Innlent

Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um Orkuspá fyrir næstu 25 ár sem kynnt var í morgun. 

Við ræðum meðal annars við sérfræðing hjá Landsneti sem segir töluvert minni eftirspurn eftir raforku en búist hafði verið við auk þess sem orkuskiptin ganga mun hægar en vonir stóðu til.

Þá segjum við frá rannsókn lögreglu á mannsláti í Kópavogi í gær og dómi yfir manni sem var sakfelldur fyrir aðild að tveimur af stærstu ránum síðustu ára hér á landi. 

Einnig verður rætt við yfirlögfræðing Lögreglunnar á Suðurnesjum um boðaða brottfararstöð sem rísa á í þeirra umdæmi. 

Í íþróttapakkanum förum við yfir misjafnan árangur íslensku landsliðana sem kepptu í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×