Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifa 18. nóvember 2025 14:31 Ytra mat á starfsemi grunnskóla á Íslandi hefur legið niðri síðan árið 2021. Engin reglubundin úttekt fer nú fram af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytisins og samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að mat hefjist á ný fyrr en að lokinni endurskoðun á hlutverki ríkis og sveitarfélaga í menntakerfinu sem er ekki fyrr en árið 2027. Í reynd þýðir þetta að engin sjálfstæð, opinber greining á gæðum grunnskólastarfs á Íslandi verður til staðar í að minnsta kosti sex ár. Þetta hlé er er kerfislæg brotalöm sem snertir grundvallarréttindi barna og trúverðugleika menntakerfisins. Lögin krefjast ábyrgðar ekki biðar Samkvæmt 35. grein grunnskólalaga nr. 91/2008 ber ráðherra skylda til að meta reglubundið gæði skólastarfs í landinu, með innra og ytra mati. Sú skylda er ekki valkvæð heldur sett til að tryggja jafnræði, fagmennsku og rétt barna til gæða í námi, óháð búsetu. Á meðan sveitarfélög og skólar vinna stöðugt að sjálfsmati og umbótaverkefnum, hefur ytra matið, faglegi spegilinn og sameiginlegi viðmiðunarpunkturinn, horfið. Það er óásættanlegt að ráðuneytið, sem setur reglur um gæði skólastarfs, skuli láta eigið eftirlit liggja niðri árum saman. Afleiðingar eru ójöfnuður og skortur á trausti Án virks ytra mats eykst hættan á ójöfnuði milli sveitarfélaga og skóla.Sum sveitarfélög hafa burði til að fjárfesta í gæðastarfi og ráðgjöf, önnur ekki. Þannig verða gæði skólastarfs meira háð fjárhag sveitarfélags en ekki réttindum barnsins. Um leið veikist traustið milli skóla, foreldra og samfélagsins. Af hverju þarf að endurvekja ytra mat hið fyrsta? Ytra mat á að tryggja jafnræði barna óháð búsetu, styðja skóla með faglegri utan að komandi sýn og veita samfélaginu traustar upplýsingar um gæði menntakerfisins og nýtingu fjármuna. Þegar þessu ferli er slegið á frest missa skólar mikilvæg tækifæri til að spegla starf sitt í óháðum gæðaviðmiðum og sveitarfélög fá ekki það faglega aðhald sem lög og menntastefna gera ráð fyrir. Menntun er samfélagssáttmáli Í annarri aðgerðaáætlun vegna Menntastefnu er áætlun um að „skýra hlutverk ríkis og sveitarfélaga“ sem er vissulega nauðsyn, en ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi.Ekkert barn á að bíða eftir réttindum sínum í menntakerfi sem er án eftirlits og stuðnings. Ráðuneytið verður að tryggja að ytra mat verði tekið upp að nýju hið fyrsta til að endurheimta gagnsæi, jafnræði og traust. Menntun er grunnstoð hvers samfélags og að fylgjast með gæðum hennar er ekki valkostur, heldur lögbundin skylda. Álfhildur Leifsdóttir er kennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir er leik- og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ytra mat á starfsemi grunnskóla á Íslandi hefur legið niðri síðan árið 2021. Engin reglubundin úttekt fer nú fram af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytisins og samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að mat hefjist á ný fyrr en að lokinni endurskoðun á hlutverki ríkis og sveitarfélaga í menntakerfinu sem er ekki fyrr en árið 2027. Í reynd þýðir þetta að engin sjálfstæð, opinber greining á gæðum grunnskólastarfs á Íslandi verður til staðar í að minnsta kosti sex ár. Þetta hlé er er kerfislæg brotalöm sem snertir grundvallarréttindi barna og trúverðugleika menntakerfisins. Lögin krefjast ábyrgðar ekki biðar Samkvæmt 35. grein grunnskólalaga nr. 91/2008 ber ráðherra skylda til að meta reglubundið gæði skólastarfs í landinu, með innra og ytra mati. Sú skylda er ekki valkvæð heldur sett til að tryggja jafnræði, fagmennsku og rétt barna til gæða í námi, óháð búsetu. Á meðan sveitarfélög og skólar vinna stöðugt að sjálfsmati og umbótaverkefnum, hefur ytra matið, faglegi spegilinn og sameiginlegi viðmiðunarpunkturinn, horfið. Það er óásættanlegt að ráðuneytið, sem setur reglur um gæði skólastarfs, skuli láta eigið eftirlit liggja niðri árum saman. Afleiðingar eru ójöfnuður og skortur á trausti Án virks ytra mats eykst hættan á ójöfnuði milli sveitarfélaga og skóla.Sum sveitarfélög hafa burði til að fjárfesta í gæðastarfi og ráðgjöf, önnur ekki. Þannig verða gæði skólastarfs meira háð fjárhag sveitarfélags en ekki réttindum barnsins. Um leið veikist traustið milli skóla, foreldra og samfélagsins. Af hverju þarf að endurvekja ytra mat hið fyrsta? Ytra mat á að tryggja jafnræði barna óháð búsetu, styðja skóla með faglegri utan að komandi sýn og veita samfélaginu traustar upplýsingar um gæði menntakerfisins og nýtingu fjármuna. Þegar þessu ferli er slegið á frest missa skólar mikilvæg tækifæri til að spegla starf sitt í óháðum gæðaviðmiðum og sveitarfélög fá ekki það faglega aðhald sem lög og menntastefna gera ráð fyrir. Menntun er samfélagssáttmáli Í annarri aðgerðaáætlun vegna Menntastefnu er áætlun um að „skýra hlutverk ríkis og sveitarfélaga“ sem er vissulega nauðsyn, en ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi.Ekkert barn á að bíða eftir réttindum sínum í menntakerfi sem er án eftirlits og stuðnings. Ráðuneytið verður að tryggja að ytra mat verði tekið upp að nýju hið fyrsta til að endurheimta gagnsæi, jafnræði og traust. Menntun er grunnstoð hvers samfélags og að fylgjast með gæðum hennar er ekki valkostur, heldur lögbundin skylda. Álfhildur Leifsdóttir er kennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir er leik- og grunnskólakennari.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun