Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 3. desember 2025 11:01 Undanfarnar vikur hef ég lagt mig fram við að rækta þakklæti. Ekki þannig að ég krefji sjálfa mig um að finna eitthvað ákveðið á hverjum degi, heldur frekar að ég leyfi mér að staldra við þegar það kemur yfir mig. Það er góð tilfinning. Þakklæti minnir mig á að þrátt fyrir alls konar áskoranir sé lífið á svo margan hátt afskaplega gott. Í kjölfarið hef ég meðal annars fundið fyrir miklu þakklæti gagnvart starfsfólki skólanna sem börnin mín hafa gengið í. Hversu vel skólakerfið hefur haldið utanum þau. Hversu mikinn metnað starfsfólkið hefur sýnt, hversu vel það hefur fylgst með líðan barnanna og hversu vel það hefur verið tekið í það þegar þau leita sér aðstoðar. Þá rifjaðist upp fyrir mér mín eigin skólaganga, þar sem upplifun mín var hinsvegar sú að fáir virtust spá í líðan okkar og sumir jafnvel draga úr manni frekar en að hvetja og styrkja. Ég var ein af þeim sem fékk setninguna „talar of mikið“ á einkunnaspjaldið, og ég gleymi því seint þegar einn kennari sagði við mig: „Já, Berglind,bylur hæst í tómri tunnu.“ Illkvittin setning sem vakti hjá mér skömm í langan tíma á eftir. Eða þegar kennarinn minn skellihló yfir því að ég væri að gráta fyrir utan stofuna vegna þess að hamsturinn minn hafði dáið. „Ertu að gráta yfir dýri?“ spurði hann háðslega. Í menntaskóla, þegar ég loks safnaði kjarki til að leita aðstoðar námsráðgjafa, fékk ég það ráð að hætta námi sem fyrst, því ég myndi hvort eð er aldrei útskrifast. Sem betur fer höfðu þessi orð þveröfug áhrif á mig og ég kláraði námið. En ég velti oft fyrir mér hversu margir hafa látið svona orð brjóta sig niður. Auðvitað voru undantekningar. Englar sem birtust þegar allt var virtist ómögulegt. Eins og Sigrún stærðfræðikennari sem tók mig að sér og sýndi mér að ég gæti vel lært stærðfræði og jafnvel haft gaman af henni. Og Þórður íslenskukennari sem kveikti líf í Íslendingasögunum með ástríðu sinni. En mín upplifun var að þetta heyrði til undantekninga. Flestum virtist bara standa á sama. Þegar ég horfi til baka sé ég hversu margt hefur breyst til hins betra. Hversu mikið hefur áunnist. Hversu mörg börn eiga í dag skóla þar sem líðan þeirra skiptir máli. Hversu margir kennarar vinna störf sín af hjartans alúð og vilja gera vel. En þá vaknar spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér:Eiga þakklæti og pólitík samleið? Ég hef nefnilega stundum fengið þá tilfinningu, sem ég vona að sé röng, að þessi tvö fyrirbæri séu andstæður. Að í pólitík sé meira rými fyrir að benda á það sem er ábótavant en það sem vel hefur tekist. Og stundum finnst mér samfélagsumræðan endurspegla það. Auðvitað er margt sem þarf að bæta. Það er alltaf þannig í samfélagi sem vill vaxa og þroskast. En má ekki líka staldra við og þakka fyrir það sem vel er gert? Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég lagt mig fram við að rækta þakklæti. Ekki þannig að ég krefji sjálfa mig um að finna eitthvað ákveðið á hverjum degi, heldur frekar að ég leyfi mér að staldra við þegar það kemur yfir mig. Það er góð tilfinning. Þakklæti minnir mig á að þrátt fyrir alls konar áskoranir sé lífið á svo margan hátt afskaplega gott. Í kjölfarið hef ég meðal annars fundið fyrir miklu þakklæti gagnvart starfsfólki skólanna sem börnin mín hafa gengið í. Hversu vel skólakerfið hefur haldið utanum þau. Hversu mikinn metnað starfsfólkið hefur sýnt, hversu vel það hefur fylgst með líðan barnanna og hversu vel það hefur verið tekið í það þegar þau leita sér aðstoðar. Þá rifjaðist upp fyrir mér mín eigin skólaganga, þar sem upplifun mín var hinsvegar sú að fáir virtust spá í líðan okkar og sumir jafnvel draga úr manni frekar en að hvetja og styrkja. Ég var ein af þeim sem fékk setninguna „talar of mikið“ á einkunnaspjaldið, og ég gleymi því seint þegar einn kennari sagði við mig: „Já, Berglind,bylur hæst í tómri tunnu.“ Illkvittin setning sem vakti hjá mér skömm í langan tíma á eftir. Eða þegar kennarinn minn skellihló yfir því að ég væri að gráta fyrir utan stofuna vegna þess að hamsturinn minn hafði dáið. „Ertu að gráta yfir dýri?“ spurði hann háðslega. Í menntaskóla, þegar ég loks safnaði kjarki til að leita aðstoðar námsráðgjafa, fékk ég það ráð að hætta námi sem fyrst, því ég myndi hvort eð er aldrei útskrifast. Sem betur fer höfðu þessi orð þveröfug áhrif á mig og ég kláraði námið. En ég velti oft fyrir mér hversu margir hafa látið svona orð brjóta sig niður. Auðvitað voru undantekningar. Englar sem birtust þegar allt var virtist ómögulegt. Eins og Sigrún stærðfræðikennari sem tók mig að sér og sýndi mér að ég gæti vel lært stærðfræði og jafnvel haft gaman af henni. Og Þórður íslenskukennari sem kveikti líf í Íslendingasögunum með ástríðu sinni. En mín upplifun var að þetta heyrði til undantekninga. Flestum virtist bara standa á sama. Þegar ég horfi til baka sé ég hversu margt hefur breyst til hins betra. Hversu mikið hefur áunnist. Hversu mörg börn eiga í dag skóla þar sem líðan þeirra skiptir máli. Hversu margir kennarar vinna störf sín af hjartans alúð og vilja gera vel. En þá vaknar spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér:Eiga þakklæti og pólitík samleið? Ég hef nefnilega stundum fengið þá tilfinningu, sem ég vona að sé röng, að þessi tvö fyrirbæri séu andstæður. Að í pólitík sé meira rými fyrir að benda á það sem er ábótavant en það sem vel hefur tekist. Og stundum finnst mér samfélagsumræðan endurspegla það. Auðvitað er margt sem þarf að bæta. Það er alltaf þannig í samfélagi sem vill vaxa og þroskast. En má ekki líka staldra við og þakka fyrir það sem vel er gert? Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun