Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir og Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifa 17. nóvember 2025 07:02 Þann 22. október síðastliðinn tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún hygðist afnema lögfesta forsendu um foreldraþátttöku (e. the presumption of parental involvement) úr gildandi barnalögum þar í landi. Lagaákvæðin þar að lútandi sem voru innleidd árið 2014 eru því til endurskoðunar og tryggt verður að öryggi barns og þolanda ofbeldis verði ófrávíkjanleg forsenda ákvarðanatöku í sérhverju máli. Yfirlýsing aðstoðarráðherra dómsmála í Bretlandi um nýju lagabreytingarnar, felur í sér pólitíska játningu stjórnvalda. Barnalögin, sem þó kveða skýrt á um að öryggi og vernd barnsins skuli ganga framar kröfum um umgengni þegar ofbeldi er staðfest, hafa í reynd styrkt skaðlega réttarmenningu. Lögin hafa verið túlkuð af fjölskyldudómstólum á þann hátt að rétti beggja foreldra til umgengni er forgangsraðað fram yfir öryggi barnsins. Bresk stjórnvöld hafa þar með gengist við þeirri staðreynd að kerfið bregst börnum og þolendum ofbeldis, ekki vegna vöntunar á lagasetningu, heldur vegna ríkjandi viðhorfa sem gera ofbeldið ósýnilegt. Ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar er sögulegt uppgjör við skaðlega réttarhefð, ákvörðun um að hafna umgengnisréttarmenningu (e. pro-contact culture). Í tilkynningu stjórnvalda kemur meðal annars fram að lagabreytingin fylgi í kjölfar þrotlausrar baráttu Claire Throssell, sem hefur í meira en áratug krafist réttlætis eftir að fyrrum eiginmaður hennar varð af ásetningi valdur að dauða sona þeirra tveggja, Jack og Paul, í fyrirskipaðri eftirlitslausri umgengni árið 2014. Faðir drengjanna lokkaði þá upp á háaloft með nýrri leikfangalest, lokaði þá inni í húsinu og bar síðan eld að því á fjórtán stöðum, áður en hann svipti sig lífi. Orð Claire endurspegla hrollvekjandi staðreynd sem er raunsönn jafnt í Bretlandi og á Íslandi. Í forsjármálum veit þolandi ofbeldis betur en nokkur dómstóll hvers gerandinn er raunverulega megnugur: „Ég sagði dómstólnum að hann myndi drepa þá. Ég sagði þeim hvað myndi gerast. Ég gat ekki spáð fyrir um hvernig, en ég vissi að hann myndi gera það og ég var bara lítilsvirt, hunsuð og ósýnileg.“ Ákvörðunin um breytinguna á bresku barnalögunum byggir á niðurstöðum skýrslu sem dómsmálaráðuneytið þar í landi gaf út árið 2020 og staðfestir kerfislæga slagsíðu umgengnisréttarmenningar í lagaframkvæmd. Niðurstöður skýrslunnar um viðbrögð fjölskyldudómstóla í Englandi og Wales við ásökunum um ofbeldi í forsjármálum, eru svo áþekkar íslenskum veruleika að skýrslan hefði allt eins getað verið skrifuð um Ísland. Kerfið sjálft leikur hlutverk hagsmunaaðila í forsjár- og umgengnismálum á Íslandi Samtökin Líf án ofbeldis kynntu skýrslu breska dómsmálaráðuneytisins í íslenska dómsmálaráðuneytinu strax árið 2020, en samtökin hafa frá stofnun kallað eftir breytingum á íslenskum barnalögum og vernd þolenda ofbeldis í nánum samböndum, í forsjár- og umgengnismálum. Samtökin hafa átt fundi í dómsmálaráðuneytinu undir forystu allra ráðherra sem setið hafa frá því 2019. Árið 2018 birtist greinargóð úttekt í Stundinni á íslenskri stjórnsýslu og framkvæmd í forsjár- og umgengnismálum, þar sem ofbeldi í fjölskyldum hafði komið við sögu. Málin sem þar voru rakin allt aftur til 1999 afhjúpuðu kerfislæga blindu stjórnvalda, hvernig réttur foreldra til umgengni er látinn vega þyngra en öryggi barnsins og litið er kerfisbundið fram hjá ofbeldi. Sama mynstur er staðfest í matsskýrslu nefndar á vegum Evrópuráðsins (GREVIO) um Ísland sem birt var árið 2022. Þar kemur fram að íslensk stjórnvöld taka ekki nægilegt tillit til ofbeldis við ákvörðun um forsjá og umgengni. Þessi framkvæmd er í beinni andstöðu við ákvæði Istanbúl-samningsins sem Ísland fullgilti árið 2018 og nefndin hefur eftirlit með. Meðferð sýslumanna, dómstóla og barnaverndar á málum þolenda heimilis- og kynferðisofbeldis sætir sérstakri gagnrýni, ekki síst við ákvörðun forsjár og umgengni. Greint er frá kerfisbundnum skorti á sérþekkingu á kynbundnu ofbeldi og áhrifum þess á börn hjá þessum aðilum. Því kallar nefndin eftir samræmdu áhættumati stjórnvalda, þjálfun og skýrri forgangsröðun öryggis barna innan kerfisins. GREVIO bendir einnig á að óvísindaleg hugtök á borð við „foreldraútilokun“ (e. parental alienation) séu markvisst notuð gegn þolendum kynbundins ofbeldis, sem dragi úr öryggi þeirra og brjóti í bága við meginreglur Istanbúl-samningsins. Þess er því krafist að notkun þessara hugtaka verði alfarið hætt í málum þar sem grunur leikur á ofbeldi. Sama ár, 2022, kölluðu Sameinuðu þjóðirnar eftir upplýsingum um stöðu forsjármála og ofbeldi gegn konum og börnum. Samtökin Líf án ofbeldis svöruðu kallinu og upplýstu um stöðuna á Íslandi. Á liðnum árum virðist frekar hafa færst í aukana að íslensk stjórnvöld beiti þolendur ofbeldis þrýstingi til „samvinnu“ við geranda sinn í nafni „foreldrajafnréttis“ í meðferð forsjár- og umgengnismála. Vernd barna og öryggi þolenda ofbeldis hefur verið fórnað í þeirra eigin málum, þar sem kerfið sjálft leikur hlutverk hagsmunaaðila, til þess að framfylgja viðmiðum um umgengnisrétt. Jafnréttishugsjónin yfirskyggir hagsmuni barna Rætur umgengnisréttarmenningarmá rekja til samfélagslegra og lagalegra breytinga í Bandaríkjunum og Bretlandi upp úr 1980, þegar hugmyndin um sameiginlega forsjárábyrgð foreldra varð viðtekin. Eftir tvær aldir af guðlegri skipan fjölskyldunnar í Bandaríkjunum, þar sem faðir hafði alger yfirráð yfir börnum sem húsbóndi heimilisins, tók við stutt tímabil á seinni hluta 19. aldar þar sem móðir hafði forgang að forsjá (e. maternal preference) sem helsti umönnunaraðili barns, þegar kenningin um hin viðkvæmu mótunarár barna (e. the tender years doctrine) varð ráðandi. Hugmyndirnar um sameiginlega forsjá og jafna foreldraábyrgð spruttu upp á árunum 1980–1990, sem ný kynhlutlaus viðmið. Þessi þróun í Bandaríkjunum var afurð nýrrar áherslu á kynjajafnrétti, samhliða mikilli fjölgun skilnaða og innleiðingu skilnaðarlaga sem ekki kröfðust sönnunar um forsendubrest eða sök í hjónabandi (e. no- fault divorce). Í Bretlandi þróaðist sama viðhorf innan fjölskylduréttar, þar sem dómstólar fóru smám saman að líta á jafna foreldraábyrgð og reglubundin samskipti við báða foreldra sem sjálfgefna reglu, löngu áður en hún var formlega lögfest árið 2014. Þessi tilraun til að jafna forsjárábyrgð á milli fráskildra foreldra, dró markvisst úr vægi forgangsréttar mæðra, samhliða því að merking nýrra jafnréttishugtaka var endurskilgreind af talsmönnum feðraréttar og fljótlega túlkuð sem sérstakur „réttur feðra“, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Svokallaðar feðraréttarhreyfingar urðu til samhliða jafnréttisbaráttunni, en áhrif þeirra á fjölskyldurétt urðu ráðandi á níunda og tíunda áratugnum. Í meðförum þessara hreyfinga breyttust jafnréttiskröfurnar úr því að fjalla um jafna ábyrgð, í að vera pólitískt vopn sem beitt var markvisst til að endurheimta fyrri forréttindi karla innan fjölskylduréttarins og veikja trúverðugleika kvenna sem greindu frá ofbeldi. Áðurnefnd hugmynd um foreldraútilokun, byggir á forsendunni um að báðir foreldrar eigi jafnan, ófrávíkjanlegan rétt til að umgangast barn sitt og er endurskilgreining á hugsjóninni um jafna foreldraábyrgð. Þessi nýja skilgreining á foreldrajafnrétti varð jafnframt eitt helsta tæki ofbeldismanna til að tortryggja frásagnir mæðra og barna af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum. Hugmyndin um bestu hagsmuni barnsins hefur í gegnum tíðina endurspeglað ríkjandi sjónarmið hvers tíma um kyn, foreldrahlutverk og fjölskyldu, fremur en raunverulegar þarfir og reynslu barnsins sjálfs. Fræðikonur á borð við Joan Meier í Bandaríkjunum og Adrienne Barnett í Bretlandi hafa sýnt fram á að hugtakið um foreldraútilokun, eins og það er notað í fjölskyldudómstólum, skortir bæði vísindalegt réttmæti og raunverulega stoð í sálfræðilegum rannsóknum. Ef móðir segir frá ofbeldi föður gegn barni eða á heimilinu, er hún stimpluð sem sú sem „útilokar“ föðurinn. Þegar barn síðan sýnir eðlileg viðbrögð við áföllum, eru þau túlkuð sem sönnun um „innrætingu“ móðurinnar. Þannig verður hugmyndin um foreldraútilokun að meginréttlætingu kerfisins fyrir því að vernda gerendur ofbeldis fremur en þolendur. Íslensk réttarframkvæmd notar hugtökin „tálmun á umgengni“ og „innræting“ til að ljá hjávísindum og kvenfyrirlitningu lögmæti sitt. Jafnréttishugsjónin sem upphaflega átti að draga úr kynbundinni mismunun í forsjármálum, varð í reynd til þess að sjónarhornið færðist frá barninu yfir á foreldrana. Í stað þess að meta raunverulega velferð hvers barns, hafa lagalegar áherslur á jafna foreldraþátttöku fest misréttið frekar í sessi. Misbeiting sálfræðikenninga í þeim tilgangi að réttlæta umgengnisrétt, er ekki eingöngu bundin við hjávísindi. Árið 2021 gaf alþjóðlegur hópur helstu sérfræðinga í tengslamyndunarkenningum (e. attachment theory) út einróma samþykkt með það fyrir augum að beiting kenninganna í fjölskyldurétti þurfi að byggja á traustum vísindalegum grunni. Sérfræðingarnir vara við misnotkun sálfræðilegra hugtaka fyrir fjölskyldudómstólum, þar sem vísindalegu orðfæri er ranglega beitt til að réttlæta umgengnisstefnu (e. contact ideology), í stað þess að tryggja velferð barnsins. Í samþykktinni er sýnt fram á hvernig hugtökum um tengslamyndun barna er beitt án vísindalegs réttmætis, til að móta niðurstöður um forsjá og umgengni, jafnvel í málum þar sem ofbeldi er staðfest. Því kallar fræðafólk sálfræðinnar eftir viðsnúningi í fjölskyldurétti, að horfið verði frá þeirri aðferðafræði sem forgangsraðar umgengni sjálfkrafa og að sjónarmið um öryggi barnsins ráði ávallt niðurstöðum, en ekki hugmyndafræðileg viðmið klædd í orðaforða sálfræðinnar. Valdbeiting í stað barnaverndar: Þegar réttlætið verður réttlæting Á tíunda áratugnum og fram yfir síðustu aldamót festist hugmyndafræðin um jafna forsjá og umgengnisrétt í sessi á Norðurlöndunum, knúin áfram af þróun fjölskyldulöggjafar, jafnréttisstefnu og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lagaframkvæmd varð réttur barnsins til að halda tengslum við báða foreldra að sjálfgefinni forsendu, líkt og í Bretlandi og Bandaríkjunum, sem festi rætur í norrænum réttarkerfum og stuðlaði að ráðandi umgengnisréttarmenningu. Löggjöf sem átti að efla ábyrgð karla í foreldrahlutverki hefur í mörgum vestrænum ríkjum mætt kerfislægu viðnámi. Mótspyrnan við breytingum birtist í því að stjórnkerfið sjálft leitast við að viðhalda völdum