Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar 27. nóvember 2025 09:02 Í ræðu sinni í Bandaríkjaþinginu árið 1965 fjallaði þáverandi Bandaríkjaforseti Lyndon B. Johnson um tímann sinn sem grunnskólakennari. Johnson kenndi í Cotulla í Texas þar sem margir nemendur töluðu litla sem enga ensku. Hann sá hversu mikið tungumálahindranir héldu þeim aftur, bæði í námi og lífi. Hann taldi að enskukunnátta væri lykillinn að því að börn gætu tekið fullan þátt í samfélaginu, átt fleiri tækifæri og forðast jaðarsetningu. Punktur Johnsons er í raun að aðilar sem tala ekki tungumálið í landinu geta aldrei orðið fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Við á Íslandi megum huga að orðum Johnsons, enda stöndum við frammi fyrir sambærilegu vandamáli. Það er orðinn stór hluti af íslenska samfélaginu sem talar ekki íslensku. Suma má afsaka því að þeir eru nýir innflytjendur, eru í tímabundnu námi eða vinnu, eða ætla almennt ekki að dvelja lengi á Íslandi. Aðrir hafa ekki jafn góða ástæðu; þeir eru komnir til að vera, mögulega byrjaðir að setja upp fjölskyldu og eru á öðrum nótum þátttakendur í íslenska samfélaginu. Það er mér undrun að ekki sé meira gert til að hvetja þessa aðila til að læra málið. Hví er íslenskunám ekki aðgengilegra og af hverju eru ekki fleiri hvatar til að aðstoða þessa aðila við að læra íslensku? Aftur á móti þarf líka að vera íþyngjandi fyrir fólk að ekki læra málið. Ef þú hefur verið lengur en þrjú ár á Íslandi ætti íslenska ríkið ekki að niðurgreiða túlkunarþjónustu. Á sama hátt ætti að taka tillit til íslenskukunnáttu þegar kemur að framlengingu dvalarleyfa. Með því á ég ekki við að aðilar eigi að vera reiprennandi í íslensku og framleiða meistaraverk á borð við Mosfellinginn Halldór Laxness, heldur að sýna fram á framför. Ríkið á að hafa skýr markmið fyrir einstaklinga um hvað þeir eiga að læra af íslensku miðað við tímann sem þeir hafa verið hér. Það er réttur innflytjenda að verða hluti af sínu nýja samfélagi, réttur þeirra að læra íslensku og verða fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Það er líka réttur Íslendinga að tala sitt tungumál í sínu heimalandi. Það er afleitt að ekki sé hægt að búast við að geta klárað kaup í íslenskum verslunum án þess að tala íslensku. Fyrirtæki standa frammi fyrir vanda við að ráða nógu marga íslenskumælandi starfsmenn. þess vegna þurfum við að setja meiri kröfur til fólks sem ætlar að vinna hér að tala tungumál landsins, sem eru ekkert ólíkt kröfum sem aðrar evrópuþjóðir gera. Það er allt í góðu fyrir okkur Íslendinga að vera stoltir af okkar máli. Við erum með fallegt tungumál, erum sögu- og menningar þjóð og það er okkar að passa upp á að íslenska hverfi ekki. Það er tímabært að ríkið geri meira til að styðja við aðlögun innflytjenda og jafnframt varðveita okkar menningu og tungumál. Höfundur er formaður Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Íslensk tunga Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Í ræðu sinni í Bandaríkjaþinginu árið 1965 fjallaði þáverandi Bandaríkjaforseti Lyndon B. Johnson um tímann sinn sem grunnskólakennari. Johnson kenndi í Cotulla í Texas þar sem margir nemendur töluðu litla sem enga ensku. Hann sá hversu mikið tungumálahindranir héldu þeim aftur, bæði í námi og lífi. Hann taldi að enskukunnátta væri lykillinn að því að börn gætu tekið fullan þátt í samfélaginu, átt fleiri tækifæri og forðast jaðarsetningu. Punktur Johnsons er í raun að aðilar sem tala ekki tungumálið í landinu geta aldrei orðið fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Við á Íslandi megum huga að orðum Johnsons, enda stöndum við frammi fyrir sambærilegu vandamáli. Það er orðinn stór hluti af íslenska samfélaginu sem talar ekki íslensku. Suma má afsaka því að þeir eru nýir innflytjendur, eru í tímabundnu námi eða vinnu, eða ætla almennt ekki að dvelja lengi á Íslandi. Aðrir hafa ekki jafn góða ástæðu; þeir eru komnir til að vera, mögulega byrjaðir að setja upp fjölskyldu og eru á öðrum nótum þátttakendur í íslenska samfélaginu. Það er mér undrun að ekki sé meira gert til að hvetja þessa aðila til að læra málið. Hví er íslenskunám ekki aðgengilegra og af hverju eru ekki fleiri hvatar til að aðstoða þessa aðila við að læra íslensku? Aftur á móti þarf líka að vera íþyngjandi fyrir fólk að ekki læra málið. Ef þú hefur verið lengur en þrjú ár á Íslandi ætti íslenska ríkið ekki að niðurgreiða túlkunarþjónustu. Á sama hátt ætti að taka tillit til íslenskukunnáttu þegar kemur að framlengingu dvalarleyfa. Með því á ég ekki við að aðilar eigi að vera reiprennandi í íslensku og framleiða meistaraverk á borð við Mosfellinginn Halldór Laxness, heldur að sýna fram á framför. Ríkið á að hafa skýr markmið fyrir einstaklinga um hvað þeir eiga að læra af íslensku miðað við tímann sem þeir hafa verið hér. Það er réttur innflytjenda að verða hluti af sínu nýja samfélagi, réttur þeirra að læra íslensku og verða fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Það er líka réttur Íslendinga að tala sitt tungumál í sínu heimalandi. Það er afleitt að ekki sé hægt að búast við að geta klárað kaup í íslenskum verslunum án þess að tala íslensku. Fyrirtæki standa frammi fyrir vanda við að ráða nógu marga íslenskumælandi starfsmenn. þess vegna þurfum við að setja meiri kröfur til fólks sem ætlar að vinna hér að tala tungumál landsins, sem eru ekkert ólíkt kröfum sem aðrar evrópuþjóðir gera. Það er allt í góðu fyrir okkur Íslendinga að vera stoltir af okkar máli. Við erum með fallegt tungumál, erum sögu- og menningar þjóð og það er okkar að passa upp á að íslenska hverfi ekki. Það er tímabært að ríkið geri meira til að styðja við aðlögun innflytjenda og jafnframt varðveita okkar menningu og tungumál. Höfundur er formaður Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar