Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 10. desember 2025 08:31 Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna sjúklinga með flókin og langvinn heilsufarsvandamál. Til að aðstoða fólk með slíkar áskoranir dugir ekki að meðhöndla aðeins einangraðan hluta líkamans: Reynsla okkar hjá Reykjalundi sýnir að farsælast er að beita þverfaglegri nálgun til að meðhöndla sjúklinga þar sem líkami, sál, lílfstíll og félagslegt umhverfi eru samofin. Þverfagleg teymi: Lykillinn að árangri Þverfagleg heilbrigðisþjónusta nýtir styrk og þekkingu fjölmargra fagaðila, allt frá læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum til iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og talmeinafræðinga, þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum til að styrkja heildarmyndina. Þegar sérfræðingar vinna saman verður meðferðin samræmd, markviss og stöðug og það dregur úr líkum á að sjúklingur lendi milli kerfa eða fái misvísandi skilaboð. Þegar fleiri sjónarhorn á heilsuvanda sjúklings eru samofin verður leiðin áfram skýrari og uppbyggilegri. Sjúklingur fær liðveislu og verkfæri til að treysta eigin heilsu og getu, byggt á eigin styrkleikum. Reynsla Reykjalundar sem fyrirmynd Reykjalundur hefur byggt upp veigamikla stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi með því að tileinka sér þessa nálgun og veita sjúklingum heildræna, þverfaglega endurhæfingu sem byggir á sterkum vísindalegum grunni og langri reynslu. Við bjóðum upp á sveigjanleg úrræði og einstaklingsmiðað mat sem gerir okkur kleift að móta meðferðarleiðir fyrir fjölbreyttan hóp sjúklinga, með öflugum, sérhæfðum teymum fyrir m.a. hjarta-, lungna- og taugasjúkdóma, stoðkerfi, geðheilsu, offitu og efnaskiptasjúkdóma auk legudeilda fyrir þá sem þurfa áframhaldandi hjúkrun og endurhæfingu eftir dvöl á sjúkrahúsi. Reykjalundur skipar mikilvægan og einstakan sess í heilbrigðiskerfinu. Við leggjum allt í sölurnar til að útskrifa fólkið okkar við sem besta heilsu og líðan til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Framtíðarsýn: Víðari notkun heildrænnar nálgunar Með því að viðhalda og styrkja sérstöðu Reykjalundar styðjum við einstaklinga til að snúa aftur til lífsins með sem bestu heilsu og sinnum um leið mikilvægu þekkingarhlutverki um heildræna meðferð sem nýtist öllu heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Reynslan úr endurhæfingarheiminum, þar sem þverfagleg nálgun hefur sannað gildi sitt, á fullt erindi inn á fleiri svið heilbrigðiskerfisins, og að mínu mati er brýnt að aðferðafræði þar sem fagaðilar vinna saman í kringum flókin heilsufarsvandamál sjúklingsins verði markvisst efld og innleidd víðar til að bæta árangur og skilvirkni. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna sjúklinga með flókin og langvinn heilsufarsvandamál. Til að aðstoða fólk með slíkar áskoranir dugir ekki að meðhöndla aðeins einangraðan hluta líkamans: Reynsla okkar hjá Reykjalundi sýnir að farsælast er að beita þverfaglegri nálgun til að meðhöndla sjúklinga þar sem líkami, sál, lílfstíll og félagslegt umhverfi eru samofin. Þverfagleg teymi: Lykillinn að árangri Þverfagleg heilbrigðisþjónusta nýtir styrk og þekkingu fjölmargra fagaðila, allt frá læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum til iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og talmeinafræðinga, þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum til að styrkja heildarmyndina. Þegar sérfræðingar vinna saman verður meðferðin samræmd, markviss og stöðug og það dregur úr líkum á að sjúklingur lendi milli kerfa eða fái misvísandi skilaboð. Þegar fleiri sjónarhorn á heilsuvanda sjúklings eru samofin verður leiðin áfram skýrari og uppbyggilegri. Sjúklingur fær liðveislu og verkfæri til að treysta eigin heilsu og getu, byggt á eigin styrkleikum. Reynsla Reykjalundar sem fyrirmynd Reykjalundur hefur byggt upp veigamikla stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi með því að tileinka sér þessa nálgun og veita sjúklingum heildræna, þverfaglega endurhæfingu sem byggir á sterkum vísindalegum grunni og langri reynslu. Við bjóðum upp á sveigjanleg úrræði og einstaklingsmiðað mat sem gerir okkur kleift að móta meðferðarleiðir fyrir fjölbreyttan hóp sjúklinga, með öflugum, sérhæfðum teymum fyrir m.a. hjarta-, lungna- og taugasjúkdóma, stoðkerfi, geðheilsu, offitu og efnaskiptasjúkdóma auk legudeilda fyrir þá sem þurfa áframhaldandi hjúkrun og endurhæfingu eftir dvöl á sjúkrahúsi. Reykjalundur skipar mikilvægan og einstakan sess í heilbrigðiskerfinu. Við leggjum allt í sölurnar til að útskrifa fólkið okkar við sem besta heilsu og líðan til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Framtíðarsýn: Víðari notkun heildrænnar nálgunar Með því að viðhalda og styrkja sérstöðu Reykjalundar styðjum við einstaklinga til að snúa aftur til lífsins með sem bestu heilsu og sinnum um leið mikilvægu þekkingarhlutverki um heildræna meðferð sem nýtist öllu heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Reynslan úr endurhæfingarheiminum, þar sem þverfagleg nálgun hefur sannað gildi sitt, á fullt erindi inn á fleiri svið heilbrigðiskerfisins, og að mínu mati er brýnt að aðferðafræði þar sem fagaðilar vinna saman í kringum flókin heilsufarsvandamál sjúklingsins verði markvisst efld og innleidd víðar til að bæta árangur og skilvirkni. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun