Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2025 15:59 Karlmaðurinn lést fyrr á árinu eftir að hafa glímt við Alzheimer-sjúkdóminn. Vísir/Lýður Hæstiréttur hefur veitt dóttur látins manns áfrýjunarleyfi í máli þar sem hún krefst opinberra skipta á dánarbúi föður síns og að seturéttur ekkju hans í óskiptu búi verði felldur úr gildi. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu áður dæmt ekkjunni í vil, en Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi. Málið á rætur að rekja til þess að faðir konunnar lést á árinu. Hann og ekkjan höfðu verið gift frá 2006 og búið saman í fasteign. Dóttirin hafði ekki komið á heimili föður síns í tíu ár þó að einhver samskipti hefðu verið á þeirra feðgina. Árið 2022 undirritaði faðirinn erfðaskrá þar sem ekkjunni var veitt heimild til að sitja í óskiptu búi eftir andlát föðurins sem var orðinn heilsuveill. Erfðaskráin var undirrituð í viðurvist lögbókanda sem lýsti því að hjónin hefðu verið „heil heilsu andlega“ og undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja. Flutti í minna og ódýrara húsnæði Dóttirin mótmælir þessu og byggir á því að faðir hennar hafi þá þegar glímt við langt genginn Alzheimer-sjúkdóm. Hún telur erfðaskrána því ógilda og bendir á að hún hafi sótt um að faðir hennar yrði sviptur fjárræði skömmu fyrir andlátið. Þá hafði ekkjan samþykkt kauptilboð í fasteign þeirra. Kaupsamningur var undirritaður í maí 2025 fyrir 166 milljónir króna og ekkjan festi síðar kaup á minni íbúð fyrir 62 milljónir. Þau skulduðu 110 milljónir króna í fasteign sinni. Nokkrum dögum eftir andlátið veitti sýslumaður ekkjunni leyfi til setu í óskiptu búi. Dóttirin telur að sýslumaður hefði átt að bíða, enda hafi hún þá þegar vefengt erfðaskrána. Hún gerir einnig athugasemdir við að ekkjan hafi auglýst ýmsa muni til sölu á Facebook á meðan málið var til meðferðar, sem hún telur óeðlilegt. Ekki komið í húsið í tíu ár Lögmaður ekkjunnar svaraði því að um persónulega muni ekkjunnar væri að ræða og að dóttirinni hefði staðið til boða að sækja allt sem hún teldi tilheyra föður sínum, en dóttirin sagðist ekki geta gert lista þar sem hún hefði ekki komið í húsið í tíu ár. Við flutninga í mun minni fasteign væri viðbúið að allir munir þeirra kæmust ekki fyrir. Héraðsdómur og síðar Landsréttur töldu ekki sýnt fram á að skilyrði erfðalaga væru uppfyllt til að krefjast opinberra skipta. Hæstiréttur telur hins vegar að úrlausnin geti haft fordæmisgildi, meðal annars um það hversu hratt sýslumaður megi veita leyfi til setu í búi eftir andlát. Sömuleiðis hvernig meta skuli erfðaskrár þegar grunur sé um skerðingu á hæfni fólks til undirritunar. Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að faðir konunnar lést á árinu. Hann og ekkjan höfðu verið gift frá 2006 og búið saman í fasteign. Dóttirin hafði ekki komið á heimili föður síns í tíu ár þó að einhver samskipti hefðu verið á þeirra feðgina. Árið 2022 undirritaði faðirinn erfðaskrá þar sem ekkjunni var veitt heimild til að sitja í óskiptu búi eftir andlát föðurins sem var orðinn heilsuveill. Erfðaskráin var undirrituð í viðurvist lögbókanda sem lýsti því að hjónin hefðu verið „heil heilsu andlega“ og undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja. Flutti í minna og ódýrara húsnæði Dóttirin mótmælir þessu og byggir á því að faðir hennar hafi þá þegar glímt við langt genginn Alzheimer-sjúkdóm. Hún telur erfðaskrána því ógilda og bendir á að hún hafi sótt um að faðir hennar yrði sviptur fjárræði skömmu fyrir andlátið. Þá hafði ekkjan samþykkt kauptilboð í fasteign þeirra. Kaupsamningur var undirritaður í maí 2025 fyrir 166 milljónir króna og ekkjan festi síðar kaup á minni íbúð fyrir 62 milljónir. Þau skulduðu 110 milljónir króna í fasteign sinni. Nokkrum dögum eftir andlátið veitti sýslumaður ekkjunni leyfi til setu í óskiptu búi. Dóttirin telur að sýslumaður hefði átt að bíða, enda hafi hún þá þegar vefengt erfðaskrána. Hún gerir einnig athugasemdir við að ekkjan hafi auglýst ýmsa muni til sölu á Facebook á meðan málið var til meðferðar, sem hún telur óeðlilegt. Ekki komið í húsið í tíu ár Lögmaður ekkjunnar svaraði því að um persónulega muni ekkjunnar væri að ræða og að dóttirinni hefði staðið til boða að sækja allt sem hún teldi tilheyra föður sínum, en dóttirin sagðist ekki geta gert lista þar sem hún hefði ekki komið í húsið í tíu ár. Við flutninga í mun minni fasteign væri viðbúið að allir munir þeirra kæmust ekki fyrir. Héraðsdómur og síðar Landsréttur töldu ekki sýnt fram á að skilyrði erfðalaga væru uppfyllt til að krefjast opinberra skipta. Hæstiréttur telur hins vegar að úrlausnin geti haft fordæmisgildi, meðal annars um það hversu hratt sýslumaður megi veita leyfi til setu í búi eftir andlát. Sömuleiðis hvernig meta skuli erfðaskrár þegar grunur sé um skerðingu á hæfni fólks til undirritunar.
Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira