Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 17. nóvember 2025 14:03 Það er heitt og svitinn perlar á andlitum. Á hliðarviðburði keppast fjárfestar við að segjast vera jákvæðir. Tala um að fjármagnið muni leita í rétta átt þegar það verður ódýrara að byggja sólarsellur og þegar tryggingarfyrirtæki hætta að tryggja starfsemi sem er skaðleg umhverfinu. Það þarf bara að tryggja efnahagslegan stöðugleika og fjármagna verkefnin. Þó ég efist ekki um góðan vilja hjá þeim sem segjast vera bjartsýnir í dag tel ég ákveðna firringu felast í því að tala um bjartsýni á tímum þar sem æ fleiri fellibylir, skriður, þurrkar, ofsadembur og fleiri náttúruleg vandamál skella á, á meðan okkur gengur afskaplega illa að draga úr losun og bakslag má finna í málaflokknum. Frumbyggjar skógarins réðust á inngang ráðstefnusvæðisins með skilti sem á stendur: skógurinn okkar er ekki til sölu. Þegar horft er til hlaðvarpsins góða, Reiði og bjartsýni (outrage and optimism) sem er opinbert COP30 hlaðvarp og kemur út á hverjum degi, þá er tilfinnanlega meiri reiði hér en bjartsýni í hjörtum margra. Því þótt að Parísarsamningurinn hafi án efa skilað miklum árangri, þá hefur hann ekki náð markmiðum sínum. Nú segja vísindamenn potsdam stofnunarinnar að binda verði 10 milljarða tonna af CO2 árlega ásamt því að draga miklu-miklu hraðar úr losun með miklum afleiðingum á fólk og efnahag til þess að hitastigshækkunin verði á bilinu 1,6-1,8°C. Stofnunin segir að áhrifin á daglegt líf fólks yrðu mikil en það væri samt ódýrara en að gera það ekki þar sem afleiðingar 2,4 gráðu hlýnunnar, sem við stefnum í nú, séu að mörgu leyti óafturkræfar og dýrari því farið verði yfir marga vendipunkta. Til dæmis fyrir kóralrif. Líklegt er að við séum með síðustu kynslóðum sem fá að vera til á sama tíma og kóralrif á jörðinni. Hversu sorglegt er það? Það er ekki nóg að kaupa og selja kolefniseiningar, bíða eftir að tækninýjungar verði innleiddar, og halda að við komumst upp með alla þá neyslu og lúxus og endalausan vöxt. Ástandið kallar á stórar og alvarlegar aðgerðir, sem hljóma samt sem áður svo fjarri raunveruleikanum miðað við það hvernig samfélagið er að bregðast við. Reiði, ekki uppgjöf Er þá ekki best að gefast bara upp? Þetta er eitthvað sem er líklegt að þið séuð að hugsa nú ásamt: til hvers að fljúga alla þessa leið (með tilheyrandi kolefnislosun) ef það skiptir hvort sem er engu? Það er mjög réttmætt að spyrja þessa spurninga. Hvert er hlutverk mitt í stóra samhenginu og hef ég eitthvað erindi hingað? Þetta ættu í raun allir sem mæta á ráðstefnuna að spyrja sig. Þetta er núna annað loftslags-COPið sem ég fer á og mér hefur þótt mikilvægt að geta sagt frá því sem er að gerast á meðan enginn fjölmiðill frá Íslandi sendir fulltrúa á ráðstefnuna. Ég tel einnig að mikilvægt sé að öll sem frá Íslandi fara, sanki að sér fróðleik um hvað aðrir eru að gera sem virkar og finna alvarleikann beint í æð. Þetta kemur allavega til með að gagnast í mínu aðhaldshlutverki. Ég hef lært margt eins og það hvernig markaðir með kolefniseiningar milli ríkja virka, hvar óvissan liggur og hvað önnur lönd, sem einnig eru ekki að ná markmiðum sínum eru að gera. Bæði sem hægt er að hafa eftir og annað sem ber að forðast. Ég hef sömuleiðis fengið kynningu frá Panama á því hvernig þau tvinna saman öllum umhverfismálum í eina náttúrustefnu eða náttúrusáttmála. Þannig tvinna þau saman loftslagsmál, mengunarmál, líffræðilega fjölbreytni, eyðimerkurmyndun, málefni fartegunda og eflaust fleiri mál sem öll hafa sérstaka samninga, inn í eina stefnu. Dæmi eins og þetta fyllir mig miklum innblæstri svo ég held áfram að nota reiðina til gagns. Því það að vera reiður er ekki það sama og svartsýni. Umhverfisráðherra Brasilíu, Marina Silva, komst mjög vel að orði í áðurnefndu hlaðvarpi. „Ég er hvorki svartsýn, né bjartsýn. Ég er þrautseig.“ Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það er heitt og svitinn perlar á andlitum. Á hliðarviðburði keppast fjárfestar við að segjast vera jákvæðir. Tala um að fjármagnið muni leita í rétta átt þegar það verður ódýrara að byggja sólarsellur og þegar tryggingarfyrirtæki hætta að tryggja starfsemi sem er skaðleg umhverfinu. Það þarf bara að tryggja efnahagslegan stöðugleika og fjármagna verkefnin. Þó ég efist ekki um góðan vilja hjá þeim sem segjast vera bjartsýnir í dag tel ég ákveðna firringu felast í því að tala um bjartsýni á tímum þar sem æ fleiri fellibylir, skriður, þurrkar, ofsadembur og fleiri náttúruleg vandamál skella á, á meðan okkur gengur afskaplega illa að draga úr losun og bakslag má finna í málaflokknum. Frumbyggjar skógarins réðust á inngang ráðstefnusvæðisins með skilti sem á stendur: skógurinn okkar er ekki til sölu. Þegar horft er til hlaðvarpsins góða, Reiði og bjartsýni (outrage and optimism) sem er opinbert COP30 hlaðvarp og kemur út á hverjum degi, þá er tilfinnanlega meiri reiði hér en bjartsýni í hjörtum margra. Því þótt að Parísarsamningurinn hafi án efa skilað miklum árangri, þá hefur hann ekki náð markmiðum sínum. Nú segja vísindamenn potsdam stofnunarinnar að binda verði 10 milljarða tonna af CO2 árlega ásamt því að draga miklu-miklu hraðar úr losun með miklum afleiðingum á fólk og efnahag til þess að hitastigshækkunin verði á bilinu 1,6-1,8°C. Stofnunin segir að áhrifin á daglegt líf fólks yrðu mikil en það væri samt ódýrara en að gera það ekki þar sem afleiðingar 2,4 gráðu hlýnunnar, sem við stefnum í nú, séu að mörgu leyti óafturkræfar og dýrari því farið verði yfir marga vendipunkta. Til dæmis fyrir kóralrif. Líklegt er að við séum með síðustu kynslóðum sem fá að vera til á sama tíma og kóralrif á jörðinni. Hversu sorglegt er það? Það er ekki nóg að kaupa og selja kolefniseiningar, bíða eftir að tækninýjungar verði innleiddar, og halda að við komumst upp með alla þá neyslu og lúxus og endalausan vöxt. Ástandið kallar á stórar og alvarlegar aðgerðir, sem hljóma samt sem áður svo fjarri raunveruleikanum miðað við það hvernig samfélagið er að bregðast við. Reiði, ekki uppgjöf Er þá ekki best að gefast bara upp? Þetta er eitthvað sem er líklegt að þið séuð að hugsa nú ásamt: til hvers að fljúga alla þessa leið (með tilheyrandi kolefnislosun) ef það skiptir hvort sem er engu? Það er mjög réttmætt að spyrja þessa spurninga. Hvert er hlutverk mitt í stóra samhenginu og hef ég eitthvað erindi hingað? Þetta ættu í raun allir sem mæta á ráðstefnuna að spyrja sig. Þetta er núna annað loftslags-COPið sem ég fer á og mér hefur þótt mikilvægt að geta sagt frá því sem er að gerast á meðan enginn fjölmiðill frá Íslandi sendir fulltrúa á ráðstefnuna. Ég tel einnig að mikilvægt sé að öll sem frá Íslandi fara, sanki að sér fróðleik um hvað aðrir eru að gera sem virkar og finna alvarleikann beint í æð. Þetta kemur allavega til með að gagnast í mínu aðhaldshlutverki. Ég hef lært margt eins og það hvernig markaðir með kolefniseiningar milli ríkja virka, hvar óvissan liggur og hvað önnur lönd, sem einnig eru ekki að ná markmiðum sínum eru að gera. Bæði sem hægt er að hafa eftir og annað sem ber að forðast. Ég hef sömuleiðis fengið kynningu frá Panama á því hvernig þau tvinna saman öllum umhverfismálum í eina náttúrustefnu eða náttúrusáttmála. Þannig tvinna þau saman loftslagsmál, mengunarmál, líffræðilega fjölbreytni, eyðimerkurmyndun, málefni fartegunda og eflaust fleiri mál sem öll hafa sérstaka samninga, inn í eina stefnu. Dæmi eins og þetta fyllir mig miklum innblæstri svo ég held áfram að nota reiðina til gagns. Því það að vera reiður er ekki það sama og svartsýni. Umhverfisráðherra Brasilíu, Marina Silva, komst mjög vel að orði í áðurnefndu hlaðvarpi. „Ég er hvorki svartsýn, né bjartsýn. Ég er þrautseig.“ Höfundur er formaður Landverndar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun