Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar 20. nóvember 2025 14:30 „Tryggðu þér bíl fyrir hækkun vörugjalda,“ segir í auglýsingu frá Mitsubishi á Íslandi og „tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót,“ segir í auglýsingu frá Brimborg. Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum auglýsingum bílaumboða undanfarnar vikur á öllum helstu miðlum og það er engin tilviljun. Ástæðan er einföld: ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst hækka vörugjöld (lesist sem tollar) á bíla um milljónir króna. Því miður er það dapurlegur veruleiki á lokametrum ársins að bílamarkaðurinn sjái sig knúinn til að hvetja fólk til að tryggja sér nauðsynjavöru, eins og bílar svo sannarlega eru, fyrir áramót vegna þess að skattahækkunin verður svo gríðarleg. Sama ríkisstjórn og sagðist ekki ætla að hækka skatta á „venjulegt“ og „vinnandi“ fólk ákveður nú að gera einmitt það. Nema hún telji bílaeigendur til óvenjulegra auðmanna eða iðjuleysingja. Tökum lítið en skýrt dæmi um Kia Sportage, plug in hybrid, sem bar áður 5% vörugjald. Um áramótin hækkar það í rúmlega 27%. Hvað þýðir þessi breyting í krónum talið? – Skattahækkunin ein og sér hækkar verðið á bílnum um tæplega 1,2 milljónir króna. – Þar á ofan leggst hærri virðisaukaskattur, sem hækkar um tæplega 287 þúsund krónur vegna hærri vörugjalda. Samanlagt nemur skattahækkun ríkisstjórnarinnar á þessum eina bíl tæplega 1,5 milljónum króna. Í landi þar sem bíleign er álíka mikil nauðsyn og að eiga góða úlpu er augljóst að þessi aðgerð bitnar beint á fjölskyldum landsins og það með gífurlegum þunga. Vinstristjórnir á Íslandi lenda jafnan í sama vítahringnum. Þær þenja út ríkisbáknið, reyna að fjármagna útgjaldaaukninguna með því að skattleggja „breiðu bökin“, og þegar það dugar ekki - sem gerist alltaf - þá eru það fjölskyldurnar í landinu sem fá reikninginn. Nú gerist það aftur og þetta er bara eitt dæmi um það. Ég vil minna ykkur á hvað forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu fyrir kosningarnar fyrir ári síðan: „Ég vil vera alveg skýr, ég vil vera alveg skýr með það að Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk í landinu,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Við í Viðreisn erum alveg skýr á því að við ætlum ekki að auka skatta á venjulegt fólk, á almenning í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín fyrir kosningar. Mikið hefði nú verið gott hefðu þær staðið við loforðin sín. Við sjálfstæðismenn munum allavega leggja til fjármagnaðar tillögur til að afstýra þessum áformum og skilja meiri pening eftir í vösum landsmanna. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Tryggðu þér bíl fyrir hækkun vörugjalda,“ segir í auglýsingu frá Mitsubishi á Íslandi og „tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót,“ segir í auglýsingu frá Brimborg. Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum auglýsingum bílaumboða undanfarnar vikur á öllum helstu miðlum og það er engin tilviljun. Ástæðan er einföld: ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst hækka vörugjöld (lesist sem tollar) á bíla um milljónir króna. Því miður er það dapurlegur veruleiki á lokametrum ársins að bílamarkaðurinn sjái sig knúinn til að hvetja fólk til að tryggja sér nauðsynjavöru, eins og bílar svo sannarlega eru, fyrir áramót vegna þess að skattahækkunin verður svo gríðarleg. Sama ríkisstjórn og sagðist ekki ætla að hækka skatta á „venjulegt“ og „vinnandi“ fólk ákveður nú að gera einmitt það. Nema hún telji bílaeigendur til óvenjulegra auðmanna eða iðjuleysingja. Tökum lítið en skýrt dæmi um Kia Sportage, plug in hybrid, sem bar áður 5% vörugjald. Um áramótin hækkar það í rúmlega 27%. Hvað þýðir þessi breyting í krónum talið? – Skattahækkunin ein og sér hækkar verðið á bílnum um tæplega 1,2 milljónir króna. – Þar á ofan leggst hærri virðisaukaskattur, sem hækkar um tæplega 287 þúsund krónur vegna hærri vörugjalda. Samanlagt nemur skattahækkun ríkisstjórnarinnar á þessum eina bíl tæplega 1,5 milljónum króna. Í landi þar sem bíleign er álíka mikil nauðsyn og að eiga góða úlpu er augljóst að þessi aðgerð bitnar beint á fjölskyldum landsins og það með gífurlegum þunga. Vinstristjórnir á Íslandi lenda jafnan í sama vítahringnum. Þær þenja út ríkisbáknið, reyna að fjármagna útgjaldaaukninguna með því að skattleggja „breiðu bökin“, og þegar það dugar ekki - sem gerist alltaf - þá eru það fjölskyldurnar í landinu sem fá reikninginn. Nú gerist það aftur og þetta er bara eitt dæmi um það. Ég vil minna ykkur á hvað forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu fyrir kosningarnar fyrir ári síðan: „Ég vil vera alveg skýr, ég vil vera alveg skýr með það að Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk í landinu,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Við í Viðreisn erum alveg skýr á því að við ætlum ekki að auka skatta á venjulegt fólk, á almenning í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín fyrir kosningar. Mikið hefði nú verið gott hefðu þær staðið við loforðin sín. Við sjálfstæðismenn munum allavega leggja til fjármagnaðar tillögur til að afstýra þessum áformum og skilja meiri pening eftir í vösum landsmanna. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar