Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 17:31 Hildur Maja Guðmundsdóttir og Dagur Kári Ólafsson áttu bæði flott ár. fimleikasamband.is Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið fimleikafólk ársins 2025 og það eru þau Hildur Maja Guðmundsdóttir og Dagur Kári Ólafsson. Lið Stjörnunnar í hópfimleikum er fimleikalið ársins. Hildur Maja Guðmundsdóttir er ein fremsta fimleikakona landsins og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið lykilkona í A-landsliði Íslands síðastliðin ár. Hildur Maja náði bestum fjölþrautarárangri íslenskra kvenna á Evrópumótinu í Leipzig, sem og heimsmeistaramótinu í Jakarta. Toppaði hún sig svo á árinu þegar að hún varð fyrst Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, þegar hún hafnaði í öðru sæti á gólfi í Tashkent, Uzbekistan. Að auki keppti hún til úrslita á tvíslá og hafnaði í 8. sæti. Hildur Maja varð bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu, á árinu og varð hún í öðru sæti á slá á Íslandsmótinu. Dagur Kári Ólafsson er ungur og metnaðarfullur landsliðsmaður í áhaldafimleikum sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn fremsti fimleikamaður Íslands. Í ár náði Dagur Kári þeim sögulega árangri í Jakarta, Indónesíu þegar að hann varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til þess að keppa í fjölþrautarúrslitum á heimsmeistaramóti og braut þar með blað í íslenskri fimleikasögu. Dagur Kári var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu, þar má helst til telja heimsbikarmótin í Króatíu og Frakklandi, Evrópumótið í Þýskalandi og heimsmeistaramótið í Jakarta, Indónesíu. Dagur Kári varð bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu, sem og Íslandsmeistari á bogahesti og hafnaði hann í þriðja sæti í fjölþraut. Kvennalið Stjörnunnar átti einstakt ár og skilaði frábærum árangri. Liðið sigraði bæði bikar- og Íslandsmót með glæsibrag og sýndi samheldni, aga og óbilandi baráttu. Á Norðurlandamótinu bætti liðið svo við glæsilegan árangur og hafnaði í öðru sæti. Þar skein styrkur liðsins á gólfi, en liðið vann gólfæfingarnar og var stigahæst allra liða á mótinu á því áhaldi. Aðrar konur sem voru tilnefndar voru: Ásta Kristinsdóttir, Helena Clausen, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Tinna Sif Teitsdóttir. Aðrir karlar sem voru tilnefndir voru: Atli Snær Valgeirsson, Ásmundur Óskar Ásmundsson, Bjartur Blær Hjaltason, Kári Pálmason og Markús Pálsson. Fimleikar Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sjá meira
Hildur Maja Guðmundsdóttir er ein fremsta fimleikakona landsins og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið lykilkona í A-landsliði Íslands síðastliðin ár. Hildur Maja náði bestum fjölþrautarárangri íslenskra kvenna á Evrópumótinu í Leipzig, sem og heimsmeistaramótinu í Jakarta. Toppaði hún sig svo á árinu þegar að hún varð fyrst Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, þegar hún hafnaði í öðru sæti á gólfi í Tashkent, Uzbekistan. Að auki keppti hún til úrslita á tvíslá og hafnaði í 8. sæti. Hildur Maja varð bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu, á árinu og varð hún í öðru sæti á slá á Íslandsmótinu. Dagur Kári Ólafsson er ungur og metnaðarfullur landsliðsmaður í áhaldafimleikum sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn fremsti fimleikamaður Íslands. Í ár náði Dagur Kári þeim sögulega árangri í Jakarta, Indónesíu þegar að hann varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til þess að keppa í fjölþrautarúrslitum á heimsmeistaramóti og braut þar með blað í íslenskri fimleikasögu. Dagur Kári var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu, þar má helst til telja heimsbikarmótin í Króatíu og Frakklandi, Evrópumótið í Þýskalandi og heimsmeistaramótið í Jakarta, Indónesíu. Dagur Kári varð bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu, sem og Íslandsmeistari á bogahesti og hafnaði hann í þriðja sæti í fjölþraut. Kvennalið Stjörnunnar átti einstakt ár og skilaði frábærum árangri. Liðið sigraði bæði bikar- og Íslandsmót með glæsibrag og sýndi samheldni, aga og óbilandi baráttu. Á Norðurlandamótinu bætti liðið svo við glæsilegan árangur og hafnaði í öðru sæti. Þar skein styrkur liðsins á gólfi, en liðið vann gólfæfingarnar og var stigahæst allra liða á mótinu á því áhaldi. Aðrar konur sem voru tilnefndar voru: Ásta Kristinsdóttir, Helena Clausen, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Tinna Sif Teitsdóttir. Aðrir karlar sem voru tilnefndir voru: Atli Snær Valgeirsson, Ásmundur Óskar Ásmundsson, Bjartur Blær Hjaltason, Kári Pálmason og Markús Pálsson.
Fimleikar Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sjá meira