Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 15:23 Þórdís Jóna, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla. Vísir/Ívar Fannar Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla segir að þau hyggist ekki slíta samstarfi þeirra við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Rithöfundasamband Íslands krafðist þess að samstarfinu yrði slitið. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands sér núna um verkefni þar sem sex hundruð kennarar víðs vegar um landið fá aðgang að annað hvort gervigreind Google, sem heitir Gemini, eða Anthropic, sem heitir Claude. Kennararnir fá að nýta mállíkönin til að aðstoða sig við að undirbúa kennslu. Rithöfundasamband Íslands gagnrýndi harðlega samstarfið þar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að nota milljónir stolinna bóka til að þjálfa gervigreindina. Anthropic gerði dómssátt um hluta bókanna sem fyrirtækið stal en íslenskir rithöfundar fá ekki greitt þar sem að aðrar reglur gilda um höfundarrétt hérlendis. Meðal bóka sem voru nýttar í þjálfun gervigreindarinnar voru bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Halldór Laxness. „Við fengum frá þeim bréf til okkar um þetta mál og við sem sagt svöruðum því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segist taka undir áhyggjur Rithöfundasambandsins og þakkar þeim fyrir að deila sínum áhyggjum. Þórdís segir það sjálfsagt að virða höfundarrétt og siðferðislega nýtingu. Hins vegar ætla þau ekki að slíta samstarfinu líkt og sambandið krefst. „Í þessu verkefni með Anthropic snýst þetta alls ekki um það, við erum ekki að setja neitt þannig efni inn í gervigreindina heldur erum við bara að nýta opinbert efni, hvort sem það er aðalnámskrá eða Barnasáttmálinn“ segir Þórdís. „Við alla veganna teljum að það sé búið að gera sátt um þetta mál og að fyrirtækið hafi látið af þessari háttsemi.“ Verkefnið sé þegar hafið og þar sé unnið eftir mjög skýrum viðmiðum og gildum. Þau séu að stíga fyrstu skref í verkefninu en komi til með að bjóða út verkefnið ef til kemur að öllum kennurum verði boðinn aðgangur að gervigreindinni. Í útboðinu yrði þá hugsanlega gert ráð fyrir hver viðmið fyrirtækjanna eru. „Það gæti alveg verið, en þá eigum við alveg eftir að finna út úr því hvernig þetta er að nýtast og hvað verður gert í framhaldinu.“ Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands sér núna um verkefni þar sem sex hundruð kennarar víðs vegar um landið fá aðgang að annað hvort gervigreind Google, sem heitir Gemini, eða Anthropic, sem heitir Claude. Kennararnir fá að nýta mállíkönin til að aðstoða sig við að undirbúa kennslu. Rithöfundasamband Íslands gagnrýndi harðlega samstarfið þar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að nota milljónir stolinna bóka til að þjálfa gervigreindina. Anthropic gerði dómssátt um hluta bókanna sem fyrirtækið stal en íslenskir rithöfundar fá ekki greitt þar sem að aðrar reglur gilda um höfundarrétt hérlendis. Meðal bóka sem voru nýttar í þjálfun gervigreindarinnar voru bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Halldór Laxness. „Við fengum frá þeim bréf til okkar um þetta mál og við sem sagt svöruðum því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segist taka undir áhyggjur Rithöfundasambandsins og þakkar þeim fyrir að deila sínum áhyggjum. Þórdís segir það sjálfsagt að virða höfundarrétt og siðferðislega nýtingu. Hins vegar ætla þau ekki að slíta samstarfinu líkt og sambandið krefst. „Í þessu verkefni með Anthropic snýst þetta alls ekki um það, við erum ekki að setja neitt þannig efni inn í gervigreindina heldur erum við bara að nýta opinbert efni, hvort sem það er aðalnámskrá eða Barnasáttmálinn“ segir Þórdís. „Við alla veganna teljum að það sé búið að gera sátt um þetta mál og að fyrirtækið hafi látið af þessari háttsemi.“ Verkefnið sé þegar hafið og þar sé unnið eftir mjög skýrum viðmiðum og gildum. Þau séu að stíga fyrstu skref í verkefninu en komi til með að bjóða út verkefnið ef til kemur að öllum kennurum verði boðinn aðgangur að gervigreindinni. Í útboðinu yrði þá hugsanlega gert ráð fyrir hver viðmið fyrirtækjanna eru. „Það gæti alveg verið, en þá eigum við alveg eftir að finna út úr því hvernig þetta er að nýtast og hvað verður gert í framhaldinu.“
Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira