Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 3. desember 2025 07:31 Nú er eitt ár liðið frá því að íslensk þjóð kaus sér nýtt fólk til að stýra landinu. Niðurstaðan var hrein stjórnarskipti og við tóku flokkar sem lagt hafa áherslu á að ganga hreint til verka í samhentum takti. Gríðarlega margt hefur verið gert á því tæpa ári sem liðið er frá stjórnarskiptum. Við sögðumst til að mynda ætla að laga ríkisfjármálin. Við stóðum við það. Það er búið að auka tekjur með sanngjörnum aðgerðum sem leggjast fyrst og síðast á breiðustu bökin í samfélaginu. Þau sem geta sannarlega lagt meira til í samneysluna. Þar munar mestu um leiðréttingu veiðigjalda og lokun á skattaglufum sem nýttust aðallega fáum úr efstu hópum tekjustigans. Það hefur verið gripið til margháttaðra aðgerða til að tryggja að hagvöxtur framtíðar, sem verður undirstaða aukinnar velferðar, verði byggður á aukinni framleiðni og útflutningi. Þetta er meðal annars gert með mótun heildstæðrar atvinnustefnu til tíu ára. Sú stefna tekur við af stefnuleysi fyrri ríkisstjórna sem skilaði nær engum hagvexti á mann. Við komum hreyfingu á hluti Þetta var allt nauðsynlegt til að koma hreyfingu á hlutina. Laga vegi og byrja að bora göng. Vinna á mörg hundruð milljarða króna innviðaskuld. Fjölga lögreglumönnum, fjárfesta í auknum fíkniúrræðum og hefja undirbúning að nýrri öryggisvistun. Þetta var nauðsynlegt til að ríkið gæti tekið yfir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og ráðist í öfluga uppbyggingu hjúkrunarheimila sem sárlega hefur skort. Ríkisstjórnin hefur líka kynnt fyrsta húsnæðispakka sinn sem mun taka á mörgum þeirra vandamála sem einkenna þann markað og gera mörgum landsmönnum erfitt fyrir að koma þaki yfir höfuðið. Hann er víðtækur og mun hafa mikil áhrif. Næsti húsnæðispakki er samt sem áður á leiðinni. Hann verður kynntur í byrjun næsta árs. Hér er einungis stiklað á stóru. Við erum að taka til Ekki er nóg að afla nýrra tekna og ráðast í ný verkefni. Það þarf líka að taka til. Á okkur hvílir sú skylda að fara vel með opinbert fé, enda peningarnir ykkar sem við erum að ráðstafa. Tiltektin hefur meðal annars falið í sér að það á að hagræða um 100 milljarða króna á gildistíma fjármálaáætlunar. Það er búið að lækka skuldir ríkissjóðs verulega með sölu eigna og uppgjöri á ÍL-sjóði. Það er búið að forgangsraða, einfalda ferla, sameina stofnanir og taka til kerfum. Það hefur verið innleidd efnahagsleg ábyrgð eftir óstjórn síðustu kjörtímabila með stöðugleikareglu og því skýra markmiði að skila hallalausum fjárlögum árið 2027. Samt er áfallaþolið í ríkisrekstrinum mun meira en áður var sem gerir það að verkum að hægt er að takast á við ýmiss konar efnahagslegar áskoranir á borð við þær sem dunið hafa á íslensku samfélagi síðustu vikur og mánuði. Við erum með plan sem er að virka Því verður ekki leynt að þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt. Sumar ákvarðanir sem þurfti að taka mættu harðri mótstöðu sérhagsmunaafla. Aðrar hafa reynt á skilning þjóðarinnar. En almennt hefur fólk skilið að við séum að vinna fyrir það af einurð og alefli. Nú erum við byrjuð að uppskera. Verðbólga hefur ekki mælst minni í fimm ár. Stýrivextir hafa lækkað um 1,75 prósent frá því að boðað var til kosninga í fyrra sem skilar mörgum kjarabót upp á 60 þúsund krónur á mánuði fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán. Þessu má ekki taka sem sjálfsögðum hlut og það þarf áfram að vera með augun á boltanum, vera tilbúinn að gera meira ef með þarf, svo þetta jafnvægi haldist. Þetta vitum við sem myndum meirihlutann sem stendur að baki ríkisstjórninni. En við vitum líka að við vorum, og erum, með plan. Nú er planið að virka. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er eitt ár liðið frá því að íslensk þjóð kaus sér nýtt fólk til að stýra landinu. Niðurstaðan var hrein stjórnarskipti og við tóku flokkar sem lagt hafa áherslu á að ganga hreint til verka í samhentum takti. Gríðarlega margt hefur verið gert á því tæpa ári sem liðið er frá stjórnarskiptum. Við sögðumst til að mynda ætla að laga ríkisfjármálin. Við stóðum við það. Það er búið að auka tekjur með sanngjörnum aðgerðum sem leggjast fyrst og síðast á breiðustu bökin í samfélaginu. Þau sem geta sannarlega lagt meira til í samneysluna. Þar munar mestu um leiðréttingu veiðigjalda og lokun á skattaglufum sem nýttust aðallega fáum úr efstu hópum tekjustigans. Það hefur verið gripið til margháttaðra aðgerða til að tryggja að hagvöxtur framtíðar, sem verður undirstaða aukinnar velferðar, verði byggður á aukinni framleiðni og útflutningi. Þetta er meðal annars gert með mótun heildstæðrar atvinnustefnu til tíu ára. Sú stefna tekur við af stefnuleysi fyrri ríkisstjórna sem skilaði nær engum hagvexti á mann. Við komum hreyfingu á hluti Þetta var allt nauðsynlegt til að koma hreyfingu á hlutina. Laga vegi og byrja að bora göng. Vinna á mörg hundruð milljarða króna innviðaskuld. Fjölga lögreglumönnum, fjárfesta í auknum fíkniúrræðum og hefja undirbúning að nýrri öryggisvistun. Þetta var nauðsynlegt til að ríkið gæti tekið yfir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og ráðist í öfluga uppbyggingu hjúkrunarheimila sem sárlega hefur skort. Ríkisstjórnin hefur líka kynnt fyrsta húsnæðispakka sinn sem mun taka á mörgum þeirra vandamála sem einkenna þann markað og gera mörgum landsmönnum erfitt fyrir að koma þaki yfir höfuðið. Hann er víðtækur og mun hafa mikil áhrif. Næsti húsnæðispakki er samt sem áður á leiðinni. Hann verður kynntur í byrjun næsta árs. Hér er einungis stiklað á stóru. Við erum að taka til Ekki er nóg að afla nýrra tekna og ráðast í ný verkefni. Það þarf líka að taka til. Á okkur hvílir sú skylda að fara vel með opinbert fé, enda peningarnir ykkar sem við erum að ráðstafa. Tiltektin hefur meðal annars falið í sér að það á að hagræða um 100 milljarða króna á gildistíma fjármálaáætlunar. Það er búið að lækka skuldir ríkissjóðs verulega með sölu eigna og uppgjöri á ÍL-sjóði. Það er búið að forgangsraða, einfalda ferla, sameina stofnanir og taka til kerfum. Það hefur verið innleidd efnahagsleg ábyrgð eftir óstjórn síðustu kjörtímabila með stöðugleikareglu og því skýra markmiði að skila hallalausum fjárlögum árið 2027. Samt er áfallaþolið í ríkisrekstrinum mun meira en áður var sem gerir það að verkum að hægt er að takast á við ýmiss konar efnahagslegar áskoranir á borð við þær sem dunið hafa á íslensku samfélagi síðustu vikur og mánuði. Við erum með plan sem er að virka Því verður ekki leynt að þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt. Sumar ákvarðanir sem þurfti að taka mættu harðri mótstöðu sérhagsmunaafla. Aðrar hafa reynt á skilning þjóðarinnar. En almennt hefur fólk skilið að við séum að vinna fyrir það af einurð og alefli. Nú erum við byrjuð að uppskera. Verðbólga hefur ekki mælst minni í fimm ár. Stýrivextir hafa lækkað um 1,75 prósent frá því að boðað var til kosninga í fyrra sem skilar mörgum kjarabót upp á 60 þúsund krónur á mánuði fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán. Þessu má ekki taka sem sjálfsögðum hlut og það þarf áfram að vera með augun á boltanum, vera tilbúinn að gera meira ef með þarf, svo þetta jafnvægi haldist. Þetta vitum við sem myndum meirihlutann sem stendur að baki ríkisstjórninni. En við vitum líka að við vorum, og erum, með plan. Nú er planið að virka. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun