„Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. nóvember 2025 22:32 Stefán Einar telur að slík hegðun eigi að binda enda á gestrisni Íslendinga. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi „Í íslenskum aðstæðum er ekki hægt að lesa neitt annað í það en ögrun,“ segir Stefán Einar sem var til viðtals, um myndbandið sem hefur verið í dreifingu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í myndbandinu má sjá mann sitja á mótorhjóli með tvær byssur í hönd. Stefán Einar segir íslenskt samfélag friðelskandi og sé á móti skotvopnanotkun innan borgar. Þessi hegðun samræmist því ekki. Hann segist ekki geta metið þetta athæfi sem „unglingaflipp“ enda sjáist það á viðbrögðum lögreglunnar sem fór í húsleit og handtökur eftir að myndbandið var birt og fór í dreifingu vegna gruns um að þarna væru raunveruleg vopn við notkun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar. Þar kom fram að þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. „Þetta eru gestir okkar hér í þessu landi sem koma út af stríðshrjáðum aðstæðum heima fyrir, og við getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi.“ Stefán Einar segir það ekki á ábyrgð Íslendinga að sjá um að aðlögun einstaklinga sé betri. „Við berum enga aðra ábyrgð en þá að taka vel á móti fólki og búa fólki húsaskjól og koma því þannig fyrir að það hafi aðgang að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. En þegar menn eru með ögrandi framkomu af þessu tagi er ég allavega á þeirri skoðun að okkar gestrisni sé á enda runnin,“ segir Stefán Einar. Hann segir þetta þróun sem megi sjá í nágrannalöndum okkar þar sem er verið að beita skotvopnum og ögrandi framkomu í umferð. Það sé skrifað á siði og hefðir frá þeirra heimalöndum en það séu „hrein og klár lögbrot“. Það sé verið að tefja umferð og valda hættu. „Við getum ekkert setið undir þessu. Þetta fólk er velkomið hingað svo lengi sem það lagar sig að okkar siðum, fer að okkar lögum og er ekki með ógnandi tilburði gagnvart almenningi í landinu. En stjórnvöld verða auðvitað að stíga fast niður fæti þarna og það er ekki nóg að lögreglan geri það,“ segir Stefán Einar og að stjórnmálamenn verði að draga mjög skýra línu í sandinn. Ekki með her og með veikburða lögreglu Hann segir þessi mál hafa verið að fara úr böndunum í nágrannaríkjunum síðustu ár og gerist það líka hér sé það í raun alvarlegra því hér séu ekki sömu verkfæri eða úrlausnir til að takast á við slíkan vanda. „Við erum ekki með her og við erum með mjög veikburða lögreglu. Við erum ekki með neina leyniþjónustu sem getur fylgt þessu fólki eftir ef að hætta er talin á að það geti ógnað samfélaginu. Við getum ekki sem almenningur, ég sem bara foreldri í þessu landi og almennur borgari, við getum ekki setið undir því að okkar borgurum, Íslendingum, sé ógnað með þessum hætti.“ En þú segir að stjórnmálamenn verði að draga skýra línu í sandinn. Hvað viltu að þeir geri? „Þeir verða að draga þá línu í sandinn að þeir sem að verða uppvísir að þessu framferði, að þeir séu sendir aftur til síns heima.“ Spurður hvort hann sé að mála skrattann á veginn, þetta hafi „bara verið einhver náungi á bíl með eftirlíkingu af byssu“, segir Stefán Einar svo ekki vera. „Ég held að það sé einmitt ekki svo. Ég held að menn kannski taki þessu af léttúð þar til að einhver voðaverk verða unnin hér.“ Íslendingar eigi að njóta vafans Stefán Einar bendir á að í nágrannalöndum eins og Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi séu jólamarkaðir að fara í gang og þar sé verið að víggirða í kringum þá til að vernda fólk fyrir voðaverkum. Hann segir að hans mati eigi að aðstoða fólk í bágri stöðu en þegar spurningin sé hvort „okkar borgarar“ eigi að njóta vafans og öryggis þeirra þá verði þau að fá að njóta vafans. „Í þessu tilviki þar sem að menn eru farnir að veifa skotvopnum og deilandi því á samfélagsmiðlum, augljóslega í því skyni að valda kurri eða ótta meðal fólks, þá eiga menn bara að fara upp í næstu vél og fara heim til sín.“ Lögreglumál Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík síðdegis Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
„Í íslenskum aðstæðum er ekki hægt að lesa neitt annað í það en ögrun,“ segir Stefán Einar sem var til viðtals, um myndbandið sem hefur verið í dreifingu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í myndbandinu má sjá mann sitja á mótorhjóli með tvær byssur í hönd. Stefán Einar segir íslenskt samfélag friðelskandi og sé á móti skotvopnanotkun innan borgar. Þessi hegðun samræmist því ekki. Hann segist ekki geta metið þetta athæfi sem „unglingaflipp“ enda sjáist það á viðbrögðum lögreglunnar sem fór í húsleit og handtökur eftir að myndbandið var birt og fór í dreifingu vegna gruns um að þarna væru raunveruleg vopn við notkun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar. Þar kom fram að þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. „Þetta eru gestir okkar hér í þessu landi sem koma út af stríðshrjáðum aðstæðum heima fyrir, og við getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi.“ Stefán Einar segir það ekki á ábyrgð Íslendinga að sjá um að aðlögun einstaklinga sé betri. „Við berum enga aðra ábyrgð en þá að taka vel á móti fólki og búa fólki húsaskjól og koma því þannig fyrir að það hafi aðgang að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. En þegar menn eru með ögrandi framkomu af þessu tagi er ég allavega á þeirri skoðun að okkar gestrisni sé á enda runnin,“ segir Stefán Einar. Hann segir þetta þróun sem megi sjá í nágrannalöndum okkar þar sem er verið að beita skotvopnum og ögrandi framkomu í umferð. Það sé skrifað á siði og hefðir frá þeirra heimalöndum en það séu „hrein og klár lögbrot“. Það sé verið að tefja umferð og valda hættu. „Við getum ekkert setið undir þessu. Þetta fólk er velkomið hingað svo lengi sem það lagar sig að okkar siðum, fer að okkar lögum og er ekki með ógnandi tilburði gagnvart almenningi í landinu. En stjórnvöld verða auðvitað að stíga fast niður fæti þarna og það er ekki nóg að lögreglan geri það,“ segir Stefán Einar og að stjórnmálamenn verði að draga mjög skýra línu í sandinn. Ekki með her og með veikburða lögreglu Hann segir þessi mál hafa verið að fara úr böndunum í nágrannaríkjunum síðustu ár og gerist það líka hér sé það í raun alvarlegra því hér séu ekki sömu verkfæri eða úrlausnir til að takast á við slíkan vanda. „Við erum ekki með her og við erum með mjög veikburða lögreglu. Við erum ekki með neina leyniþjónustu sem getur fylgt þessu fólki eftir ef að hætta er talin á að það geti ógnað samfélaginu. Við getum ekki sem almenningur, ég sem bara foreldri í þessu landi og almennur borgari, við getum ekki setið undir því að okkar borgurum, Íslendingum, sé ógnað með þessum hætti.“ En þú segir að stjórnmálamenn verði að draga skýra línu í sandinn. Hvað viltu að þeir geri? „Þeir verða að draga þá línu í sandinn að þeir sem að verða uppvísir að þessu framferði, að þeir séu sendir aftur til síns heima.“ Spurður hvort hann sé að mála skrattann á veginn, þetta hafi „bara verið einhver náungi á bíl með eftirlíkingu af byssu“, segir Stefán Einar svo ekki vera. „Ég held að það sé einmitt ekki svo. Ég held að menn kannski taki þessu af léttúð þar til að einhver voðaverk verða unnin hér.“ Íslendingar eigi að njóta vafans Stefán Einar bendir á að í nágrannalöndum eins og Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi séu jólamarkaðir að fara í gang og þar sé verið að víggirða í kringum þá til að vernda fólk fyrir voðaverkum. Hann segir að hans mati eigi að aðstoða fólk í bágri stöðu en þegar spurningin sé hvort „okkar borgarar“ eigi að njóta vafans og öryggis þeirra þá verði þau að fá að njóta vafans. „Í þessu tilviki þar sem að menn eru farnir að veifa skotvopnum og deilandi því á samfélagsmiðlum, augljóslega í því skyni að valda kurri eða ótta meðal fólks, þá eiga menn bara að fara upp í næstu vél og fara heim til sín.“
Lögreglumál Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík síðdegis Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira