„Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2025 22:10 Einar Jónsson, þjálfari Fram, gefur sínum mönnum skipanir á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink „Það er ótrúlega margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir fjögurra marka tap liðsins gegn svissneska liðinu Kriens-Luzern í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Sóknarlega vorum við á köflum frábærir, sérstaklega í uppstilltum sóknarleik. Við fáum lítið af hraðaupphlaupum því við erum enn bara á þeim stað að vera að vinna í okkar leik. En sóknarlega vorum við góðir heilt yfir og á köflum varnarlega,“ bætti Einar við. „Það er fullt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, en það svíður svolítið þessir klaufalegu töpuðu boltar, sem var held ég það sem fellir okkur í kvöld. Og síðustu tíu voru okkar helstu varnarmenn orðnir frekar þreyttir. Þetta voru mikil hlaup. Þetta er svona niðurstaðan ef ég á að greina þennan leik akkúrat núna.“ Hann segir einnig að það sem hafi reynst liðinu erfiðast hafi verið þegar gestirnir keyrðu í bakið á þeim. „Já, ég var ósáttur við okkur hérna í upphafi leiks. Fyrstu 15-20 mínúturnar hlaupum við mjög illa til baka og það er eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leik, en gerðum ekki nógu vel þannig ég er mjög ósáttur með það.“ „Þeir héldu uppi mjög háu tempói, en þegar við skiluðum okkur til baka vorum við oft og tíðum að spila góðan varnarleik. Við lendum auðvitað í basli með Sigrist. Hann er ógeðslega góður. Hálfgerður svindlkall,“ sagði Einar, en Luca Sigrist skoraði 15 mörk fyrir gestina. Einar horfir þó á björtu hliðarnar og segir að liðið hafi tekið nokkur skref fram á við í þessari Evrópudeild, þrátt fyrir að stigin hafi ekki enn komið í hús. „Alveg klárlega. Heimaleikirnir okkar hafa bara verið flottir. Hvernig leikurinn á móti Porto endaði gaf ekki rétta mynd af leiknum. En Elverum heima endar bara í fjórum eða fimm mörkum og svipað í kvöld. Þessir leikir hafa bara verið góðir og þetta er gríðarleg reynsla sem mun hjálpa okkur til lengri tíma.“ „Við getum alveg tekið leikinn úti í Sviss út fyrir sviga. Við vorum í einhverju tuttugu tíma ferðalagi daginn fyrir leik, sem er náttúrulega galið og leikurinn litaðist svolítið af því. Þar fyrir utan finnst mér frammistaðan bara hafa verið virkilega góð og þetta er virkilega jákvæð reynsla.“ Þrátt fyrir að vera jákvæður passaði Einar sig þó á að vera raunsær. „Ég skal bara vera heiðarlegur með það að ég geri mér svo sem engar vonir um það,“ sagði Einar er hann var spurður hvort Fram gæti stolið stigum í útileikjunum tveimur sem eftir eru gegn Elverum og Porto. „Aðalatriðið er bara að ná að kalla fram þessa frammistöðu á útivelli sem við höfum sýnt á heimavelli.“ Að lokum segir hann þessa keppni þó vera dýrmæta reynslu, bæði fyrir liðið og félagið í heild. „Þetta er náttúrulega hrikalega dýrmæt reynsla fyrir okkur öll. Þetta er dýrmæt reynsla fyrir félagið. Það er búið að vera ógeðslega gaman að taka þátt í þessum heimaleikjum hérna. Það er fólk hérna sem vinnur baki brotnu við að búa til þessa umgjörð sem mér finnst frábær hérna. Fyrir það er maður bara endalaust þakklátur. Fyrir það hvað við eigum mikið af góðu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að fá þetta til að virka. Það er ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið og þá sem að þessu standa,“ sagði Einar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Sjá meira
„Sóknarlega vorum við á köflum frábærir, sérstaklega í uppstilltum sóknarleik. Við fáum lítið af hraðaupphlaupum því við erum enn bara á þeim stað að vera að vinna í okkar leik. En sóknarlega vorum við góðir heilt yfir og á köflum varnarlega,“ bætti Einar við. „Það er fullt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, en það svíður svolítið þessir klaufalegu töpuðu boltar, sem var held ég það sem fellir okkur í kvöld. Og síðustu tíu voru okkar helstu varnarmenn orðnir frekar þreyttir. Þetta voru mikil hlaup. Þetta er svona niðurstaðan ef ég á að greina þennan leik akkúrat núna.“ Hann segir einnig að það sem hafi reynst liðinu erfiðast hafi verið þegar gestirnir keyrðu í bakið á þeim. „Já, ég var ósáttur við okkur hérna í upphafi leiks. Fyrstu 15-20 mínúturnar hlaupum við mjög illa til baka og það er eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leik, en gerðum ekki nógu vel þannig ég er mjög ósáttur með það.“ „Þeir héldu uppi mjög háu tempói, en þegar við skiluðum okkur til baka vorum við oft og tíðum að spila góðan varnarleik. Við lendum auðvitað í basli með Sigrist. Hann er ógeðslega góður. Hálfgerður svindlkall,“ sagði Einar, en Luca Sigrist skoraði 15 mörk fyrir gestina. Einar horfir þó á björtu hliðarnar og segir að liðið hafi tekið nokkur skref fram á við í þessari Evrópudeild, þrátt fyrir að stigin hafi ekki enn komið í hús. „Alveg klárlega. Heimaleikirnir okkar hafa bara verið flottir. Hvernig leikurinn á móti Porto endaði gaf ekki rétta mynd af leiknum. En Elverum heima endar bara í fjórum eða fimm mörkum og svipað í kvöld. Þessir leikir hafa bara verið góðir og þetta er gríðarleg reynsla sem mun hjálpa okkur til lengri tíma.“ „Við getum alveg tekið leikinn úti í Sviss út fyrir sviga. Við vorum í einhverju tuttugu tíma ferðalagi daginn fyrir leik, sem er náttúrulega galið og leikurinn litaðist svolítið af því. Þar fyrir utan finnst mér frammistaðan bara hafa verið virkilega góð og þetta er virkilega jákvæð reynsla.“ Þrátt fyrir að vera jákvæður passaði Einar sig þó á að vera raunsær. „Ég skal bara vera heiðarlegur með það að ég geri mér svo sem engar vonir um það,“ sagði Einar er hann var spurður hvort Fram gæti stolið stigum í útileikjunum tveimur sem eftir eru gegn Elverum og Porto. „Aðalatriðið er bara að ná að kalla fram þessa frammistöðu á útivelli sem við höfum sýnt á heimavelli.“ Að lokum segir hann þessa keppni þó vera dýrmæta reynslu, bæði fyrir liðið og félagið í heild. „Þetta er náttúrulega hrikalega dýrmæt reynsla fyrir okkur öll. Þetta er dýrmæt reynsla fyrir félagið. Það er búið að vera ógeðslega gaman að taka þátt í þessum heimaleikjum hérna. Það er fólk hérna sem vinnur baki brotnu við að búa til þessa umgjörð sem mér finnst frábær hérna. Fyrir það er maður bara endalaust þakklátur. Fyrir það hvað við eigum mikið af góðu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að fá þetta til að virka. Það er ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið og þá sem að þessu standa,“ sagði Einar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Sjá meira