Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar 12. desember 2025 11:03 Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 hefur verið kynnt, en eins og oft áður einkennist hún frekar af jákvæðum frösum en raunverulegum efnisatriðum. Samkvæmt greinargerð með áætluninni er bærinn í blóma og ábyrgar ákvarðanir sagðar hafa verið teknar í hvívetna. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar, stenst þessi mynd þó enga skoðun. Það er staðreynd að Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin og er kostnaður sveitarfélagsins vegna málaflokksins orðinn verulegur. Samkvæmt upplýsingum sem Miðflokkurinn hefur fengið frá sveitarfélaginu nemur beinn kostnaður Hafnarfjarðarbæjar vegna málaflokksins tæplega fimm milljörðum króna á síðustu fimm árum. Til samanburðar hefur beinn kostnaður Garðabæjar vegna sama málaflokks á sama tímabili verið innan við 500 milljónir króna. Þá er launakostnaður Hafnarfjarðarbæjar á síðustu tveimur árum, vegna starfsfólks sem sinnir málaflokknum, hærri en allur samanlagður heildarkostnaður Garðabæjar vegna málaflokksins frá árinu 2019. Til að setja þessar tölur í samhengi má nefna að áætlaður kostnaður við frístundastyrki allra barna í Hafnarfirði árið 2026 er um 260 milljónir króna. Þessi þróun hefur, eðli málsins samkvæmt, skapað mikinn þrýsting á innviði sveitarfélagsins. Á síðustu fimm árum hafa um tvö þúsund einstaklingar með ríkisfang utan EES-svæðisins fengið fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði. Árið 2024 fór um 70% allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins til erlendra ríkisborgara. Þá hafa 177 einstaklingar fengið lán vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu á sama tímabili, en aðeins þrír þeirra voru með íslenskt ríkisfang. Þetta eru staðreyndir sem eðlilegt hefði verið að væru meðal helstu álitamála á bæjarstjórnarfundum Hafnarfjarðarbæjar. Því er nær ótrúlegt að málið hafi varla verið tekið til umræðu og að það hafi í reynd þurft frumkvæði Miðflokksins í Hafnarfirði til að vekja athygli á stöðunni. Bæði meiri- og minnihluti hefðu átt að láta sig þessa þróun varða og gera að forgangsmáli. Í stað þess hefur bæjarstjórnin látið hjá líða að bregðast við og leyft þróuninni að halda áfram óátalinni. Það er ekkert náttúrulögmál að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við þessa stöðu. Enn er hægt að snúa þessari þróun við, og þar kæmi Miðflokkurinn sterkur inn. Það myndi muna verulega um Miðflokkinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 hefur verið kynnt, en eins og oft áður einkennist hún frekar af jákvæðum frösum en raunverulegum efnisatriðum. Samkvæmt greinargerð með áætluninni er bærinn í blóma og ábyrgar ákvarðanir sagðar hafa verið teknar í hvívetna. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar, stenst þessi mynd þó enga skoðun. Það er staðreynd að Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin og er kostnaður sveitarfélagsins vegna málaflokksins orðinn verulegur. Samkvæmt upplýsingum sem Miðflokkurinn hefur fengið frá sveitarfélaginu nemur beinn kostnaður Hafnarfjarðarbæjar vegna málaflokksins tæplega fimm milljörðum króna á síðustu fimm árum. Til samanburðar hefur beinn kostnaður Garðabæjar vegna sama málaflokks á sama tímabili verið innan við 500 milljónir króna. Þá er launakostnaður Hafnarfjarðarbæjar á síðustu tveimur árum, vegna starfsfólks sem sinnir málaflokknum, hærri en allur samanlagður heildarkostnaður Garðabæjar vegna málaflokksins frá árinu 2019. Til að setja þessar tölur í samhengi má nefna að áætlaður kostnaður við frístundastyrki allra barna í Hafnarfirði árið 2026 er um 260 milljónir króna. Þessi þróun hefur, eðli málsins samkvæmt, skapað mikinn þrýsting á innviði sveitarfélagsins. Á síðustu fimm árum hafa um tvö þúsund einstaklingar með ríkisfang utan EES-svæðisins fengið fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði. Árið 2024 fór um 70% allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins til erlendra ríkisborgara. Þá hafa 177 einstaklingar fengið lán vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu á sama tímabili, en aðeins þrír þeirra voru með íslenskt ríkisfang. Þetta eru staðreyndir sem eðlilegt hefði verið að væru meðal helstu álitamála á bæjarstjórnarfundum Hafnarfjarðarbæjar. Því er nær ótrúlegt að málið hafi varla verið tekið til umræðu og að það hafi í reynd þurft frumkvæði Miðflokksins í Hafnarfirði til að vekja athygli á stöðunni. Bæði meiri- og minnihluti hefðu átt að láta sig þessa þróun varða og gera að forgangsmáli. Í stað þess hefur bæjarstjórnin látið hjá líða að bregðast við og leyft þróuninni að halda áfram óátalinni. Það er ekkert náttúrulögmál að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við þessa stöðu. Enn er hægt að snúa þessari þróun við, og þar kæmi Miðflokkurinn sterkur inn. Það myndi muna verulega um Miðflokkinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar