Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson, Lars Barfoed, Maiken Poulsen Englund, Pyry Niemi og Torbjörn Nyström skrifa 11. desember 2025 09:03 Grímulaust vald hinna sterku grefur nú undan alþjóðareglum og siðuðum samskiptum þjóða. Meðal annars þess vegna verða Norðurlöndin í mun ríkari mæli að koma fram sameiginlega á alþjóðavettvangi í stað þess að birtast sem átta smáríki. Þannig skrifa Hrannar Arnasson, Lars Barfoed, Maiken Poulsen Englund, Pyry Niemi og Torbjörn Nyström, formenn Norrænu félaganna á Íslandi, Danmörku, Álandseyjum, Svíþjóð og Færeyjum. Síðustu 100 árin hafa sýnt að þegar veröldin verður ótryggari fær hugsjónin um norrænt samstarf aukin hljómgrunn og mikilvægi samstarfsins eykst. En sannleikurinn er líka sá að norrænu samstarfi hefur um all langt skeið verið ýtt til hliðar af stjórnvöldum og það meðhöndlað sem annars flokks. Óvissan í heiminum hefur nú sett norrænt samstarf á dagskrá. Þær aðstæður verðum við að taka alvarlega og tryggja að fyrri tíma glötuð tækifæri til skuldbindandi norræns samstarfs endurtaki sig ekki. Ástæðan er einföld: Framtíðaráskoranir á okkar svæði – utanríkismál, öryggis- og varnarmál, loftslag, orka, samgöngur og þróunin á Norðurslóðum – geta engin landanna leyst ein síns liðs. Þess vegna verðum við í mun ríkari mæli að starfa sem norræn sambandsríki. Frá aldalöngum fjandskap til sameiginlegra gilda Norrænu félögin voru flest stofnuð fljótlega eftir fyrri heimsstyrjöldina, til að efla frið og samstöðu Norðurlandanna. Fyrir 100 árum var langt frá því tryggt að norrænt samstarf myndi festa rætur. Löndin höfðu ítrekað háð stríð og lagt undir sig hvert annað; sum voru ný sjálfstæð, önnur börðust fyrir sjálfstæði. Samt óx hugmyndinni fiskur um hrygg. Árangurinn í dag er öllum ljós; samfélag átta landa sem deila gildum og hafa skapað eitt stöðugasta, friðsælasta og mest velmegandi svæði sögunnar. Heimurinn í dag hefur sannarlega þörf fyrir samstíga Norðurlönd sem geta gengið á undan og verið fyrirmynd alþjóðlega á fjölmörgum sviðum. Þrátt fyrir að stjórnmálamenn tali oft hlýlega um mikilvægi norræns samstarfs hafa raunverulegar áherslur þeirra og aðgerðir síðustu ár verið aðrar. Undanfarna áratugi hefur samstarfið færst aftar í forgangsröðinni og veikst umtalsvert. Í dag vegur það mun minna en um síðustu aldamót, bæði fjárhagslega og pólitískt. Til dæmis starfa einungis um 120 manns fyrir sameiginlegar norrænar stofnanir, á meðan Evrópusambandið hefur 32.000 starfsmenn til stefnumótunar og framkvæmdar. Kórónuveirukreppan var skýrasta dæmið um afleiðingar margra ára vanrækslu, hún sýndi berlega að norrænt samstarf stóðst ekki prófið þegar á reyndi. Ónýtt tækifæri norræns samstarfs En þróuninni er hægt að snúa við. Líkt og fyrir 100 árum, þegar fjandskapur breyttist í samstöðu, getum við í dag skipað sameinuðum Norðurlöndum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Sameinuð eru Norðurlöndin eitt af tíu stærstu hagkerfum heims og löndin eru í forystu þegar kemur að loftslagsmálum, mannréttindum, velferð og innviðum. Möguleikarnir eru gríðarlegir – ef við þorum að nýta þá. Ný norræn stjórnarskrá! Þegar Norrænu félögin tala fyrir sterkara og meira skuldbindandi norrænu samstarfi snýst það um að laga samstarfið að þeirri veröld sem við lifum í nú þegar. Vilji Norðurlöndin takast á við heimsfaraldra, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti – og vera samkeppnishæf við Bandaríkin og Kína – þarf að endurskoða Helsingforssamninginn, „stjórnarskrá“ norræns samstarfs. Hann verður að aðlaga að nútímanum. Ný norræn stjórnarskrá á m.a. að tryggja að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái sjálfstæða stöðu í samstarfinu og að mikilvæg málefnasvið sem í dag eru utan norræns samstarfs verði hluti af því. Það þarf að efla norræna samkennd meðal almennra borgara. Sameiginlegt norrænt ríkisfang, sameiginlegt auðkenni og vegabréf myndu t.d. styrkja norræna sjálfsmynd okkar allra. Að auki ætti að koma á nýrri þingdeild innan Norðurlandaráðs sem kosið væri til í beinni kosningu á fjögurra ára fresti. Norrænt þing, kjörið með beinni kosningu myndi tengja Norðurlöndin þéttar saman og styrkja lýðræðislegan grundvöll samstarfsins til muna. Þá teljum við brýna þörf á að endurskoða samstöðuregluna sem allt starf Norræna ráðherraráðsins byggir á. Of lengi hefur ein ríkisstjórn getað stöðvað framfarir, sem í raun þýðir að sá sem vill minnst ræður mestu. Kannski ættu þau lönd sem vilja ganga hraðar fram að fá tækifæri til þess – án þess að hin geti stöðvað ferlið. Sameinuð Norðurlönd Norðurlöndin þurfa að geta tekist á við farsóttir, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti en hingað til. Sameinuð Norðurlönd eru ekki keppinautar Evrópusambandsins eða NATO, heldur aukin styrkur fyrir Evrópu í heild. Allt þetta leiðir að lykilspurningunni: Hvað viljum við með samstarf Norðurlanda?Heimurinn er í uppnámi. Núverandi heimsmynd og skipan alþjóðamála er ógnað og hættan er að vald hins sterka muni ráða för. Ef við viljum verja og styrkja þau gildi sem einkenna Norðurlöndin – lýðræði, jafnræði, traust og réttarríki – verðum við að standa miklu þéttar saman. Vilji Norðurlöndin að samstarf þeirra verði meira en huggulegur kaffiklúbbur kallar það á pólitískt þor, framtíðarsýn og uppgjör við þá smáríkjahugsun sem hér hefur ráðið för.Við verðum í mun ríkari mæli að skuldbinda okkur til að koma fram og beita okkur sem það stórveldi sem Norðurlöndin geta verið – sameinuð sem eitt. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á ÍslandiLars Barfoed, formaður Norræna félagsins í DanmörkuMaiken Poulsen Englund, formaður Norræna félagsins á ÁlandseyjumPyry Niemi, formaður Norræna félagsins í SvíþjóðTorbjörn Nyström, formaður Norræna félagsins í Færeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Norðurlandaráð Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Grímulaust vald hinna sterku grefur nú undan alþjóðareglum og siðuðum samskiptum þjóða. Meðal annars þess vegna verða Norðurlöndin í mun ríkari mæli að koma fram sameiginlega á alþjóðavettvangi í stað þess að birtast sem átta smáríki. Þannig skrifa Hrannar Arnasson, Lars Barfoed, Maiken Poulsen Englund, Pyry Niemi og Torbjörn Nyström, formenn Norrænu félaganna á Íslandi, Danmörku, Álandseyjum, Svíþjóð og Færeyjum. Síðustu 100 árin hafa sýnt að þegar veröldin verður ótryggari fær hugsjónin um norrænt samstarf aukin hljómgrunn og mikilvægi samstarfsins eykst. En sannleikurinn er líka sá að norrænu samstarfi hefur um all langt skeið verið ýtt til hliðar af stjórnvöldum og það meðhöndlað sem annars flokks. Óvissan í heiminum hefur nú sett norrænt samstarf á dagskrá. Þær aðstæður verðum við að taka alvarlega og tryggja að fyrri tíma glötuð tækifæri til skuldbindandi norræns samstarfs endurtaki sig ekki. Ástæðan er einföld: Framtíðaráskoranir á okkar svæði – utanríkismál, öryggis- og varnarmál, loftslag, orka, samgöngur og þróunin á Norðurslóðum – geta engin landanna leyst ein síns liðs. Þess vegna verðum við í mun ríkari mæli að starfa sem norræn sambandsríki. Frá aldalöngum fjandskap til sameiginlegra gilda Norrænu félögin voru flest stofnuð fljótlega eftir fyrri heimsstyrjöldina, til að efla frið og samstöðu Norðurlandanna. Fyrir 100 árum var langt frá því tryggt að norrænt samstarf myndi festa rætur. Löndin höfðu ítrekað háð stríð og lagt undir sig hvert annað; sum voru ný sjálfstæð, önnur börðust fyrir sjálfstæði. Samt óx hugmyndinni fiskur um hrygg. Árangurinn í dag er öllum ljós; samfélag átta landa sem deila gildum og hafa skapað eitt stöðugasta, friðsælasta og mest velmegandi svæði sögunnar. Heimurinn í dag hefur sannarlega þörf fyrir samstíga Norðurlönd sem geta gengið á undan og verið fyrirmynd alþjóðlega á fjölmörgum sviðum. Þrátt fyrir að stjórnmálamenn tali oft hlýlega um mikilvægi norræns samstarfs hafa raunverulegar áherslur þeirra og aðgerðir síðustu ár verið aðrar. Undanfarna áratugi hefur samstarfið færst aftar í forgangsröðinni og veikst umtalsvert. Í dag vegur það mun minna en um síðustu aldamót, bæði fjárhagslega og pólitískt. Til dæmis starfa einungis um 120 manns fyrir sameiginlegar norrænar stofnanir, á meðan Evrópusambandið hefur 32.000 starfsmenn til stefnumótunar og framkvæmdar. Kórónuveirukreppan var skýrasta dæmið um afleiðingar margra ára vanrækslu, hún sýndi berlega að norrænt samstarf stóðst ekki prófið þegar á reyndi. Ónýtt tækifæri norræns samstarfs En þróuninni er hægt að snúa við. Líkt og fyrir 100 árum, þegar fjandskapur breyttist í samstöðu, getum við í dag skipað sameinuðum Norðurlöndum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Sameinuð eru Norðurlöndin eitt af tíu stærstu hagkerfum heims og löndin eru í forystu þegar kemur að loftslagsmálum, mannréttindum, velferð og innviðum. Möguleikarnir eru gríðarlegir – ef við þorum að nýta þá. Ný norræn stjórnarskrá! Þegar Norrænu félögin tala fyrir sterkara og meira skuldbindandi norrænu samstarfi snýst það um að laga samstarfið að þeirri veröld sem við lifum í nú þegar. Vilji Norðurlöndin takast á við heimsfaraldra, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti – og vera samkeppnishæf við Bandaríkin og Kína – þarf að endurskoða Helsingforssamninginn, „stjórnarskrá“ norræns samstarfs. Hann verður að aðlaga að nútímanum. Ný norræn stjórnarskrá á m.a. að tryggja að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái sjálfstæða stöðu í samstarfinu og að mikilvæg málefnasvið sem í dag eru utan norræns samstarfs verði hluti af því. Það þarf að efla norræna samkennd meðal almennra borgara. Sameiginlegt norrænt ríkisfang, sameiginlegt auðkenni og vegabréf myndu t.d. styrkja norræna sjálfsmynd okkar allra. Að auki ætti að koma á nýrri þingdeild innan Norðurlandaráðs sem kosið væri til í beinni kosningu á fjögurra ára fresti. Norrænt þing, kjörið með beinni kosningu myndi tengja Norðurlöndin þéttar saman og styrkja lýðræðislegan grundvöll samstarfsins til muna. Þá teljum við brýna þörf á að endurskoða samstöðuregluna sem allt starf Norræna ráðherraráðsins byggir á. Of lengi hefur ein ríkisstjórn getað stöðvað framfarir, sem í raun þýðir að sá sem vill minnst ræður mestu. Kannski ættu þau lönd sem vilja ganga hraðar fram að fá tækifæri til þess – án þess að hin geti stöðvað ferlið. Sameinuð Norðurlönd Norðurlöndin þurfa að geta tekist á við farsóttir, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti en hingað til. Sameinuð Norðurlönd eru ekki keppinautar Evrópusambandsins eða NATO, heldur aukin styrkur fyrir Evrópu í heild. Allt þetta leiðir að lykilspurningunni: Hvað viljum við með samstarf Norðurlanda?Heimurinn er í uppnámi. Núverandi heimsmynd og skipan alþjóðamála er ógnað og hættan er að vald hins sterka muni ráða för. Ef við viljum verja og styrkja þau gildi sem einkenna Norðurlöndin – lýðræði, jafnræði, traust og réttarríki – verðum við að standa miklu þéttar saman. Vilji Norðurlöndin að samstarf þeirra verði meira en huggulegur kaffiklúbbur kallar það á pólitískt þor, framtíðarsýn og uppgjör við þá smáríkjahugsun sem hér hefur ráðið för.Við verðum í mun ríkari mæli að skuldbinda okkur til að koma fram og beita okkur sem það stórveldi sem Norðurlöndin geta verið – sameinuð sem eitt. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á ÍslandiLars Barfoed, formaður Norræna félagsins í DanmörkuMaiken Poulsen Englund, formaður Norræna félagsins á ÁlandseyjumPyry Niemi, formaður Norræna félagsins í SvíþjóðTorbjörn Nyström, formaður Norræna félagsins í Færeyjum
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun