Fótbolti

Aron í góðum málum á miðjunni en al­gjör hörmung hjá Jóhanni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jóhann Berg og félagar í Al-Dhafra áttu hræðilegan dag. 
Jóhann Berg og félagar í Al-Dhafra áttu hræðilegan dag. 

Reynsluboltarnir í íslenska landsliðinu áttu misjafnan dag með sínum liðum í Mið-Austurlöndunum.

Jóhann Berg Guðmundsson var á hægri kantinum hjá Al-Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem tapaði 2-0 fyrir Al-Nasr Dubai í dag.

Leikurinn var algjör hörmungarsaga fyrir Al-Dhafra, liðið var lent tveimur mörkum undir á 12. mínútu eftir að hafa skorað sjálfsmark og gefið frá sér vítaspyrnu.

Tveir liðsfélagar Jóhanns létu svo reka sig af velli. Mouhcine Rabja fékk gult spjald á 34. mínútu og annað gult spjald á 44. mínútu. Tíu Al-Dhafra menn urðu síðan níu þegar Leonard Amesimeku braut af sér sem aftasti varnarmaður á 68. mínútu.

Aron Einar Gunnarsson átti hins vegar betri dag en hann spilaði allan leikinn á miðjunni, eins og hann gerir vanalega fyrir Al-Gharafa, í 1-0 sigri liðsins gegn Al-Wakrah í kvöld. Yacine Brahimi skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Aron Einar Gunnarsson er á toppnum í Katar.Getty/Noushad Thekkayil



Fleiri fréttir

Sjá meira


×