Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 13:18 Á sjöunda og áttunda áratugnum sameinuðust ýmsir ólíkir hópar; fatlaðir, litaðir, konur, hinsegin fólk og geðveikir. Þau kröfðust mannréttinda og samfélagsbreytinga. Barátta þessara hópa breytti viðhorfum og leiddi til aukinna réttinda. Á undanförnum árum hafa fleiri og fleiri minnihlutahópar, sem áður þorðu ekki að stíga fram, krafist viðurkenningar og breytinga. Með sýnileika og fræðslu ögra þeir hefðbundnum hugsunarhætti, halda fram rétti sínum til að hafa áhrif og taka með því virkari þátt í samfélaginu. Sá hópur, sem ég þekki best og hef fengið tækifæri til að vinna með í mörg ár, er hópur fólks sem talinn er vera með geðsjúkdóma. Margir myndu í dag segja að þeir séu með skiljanlega hegðun, tilfinningar og úrvinnsluferli í kjölfar þess sem á undan er gengið í lífi þeirra. Sífellt fleiri úr þeirra röðum hafna því að erfiðleikarnir eigi rætur sínar í gölluðum genum eða sjúkdómum. Þeir horfa frekar til umhverfisþátta eins og síendurtekinna áfalla, fátæktar, vanrækslu, jaðarsetningar, mismununar og skorti á stuðningi. LET(s) Lead og jafningjar Í september útskrifuðust 15 nemendur búsettir á Íslandi úr LET(s) Lead (Transformational Leadership Through Lived Experience) náminu við Yale. Þetta er alþjóðlegt leiðtogaþjálfunarnám sem boðið er upp á af Bata- og lýðheilsudeild háskólans. Þessir nemendur luku gagnvirku og þverfaglegu fjarnámi, sem stóð yfir frá janúar til september 2025. Prófessorar frá Yale háskólanum og leiðbeinendur á Íslandi stóðu að náminu. Námsleiðin er í grunninn byggð upp af einstaklingum með reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og hvernig það er að búa við erfiðleika í daglegu lífi vegna geðræns vanda. Ástæða þess að námið var byggt upp með þeim hætti er sú að það er í þeirra valdi að leiða umbætur og samfélagsbreytingar. Heilbrigðis-, félags- og húsnæðisráðuneytin gerðu þetta nám mögulegt hér á Íslandi og ber að þakka fyrir það. Fyrir þremur árum hófu félagasamtökin Traustur kjarni að bjóða upp á námskeið til að undirbúa einstaklinga til að geta orðið jafningjastarfsmenn. Námskeiðið er byggt á sömu forsendum og Yale námið. Geðhjálp vinnur nú, í samstarfi við stjórnvöld, í sama anda að því að koma á laggirnar Skjólshúsi, sem val við hefðbundna nálgun í lífskrísum, þar sem hægt verður að fá þjónustu veitta af jafningjum. Slík úrræði er að finna víða um heim og hafa reynst afar vel, bæði sem mótvægi og sem viðbót við hefðbundna nálgun. Jafningjar á Norðurlöndunum og sagan Ísland tekur nú þátt í Nordplus verkefni jafningjastarfsmanna. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum, auk fólks frá Íslandi, eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen. Markmið samstarfsins er m.a. að efla jafningjastuðning og varpa ljósi á hlutverk og áskoranir þessarar starfsgreinar. Tímamót urðu í Noregi fyrir aldamótin 2000 þegar Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Noregs upplifði tímabil þunglyndis á kjörtímabili sínu. Þökk sé honum og stjórnvöldum þess tíma urðu hlutverk og málefni jafningjastuðningsstarfsmanna sett á oddinn. Þannig er nú boðið upp á háskólanám í Þrándheimi í jafningjafræðum. Námið er bæði staðnám en einnig er boðið upp á fjarnám ásamt vettvangsnámi. Eftir að sænski utanríkisráðherrann Anna Lindh var myrt í verslunarmiðstöð árið 2003 ákváðu sænskir stjórnmálamenn að endurmeta stefnu sína í geðheilbrigðismálum. Jafningjastuðningur fékk eftir það mun meira vægi. Sonny Wåhlstedt, sem átt hafði við geðheilsubrest að stríða og hafði velkst um í kerfinu í nærri tvo áratugi, var í forsvari fyrir að innleiða jafningjastuðning í landinu. Hann hafði reynslu af mikilvægi jafningja og þakkaði þeim að hann hefði náð bata. Stjórnvöld veðjuðu á hann að innleiða umbæturnar og hefja jafningjasýnina til vegs og virðingar. Ísland í dag Nú er ákall hér á landi að efla geðheilbrigðiskerfið og alla þætti þess. Allir flokkar virðist vera sammála um að gera þurfi skurk í málaflokknum. Mikilvægi jafningjastuðnings er nú samþætt í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Hvað þarf til hér á landi til að setja fókus á jafningja og stórauka aðkomu þeirra út um allt í kerfinu? Hversu fast eru stjórnvöld tilbúin að stíga til jarðar til að hlúa að raunverulegu vali í þjónustu og sýna í verki að jafningjar geta verið í lykilhlutverkum sem starfsmenn, í umbótarferlum og gæðaeftirliti?Það er ekki nóg að gera metnaðarfullar stefnur ef ekkert fjármagn er til að framfylgja þeim. Höfundur er varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á sjöunda og áttunda áratugnum sameinuðust ýmsir ólíkir hópar; fatlaðir, litaðir, konur, hinsegin fólk og geðveikir. Þau kröfðust mannréttinda og samfélagsbreytinga. Barátta þessara hópa breytti viðhorfum og leiddi til aukinna réttinda. Á undanförnum árum hafa fleiri og fleiri minnihlutahópar, sem áður þorðu ekki að stíga fram, krafist viðurkenningar og breytinga. Með sýnileika og fræðslu ögra þeir hefðbundnum hugsunarhætti, halda fram rétti sínum til að hafa áhrif og taka með því virkari þátt í samfélaginu. Sá hópur, sem ég þekki best og hef fengið tækifæri til að vinna með í mörg ár, er hópur fólks sem talinn er vera með geðsjúkdóma. Margir myndu í dag segja að þeir séu með skiljanlega hegðun, tilfinningar og úrvinnsluferli í kjölfar þess sem á undan er gengið í lífi þeirra. Sífellt fleiri úr þeirra röðum hafna því að erfiðleikarnir eigi rætur sínar í gölluðum genum eða sjúkdómum. Þeir horfa frekar til umhverfisþátta eins og síendurtekinna áfalla, fátæktar, vanrækslu, jaðarsetningar, mismununar og skorti á stuðningi. LET(s) Lead og jafningjar Í september útskrifuðust 15 nemendur búsettir á Íslandi úr LET(s) Lead (Transformational Leadership Through Lived Experience) náminu við Yale. Þetta er alþjóðlegt leiðtogaþjálfunarnám sem boðið er upp á af Bata- og lýðheilsudeild háskólans. Þessir nemendur luku gagnvirku og þverfaglegu fjarnámi, sem stóð yfir frá janúar til september 2025. Prófessorar frá Yale háskólanum og leiðbeinendur á Íslandi stóðu að náminu. Námsleiðin er í grunninn byggð upp af einstaklingum með reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og hvernig það er að búa við erfiðleika í daglegu lífi vegna geðræns vanda. Ástæða þess að námið var byggt upp með þeim hætti er sú að það er í þeirra valdi að leiða umbætur og samfélagsbreytingar. Heilbrigðis-, félags- og húsnæðisráðuneytin gerðu þetta nám mögulegt hér á Íslandi og ber að þakka fyrir það. Fyrir þremur árum hófu félagasamtökin Traustur kjarni að bjóða upp á námskeið til að undirbúa einstaklinga til að geta orðið jafningjastarfsmenn. Námskeiðið er byggt á sömu forsendum og Yale námið. Geðhjálp vinnur nú, í samstarfi við stjórnvöld, í sama anda að því að koma á laggirnar Skjólshúsi, sem val við hefðbundna nálgun í lífskrísum, þar sem hægt verður að fá þjónustu veitta af jafningjum. Slík úrræði er að finna víða um heim og hafa reynst afar vel, bæði sem mótvægi og sem viðbót við hefðbundna nálgun. Jafningjar á Norðurlöndunum og sagan Ísland tekur nú þátt í Nordplus verkefni jafningjastarfsmanna. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum, auk fólks frá Íslandi, eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen. Markmið samstarfsins er m.a. að efla jafningjastuðning og varpa ljósi á hlutverk og áskoranir þessarar starfsgreinar. Tímamót urðu í Noregi fyrir aldamótin 2000 þegar Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Noregs upplifði tímabil þunglyndis á kjörtímabili sínu. Þökk sé honum og stjórnvöldum þess tíma urðu hlutverk og málefni jafningjastuðningsstarfsmanna sett á oddinn. Þannig er nú boðið upp á háskólanám í Þrándheimi í jafningjafræðum. Námið er bæði staðnám en einnig er boðið upp á fjarnám ásamt vettvangsnámi. Eftir að sænski utanríkisráðherrann Anna Lindh var myrt í verslunarmiðstöð árið 2003 ákváðu sænskir stjórnmálamenn að endurmeta stefnu sína í geðheilbrigðismálum. Jafningjastuðningur fékk eftir það mun meira vægi. Sonny Wåhlstedt, sem átt hafði við geðheilsubrest að stríða og hafði velkst um í kerfinu í nærri tvo áratugi, var í forsvari fyrir að innleiða jafningjastuðning í landinu. Hann hafði reynslu af mikilvægi jafningja og þakkaði þeim að hann hefði náð bata. Stjórnvöld veðjuðu á hann að innleiða umbæturnar og hefja jafningjasýnina til vegs og virðingar. Ísland í dag Nú er ákall hér á landi að efla geðheilbrigðiskerfið og alla þætti þess. Allir flokkar virðist vera sammála um að gera þurfi skurk í málaflokknum. Mikilvægi jafningjastuðnings er nú samþætt í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Hvað þarf til hér á landi til að setja fókus á jafningja og stórauka aðkomu þeirra út um allt í kerfinu? Hversu fast eru stjórnvöld tilbúin að stíga til jarðar til að hlúa að raunverulegu vali í þjónustu og sýna í verki að jafningjar geta verið í lykilhlutverkum sem starfsmenn, í umbótarferlum og gæðaeftirliti?Það er ekki nóg að gera metnaðarfullar stefnur ef ekkert fjármagn er til að framfylgja þeim. Höfundur er varaformaður Geðhjálpar.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar