„Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2025 21:42 Breki Hrafn Árnason, markvörður Fram. Vísir/Diego „Þetta var náttúrulega bara allt annað en leikurinn í síðustu viku,“ sagði Breki Hrafn Árnason, markvörður Fram, eftir tap liðsins gegn Kriens-Luzern í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Fram mátti þola fjögurra marka tap, 31-35, í leik sem var jafn og spennandi nánast alveg til loka. Það er mikill munur frá því að liðin mættust í Sviss í síðustu viku, þar sem Kriens-Luzern vann 15 marka sigur. „Við mættum miklu betur til leiks og spiluðum miklu betri handbolta. Við vorum líkari sjálfum okkur í þessum leik. Eins og í síðustu leikjum hefur þetta svolítið verið að fara frá okkur á síðustu tíu mínútunum. Menn eru orðnir þreyttir, eða ég veit ekki hvað það er. Við finnum bara lausnir á því.“ Hann segist þó ekki geta útskýrt endilega af hverju Framarar spiluðu mun betur í kvöld en í síðustu viku. „Ég veit ekki alveg hvað það var. Það er náttúrulega ákveðin orka sem kemur frá því að vera að spila síðasta Evrópuleikinn heima, allavega í þetta sinn. Þannig að menn vildu bara gefa allt í þetta. Auðvitað vildum við gera það líka í síðasta leik, en bara náðum ekki að koma því fram sem við vildum koma fram þar.“ Þá segir hann margt hafa verið gott í leik Fram í kvöld, en seinni bylgja og hraðar sóknir gestanna hafi valdið þeim miklum vandræðum. „Það er nefnilega málið. Þegar við erum fljótir til baka og náum að koma okkur í stöðurnar þá spilum við oftast góða vörn. En þegar við eigum leiki þar sem við erum lengi til baka þá lendum við alltaf í brasi. Það er bara erfitt fyrir alla að spila vörn þegar maður er lengi til baka.“ Að lokum útilokar Breki ekki að Fram nái að stela stigum í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar, gegn stórliðum Elverum og Porto. „Planið er bara að ræna fjórum stigum, við stefnum á það. Það verður gaman að klára þessa leiki. Þetta er búið að vera gott fyrir okkur ungu strákana og góð reynsla til að bæta við ferilinn. Ég held að þetta geri okkur alla betri,“ sagði Breki að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Sjá meira
Fram mátti þola fjögurra marka tap, 31-35, í leik sem var jafn og spennandi nánast alveg til loka. Það er mikill munur frá því að liðin mættust í Sviss í síðustu viku, þar sem Kriens-Luzern vann 15 marka sigur. „Við mættum miklu betur til leiks og spiluðum miklu betri handbolta. Við vorum líkari sjálfum okkur í þessum leik. Eins og í síðustu leikjum hefur þetta svolítið verið að fara frá okkur á síðustu tíu mínútunum. Menn eru orðnir þreyttir, eða ég veit ekki hvað það er. Við finnum bara lausnir á því.“ Hann segist þó ekki geta útskýrt endilega af hverju Framarar spiluðu mun betur í kvöld en í síðustu viku. „Ég veit ekki alveg hvað það var. Það er náttúrulega ákveðin orka sem kemur frá því að vera að spila síðasta Evrópuleikinn heima, allavega í þetta sinn. Þannig að menn vildu bara gefa allt í þetta. Auðvitað vildum við gera það líka í síðasta leik, en bara náðum ekki að koma því fram sem við vildum koma fram þar.“ Þá segir hann margt hafa verið gott í leik Fram í kvöld, en seinni bylgja og hraðar sóknir gestanna hafi valdið þeim miklum vandræðum. „Það er nefnilega málið. Þegar við erum fljótir til baka og náum að koma okkur í stöðurnar þá spilum við oftast góða vörn. En þegar við eigum leiki þar sem við erum lengi til baka þá lendum við alltaf í brasi. Það er bara erfitt fyrir alla að spila vörn þegar maður er lengi til baka.“ Að lokum útilokar Breki ekki að Fram nái að stela stigum í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar, gegn stórliðum Elverum og Porto. „Planið er bara að ræna fjórum stigum, við stefnum á það. Það verður gaman að klára þessa leiki. Þetta er búið að vera gott fyrir okkur ungu strákana og góð reynsla til að bæta við ferilinn. Ég held að þetta geri okkur alla betri,“ sagði Breki að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti