Innlent

Stýrivaxtalækkun og á­hrif verndaraðgerða ESB metin

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka meginvexti bankans. 

Sú ákvörðun kom greiningaraðilum nokkuð á óvart og við fáum viðbrögð á þessari ákvörðun frá nokkrum aðilum í tímanum. 

Einnig fjöllum við áfram um hina umdeildu ákvörðun ESB að setja í gang verndaraðgerðir á innflutning kísilmálms sem varð ljós í gær. Við heyrum í sérfræðingi sem segir málið skapa hættulegt fordæmi.

Að auki segjum við frá niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna í Danmörku sem fram fóru í gær en þar misstu Jafnaðarmenn tökin á höfuðborginni Kaupmannahöfn sem þeir hafa stjórnað í heil hundrað ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×