttir lyftingakona varð í ár fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna. Sjá frétt á Vísi: Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður.Vísir/Sigurjón Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur leitað að týndum börnum síðustu ellefu ár. Í ár steig hann fram í viðtali á Sýn og sagði aldrei hafi verið meira að gera í málaflokknum. Sjá frétt á Vísi: Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Hafþór Freyr Jóhannsson, Austfirðingur.Úr einkasafni Hafþór Freyr Jóhannsson, ellefu ára drengur frá Nesskaupsstað, bjargaði tveggja ára systur sinni frá drukknun þegar hún féll í sjóinn við bryggjuna í bænum. Hann kastaði sér á eftir henni og synti með hana upp að stiganum á bryggjunni. Hann hafði nokkrum mánuðum áður farið á skyndihjálparnámskeið. Sjá frétt á Vísi: Ellefu ára bjargaði systur sinni frá drukknun Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir er að ljúka sínu fyrsta heila ári sem forsætisráðherra. Kannanir hafa sýnt að hún sé sá ráðherra í ríkisstjórn sem nýtur mests trausts hjá almenningi. Sjá frétt Vísis: Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Laufey Lín, tónlistarkona.Getty Laufey Lín tónlistarkona hélt áfram að sigra heiminn og var meðal annars tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir nýjustu breiðskífu sína. Þá seldi hún upp á tónleika í Kórnum sem haldnir verða á næsta ári. Sjá frétt á Vísi: Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona.Vísir/Arnar Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, vakti athygli fyrir þátttöku sína í Frelsisflotanum, alþjóðlegum skipaflota sem sigldi með hjálpargögn sem ætluð voru íbúum á Gaza-svæðinu. Sjá frétt á Vísi: Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum María Eiríksdóttir, Jóhanna Eivinsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir.Vísir/Margrét Helga Mæðurnar þrjár, þær María Eiríksdóttir, Jóhanna Eivinsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir, brugðu á það ráð að senda syni sína til Suður-Afríku í meðferð. Meðferðarúrræðin á Íslandi hafi ekki virkað fyrir þá. Sjá frétt á Vísi: Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Snorri Másson, þingmaður.Vísir/Vilhelm Snorri Másson þingmaður kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík á árinu og var meðal annars kjörinn varaformaður Miðflokksins í haust. Snorri hefur vakið athygli fyrir skoðanir sínar. Sjá frétt Vísis: Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Steinar Guðmundsson, hjartalæknir.Vísir/Bjarni Steinar Guðmundsson hjartalæknir hefur vakið athygli fyrir að bjóða upp á vökvagjöf sem svar við POTS-sjúkdómnum. Sjá frétt Vísis: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“
Fréttir ársins 2025 Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira