Innlent

Þjófar sendir úr landi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. vísir/Vilhelm

Tveimur erlendum ríkisborgurum, karli og konu á þrítugsaldri, hefur verið vísað úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að fólkið hafi verið handtekið 19. nóvember vegna þjófnaðarmála á höfuðborgarsvæðinu og hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 20. nóvember uns það var sent úr landi fyrr í vikunni.

Fólkinu hafi jafnframt verið bannað að koma aftur til Íslands næstu fimm árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×