Handbolti

Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljós­myndarann niður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aleksandra Olek færir ljósmyndaranum treyju að gjöf.
Aleksandra Olek færir ljósmyndaranum treyju að gjöf. @handballpolska

Pólska handboltakonan Aleksandra Olek hitti ekki markið í leik Póllands og Argentínu í milliriðli HM í handbolta en það sem gerðist strax eftir það var óvenjulegt.

Ekki vildi betur til en að Olek hitti ekki aðeins ekki markið heldur skaut hún niður ljósmyndara sem var að mynda á bak við það.

Skot Olek hafnaði beint framan á linsu hans og myndavélin slóst í andlit hans. Hann fékk augljóslega mikið högg.

Hér fyrir neðan má sjá skotið.

Þetta var eina skot hennar í þessum leik sem pólska landsliðið vann 28-25.

Olek kom færandi hendi til ljósmyndarans daginn eftir og færði honum pólska landsliðstreyju að gjöf. Honum virtist sem betur fer ekki hafa orðið mikið meint af högginu og var sáttur að fá treyjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×