sínum, tekur sannarlega upp nýtt tungutak jafnréttis og barnaverndar en beitir því áfram innan sama viðtekna valdaramma og áður, þar sem vernd þýðir stjórntæki og réttlæti þýðir réttlæting. Eitt skýrasta dæmið um hvernig lögum, sem ætlað er að stuðla að velferð barna, er umbreytt í valdatæki ofbeldismanna má sjá í notkun svokallaðs Haagsamnings frá árinu 1980. Þótt upphaflegur tilgangur Haagsamningsins hafi verið að vernda börn gegn ólögmætum brottflutningi á milli landa, er hann í dag helst notaður sem tæki ofbeldismanna sem beita alþjóðareglum til að hindra flótta fyrrum maka og barna undan ofbeldi þeirra. Þessi þróun sýnir skýrt viðnám valdbeitingarmenningar gegn raunverulegum breytingum innan stjórnkerfisins. Gildi þeirrar menningar eru algerlega ósamrýmanleg hugsjónum um jafnrétti, samvinnu og öryggi barna. Lágmarkskröfur til réttarríkisins er að öryggi barna gangi framar hugmyndafræði Frá því samtökin Líf án ofbeldis hófu að benda á kerfislægar brotalamir í forsjár- og umgengnismálum hefur orðræða hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu gagnvart þolendum ofbeldis í nánum samböndum, breyst frá því að afgreiða gögn um staðfest ofbeldi sem „einhliða gagnaöflun móður“ yfir í að þolendum ofbeldis er ráðlagt í lögbundinni sáttameðferð að „horfa til framtíðar“, sem í reynd felur í sér að horft er markvisst fram hjá ofbeldinu. Þegar barn lýsir ofbeldi af hálfu föður í viðtali við sérfræðing í málefnum barna, er því svarað að hann hafi „bara verið kjáni“, og reynsla barnsins er endurskilgreind sem léttvæg mistök föður. Þrátt fyrir að stjórnvöldum beri lögum samkvæmt aldrei minni skylda en almennum borgurum til að tilkynna rökstuddan grun um ofbeldi eða vanrækslu til barnaverndaryfirvalda, er ítrekað vikið frá þessari grundvallarskyldu. Það stendur hvergi í lögunum að það sé barni ávallt fyrir bestu að vera í hnífjafnri umgengni við báða foreldra, að meðtöldum næturgistingum. Þar að auki virðist hugmyndin um „jafna foreldraábyrgð“ eingöngu eiga við þegar hún þjónar föður. Til að mynda er ekki talið samræmast hagsmunum barnsins að þvinga það í umsjá föður sem ekki vill eða getur annast það af einhverjum ástæðum. Hins vegar, þegar móðir reynir að vernda barn sitt frá ofbeldi, er hún sökuð um tálmun og barnið þvingað í umgengni við gerandann. Þau kerfisbundnu brot gegn rétti barna sem framin eru þegar barn er þvingað í umsjá geranda síns eru tvíþætt. Annars vegar er umgengni við foreldri sem beitir barnið ofbeldi knúin fram, hins vegar eru samskipti barnsins við það foreldri sem það treystir, skert eða stöðvuð í nafni þess að „jafna tengsl“ við báða foreldra. Útkoman er refsandi framkvæmd ríkisins gegn þolendum kynbundins ofbeldis, þvert á lagalega og siðferðilega skyldu foreldra til að vernda barn sitt. Þessi meingallaða framkvæmd er ekki „slembivilla“ eða dæmi um brotalöm í einstaka málum, heldur er hún bein afleiðing umgengnisréttarmenningar. Ljóst er að ríkið skapar samfélaginu djúpstæðan afleiddan vanda þegar það brýtur kerfisbundið gegn rétti barna til verndar frá ofbeldi og þvingar þau með valdi í umsjá gerenda sinna. Börnin sem fyrir þessu verða læra fljótt að vantreysta yfirvöldum, hvort sem það er lögregla, barnavernd, sýslumaður eða dómari. Á unglings- og fullorðinsárum getur þetta komið fram í almennu djúpstæðu vantrausti sem nær síðar til allra valdhafa og hverslags yfirboðara í einkalífi fólks. Þetta brotna traust til samfélagsins skapar vítahring skaða og einangrunar til lengri tíma, þar sem kerfið hefur sjálft dæmt sig úr leik til að veita þessum manneskjum öryggi og aðstoð síðar á lífsleiðinni. Bretland hefur nú aflétt sjálfgefinni forsendu um foreldrajafnrétti og sett öryggi barns og þolanda ofbeldis í fortakslausan forgang. Nú er röðin komin að Íslandi að aftengja barnalögin þessari gömlu forsendu, endurheimta rétta merkingu um bestu hagsmuni barnsins og láta vernd þess og öryggi ráða úrslitum í hverju máli fyrir sig. Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er fyrrum talskona samtakanna Líf án ofbeldis og Kolbrún Dögg Arnardóttir er formaður samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þann 22. október síðastliðinn tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún hygðist afnema lögfesta forsendu um foreldraþátttöku (e. the presumption of parental involvement) úr gildandi barnalögum þar í landi. Lagaákvæðin þar að lútandi sem voru innleidd árið 2014 eru því til endurskoðunar og tryggt verður að öryggi barns og þolanda ofbeldis verði ófrávíkjanleg forsenda ákvarðanatöku í sérhverju máli. Yfirlýsing aðstoðarráðherra dómsmála í Bretlandi um nýju lagabreytingarnar, felur í sér pólitíska játningu stjórnvalda. Barnalögin, sem þó kveða skýrt á um að öryggi og vernd barnsins skuli ganga framar kröfum um umgengni þegar ofbeldi er staðfest, hafa í reynd styrkt skaðlega réttarmenningu. Lögin hafa verið túlkuð af fjölskyldudómstólum á þann hátt að rétti beggja foreldra til umgengni er forgangsraðað fram yfir öryggi barnsins. Bresk stjórnvöld hafa þar með gengist við þeirri staðreynd að kerfið bregst börnum og þolendum ofbeldis, ekki vegna vöntunar á lagasetningu, heldur vegna ríkjandi viðhorfa sem gera ofbeldið ósýnilegt. Ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar er sögulegt uppgjör við skaðlega réttarhefð, ákvörðun um að hafna umgengnisréttarmenningu (e. pro-contact culture). Í tilkynningu stjórnvalda kemur meðal annars fram að lagabreytingin fylgi í kjölfar þrotlausrar baráttu Claire Throssell, sem hefur í meira en áratug krafist réttlætis eftir að fyrrum eiginmaður hennar varð af ásetningi valdur að dauða sona þeirra tveggja, Jack og Paul, í fyrirskipaðri eftirlitslausri umgengni árið 2014. Faðir drengjanna lokkaði þá upp á háaloft með nýrri leikfangalest, lokaði þá inni í húsinu og bar síðan eld að því á fjórtán stöðum, áður en hann svipti sig lífi. Orð Claire endurspegla hrollvekjandi staðreynd sem er raunsönn jafnt í Bretlandi og á Íslandi. Í forsjármálum veit þolandi ofbeldis betur en nokkur dómstóll hvers gerandinn er raunverulega megnugur: „Ég sagði dómstólnum að hann myndi drepa þá. Ég sagði þeim hvað myndi gerast. Ég gat ekki spáð fyrir um hvernig, en ég vissi að hann myndi gera það og ég var bara lítilsvirt, hunsuð og ósýnileg.“ Ákvörðunin um breytinguna á bresku barnalögunum byggir á niðurstöðum skýrslu sem dómsmálaráðuneytið þar í landi gaf út árið 2020 og staðfestir kerfislæga slagsíðu umgengnisréttarmenningar í lagaframkvæmd. Niðurstöður skýrslunnar um viðbrögð fjölskyldudómstóla í Englandi og Wales við ásökunum um ofbeldi í forsjármálum, eru svo áþekkar íslenskum veruleika að skýrslan hefði allt eins getað verið skrifuð um Ísland. Kerfið sjálft leikur hlutverk hagsmunaaðila í forsjár- og umgengnismálum á Íslandi Samtökin Líf án ofbeldis kynntu skýrslu breska dómsmálaráðuneytisins í íslenska dómsmálaráðuneytinu strax árið 2020, en samtökin hafa frá stofnun kallað eftir breytingum á íslenskum barnalögum og vernd þolenda ofbeldis í nánum samböndum, í forsjár- og umgengnismálum. Samtökin hafa átt fundi í dómsmálaráðuneytinu undir forystu allra ráðherra sem setið hafa frá því 2019. Árið 2018 birtist greinargóð úttekt í Stundinni á íslenskri stjórnsýslu og framkvæmd í forsjár- og umgengnismálum, þar sem ofbeldi í fjölskyldum hafði komið við sögu. Málin sem þar voru rakin allt aftur til 1999 afhjúpuðu kerfislæga blindu stjórnvalda, hvernig réttur foreldra til umgengni er látinn vega þyngra en öryggi barnsins og litið er kerfisbundið fram hjá ofbeldi. Sama mynstur er staðfest í matsskýrslu nefndar á vegum Evrópuráðsins (GREVIO) um Ísland sem birt var árið 2022. Þar kemur fram að íslensk stjórnvöld taka ekki nægilegt tillit til ofbeldis við ákvörðun um forsjá og umgengni. Þessi framkvæmd er í beinni andstöðu við ákvæði Istanbúl-samningsins sem Ísland fullgilti árið 2018 og nefndin hefur eftirlit með. Meðferð sýslumanna, dómstóla og barnaverndar á málum þolenda heimilis- og kynferðisofbeldis sætir sérstakri gagnrýni, ekki síst við ákvörðun forsjár og umgengni. Greint er frá kerfisbundnum skorti á sérþekkingu á kynbundnu ofbeldi og áhrifum þess á börn hjá þessum aðilum. Því kallar nefndin eftir samræmdu áhættumati stjórnvalda, þjálfun og skýrri forgangsröðun öryggis barna innan kerfisins. GREVIO bendir einnig á að óvísindaleg hugtök á borð við „foreldraútilokun“ (e. parental alienation) séu markvisst notuð gegn þolendum kynbundins ofbeldis, sem dragi úr öryggi þeirra og brjóti í bága við meginreglur Istanbúl-samningsins. Þess er því krafist að notkun þessara hugtaka verði alfarið hætt í málum þar sem grunur leikur á ofbeldi. Sama ár, 2022, kölluðu Sameinuðu þjóðirnar eftir upplýsingum um stöðu forsjármála og ofbeldi gegn konum og börnum. Samtökin Líf án ofbeldis svöruðu kallinu og upplýstu um stöðuna á Íslandi. Á liðnum árum virðist frekar hafa færst í aukana að íslensk stjórnvöld beiti þolendur ofbeldis þrýstingi til „samvinnu“ við geranda sinn í nafni „foreldrajafnréttis“ í meðferð forsjár- og umgengnismála. Vernd barna og öryggi þolenda ofbeldis hefur verið fórnað í þeirra eigin málum, þar sem kerfið sjálft leikur hlutverk hagsmunaaðila, til þess að framfylgja viðmiðum um umgengnisrétt. Jafnréttishugsjónin yfirskyggir hagsmuni barna Rætur umgengnisréttarmenningarmá rekja til samfélagslegra og lagalegra breytinga í Bandaríkjunum og Bretlandi upp úr 1980, þegar hugmyndin um sameiginlega forsjárábyrgð foreldra varð viðtekin. Eftir tvær aldir af guðlegri skipan fjölskyldunnar í Bandaríkjunum, þar sem faðir hafði alger yfirráð yfir börnum sem húsbóndi heimilisins, tók við stutt tímabil á seinni hluta 19. aldar þar sem móðir hafði forgang að forsjá (e. maternal preference) sem helsti umönnunaraðili barns, þegar kenningin um hin viðkvæmu mótunarár barna (e. the tender years doctrine) varð ráðandi. Hugmyndirnar um sameiginlega forsjá og jafna foreldraábyrgð spruttu upp á árunum 1980–1990, sem ný kynhlutlaus viðmið. Þessi þróun í Bandaríkjunum var afurð nýrrar áherslu á kynjajafnrétti, samhliða mikilli fjölgun skilnaða og innleiðingu skilnaðarlaga sem ekki kröfðust sönnunar um forsendubrest eða sök í hjónabandi (e. no- fault divorce). Í Bretlandi þróaðist sama viðhorf innan fjölskylduréttar, þar sem dómstólar fóru smám saman að líta á jafna foreldraábyrgð og reglubundin samskipti við báða foreldra sem sjálfgefna reglu, löngu áður en hún var formlega lögfest árið 2014. Þessi tilraun til að jafna forsjárábyrgð á milli fráskildra foreldra, dró markvisst úr vægi forgangsréttar mæðra, samhliða því að merking nýrra jafnréttishugtaka var endurskilgreind af talsmönnum feðraréttar og fljótlega túlkuð sem sérstakur „réttur feðra“, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Svokallaðar feðraréttarhreyfingar urðu til samhliða jafnréttisbaráttunni, en áhrif þeirra á fjölskyldurétt urðu ráðandi á níunda og tíunda áratugnum. Í meðförum þessara hreyfinga breyttust jafnréttiskröfurnar úr því að fjalla um jafna ábyrgð, í að vera pólitískt vopn sem beitt var markvisst til að endurheimta fyrri forréttindi karla innan fjölskylduréttarins og veikja trúverðugleika kvenna sem greindu frá ofbeldi. Áðurnefnd hugmynd um foreldraútilokun, byggir á forsendunni um að báðir foreldrar eigi jafnan, ófrávíkjanlegan rétt til að umgangast barn sitt og er endurskilgreining á hugsjóninni um jafna foreldraábyrgð. Þessi nýja skilgreining á foreldrajafnrétti varð jafnframt eitt helsta tæki ofbeldismanna til að tortryggja frásagnir mæðra og barna af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum. Hugmyndin um bestu hagsmuni barnsins hefur í gegnum tíðina endurspeglað ríkjandi sjónarmið hvers tíma um kyn, foreldrahlutverk og fjölskyldu, fremur en raunverulegar þarfir og reynslu barnsins sjálfs. Fræðikonur á borð við Joan Meier í Bandaríkjunum og Adrienne Barnett í Bretlandi hafa sýnt fram á að hugtakið um foreldraútilokun, eins og það er notað í fjölskyldudómstólum, skortir bæði vísindalegt réttmæti og raunverulega stoð í sálfræðilegum rannsóknum. Ef móðir segir frá ofbeldi föður gegn barni eða á heimilinu, er hún stimpluð sem sú sem „útilokar“ föðurinn. Þegar barn síðan sýnir eðlileg viðbrögð við áföllum, eru þau túlkuð sem sönnun um „innrætingu“ móðurinnar. Þannig verður hugmyndin um foreldraútilokun að meginréttlætingu kerfisins fyrir því að vernda gerendur ofbeldis fremur en þolendur. Íslensk réttarframkvæmd notar hugtökin „tálmun á umgengni“ og „innræting“ til að ljá hjávísindum og kvenfyrirlitningu lögmæti sitt. Jafnréttishugsjónin sem upphaflega átti að draga úr kynbundinni mismunun í forsjármálum, varð í reynd til þess að sjónarhornið færðist frá barninu yfir á foreldrana. Í stað þess að meta raunverulega velferð hvers barns, hafa lagalegar áherslur á jafna foreldraþátttöku fest misréttið frekar í sessi. Misbeiting sálfræðikenninga í þeim tilgangi að réttlæta umgengnisrétt, er ekki eingöngu bundin við hjávísindi. Árið 2021 gaf alþjóðlegur hópur helstu sérfræðinga í tengslamyndunarkenningum (e. attachment theory) út einróma samþykkt með það fyrir augum að beiting kenninganna í fjölskyldurétti þurfi að byggja á traustum vísindalegum grunni. Sérfræðingarnir vara við misnotkun sálfræðilegra hugtaka fyrir fjölskyldudómstólum, þar sem vísindalegu orðfæri er ranglega beitt til að réttlæta umgengnisstefnu (e. contact ideology), í stað þess að tryggja velferð barnsins. Í samþykktinni er sýnt fram á hvernig hugtökum um tengslamyndun barna er beitt án vísindalegs réttmætis, til að móta niðurstöður um forsjá og umgengni, jafnvel í málum þar sem ofbeldi er staðfest. Því kallar fræðafólk sálfræðinnar eftir viðsnúningi í fjölskyldurétti, að horfið verði frá þeirri aðferðafræði sem forgangsraðar umgengni sjálfkrafa og að sjónarmið um öryggi barnsins ráði ávallt niðurstöðum, en ekki hugmyndafræðileg viðmið klædd í orðaforða sálfræðinnar. Valdbeiting í stað barnaverndar: Þegar réttlætið verður réttlæting Á tíunda áratugnum og fram yfir síðustu aldamót festist hugmyndafræðin um jafna forsjá og umgengnisrétt í sessi á Norðurlöndunum, knúin áfram af þróun fjölskyldulöggjafar, jafnréttisstefnu og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lagaframkvæmd varð réttur barnsins til að halda tengslum við báða foreldra að sjálfgefinni forsendu, líkt og í Bretlandi og Bandaríkjunum, sem festi rætur í norrænum réttarkerfum og stuðlaði að ráðandi umgengnisréttarmenningu. Löggjöf sem átti að efla ábyrgð karla í foreldrahlutverki hefur í mörgum vestrænum ríkjum mætt kerfislægu viðnámi. Mótspyrnan við breytingum birtist í því að stjórnkerfið sjálft leitast við að viðhalda völdum sínum, tekur sannarlega upp nýtt tungutak jafnréttis og barnaverndar en beitir því áfram innan sama viðtekna valdaramma og áður, þar sem vernd þýðir stjórntæki og réttlæti þýðir réttlæting. Eitt skýrasta dæmið um hvernig lögum, sem ætlað er að stuðla að velferð barna, er umbreytt í valdatæki ofbeldismanna má sjá í notkun svokallaðs Haagsamnings frá árinu 1980. Þótt upphaflegur tilgangur Haagsamningsins hafi verið að vernda börn gegn ólögmætum brottflutningi á milli landa, er hann í dag helst notaður sem tæki ofbeldismanna sem beita alþjóðareglum til að hindra flótta fyrrum maka og barna undan ofbeldi þeirra. Þessi þróun sýnir skýrt viðnám valdbeitingarmenningar gegn raunverulegum breytingum innan stjórnkerfisins. Gildi þeirrar menningar eru algerlega ósamrýmanleg hugsjónum um jafnrétti, samvinnu og öryggi barna. Lágmarkskröfur til réttarríkisins er að öryggi barna gangi framar hugmyndafræði Frá því samtökin Líf án ofbeldis hófu að benda á kerfislægar brotalamir í forsjár- og umgengnismálum hefur orðræða hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu gagnvart þolendum ofbeldis í nánum samböndum, breyst frá því að afgreiða gögn um staðfest ofbeldi sem „einhliða gagnaöflun móður“ yfir í að þolendum ofbeldis er ráðlagt í lögbundinni sáttameðferð að „horfa til framtíðar“, sem í reynd felur í sér að horft er markvisst fram hjá ofbeldinu. Þegar barn lýsir ofbeldi af hálfu föður í viðtali við sérfræðing í málefnum barna, er því svarað að hann hafi „bara verið kjáni“, og reynsla barnsins er endurskilgreind sem léttvæg mistök föður. Þrátt fyrir að stjórnvöldum beri lögum samkvæmt aldrei minni skylda en almennum borgurum til að tilkynna rökstuddan grun um ofbeldi eða vanrækslu til barnaverndaryfirvalda, er ítrekað vikið frá þessari grundvallarskyldu. Það stendur hvergi í lögunum að það sé barni ávallt fyrir bestu að vera í hnífjafnri umgengni við báða foreldra, að meðtöldum næturgistingum. Þar að auki virðist hugmyndin um „jafna foreldraábyrgð“ eingöngu eiga við þegar hún þjónar föður. Til að mynda er ekki talið samræmast hagsmunum barnsins að þvinga það í umsjá föður sem ekki vill eða getur annast það af einhverjum ástæðum. Hins vegar, þegar móðir reynir að vernda barn sitt frá ofbeldi, er hún sökuð um tálmun og barnið þvingað í umgengni við gerandann. Þau kerfisbundnu brot gegn rétti barna sem framin eru þegar barn er þvingað í umsjá geranda síns eru tvíþætt. Annars vegar er umgengni við foreldri sem beitir barnið ofbeldi knúin fram, hins vegar eru samskipti barnsins við það foreldri sem það treystir, skert eða stöðvuð í nafni þess að „jafna tengsl“ við báða foreldra. Útkoman er refsandi framkvæmd ríkisins gegn þolendum kynbundins ofbeldis, þvert á lagalega og siðferðilega skyldu foreldra til að vernda barn sitt. Þessi meingallaða framkvæmd er ekki „slembivilla“ eða dæmi um brotalöm í einstaka málum, heldur er hún bein afleiðing umgengnisréttarmenningar. Ljóst er að ríkið skapar samfélaginu djúpstæðan afleiddan vanda þegar það brýtur kerfisbundið gegn rétti barna til verndar frá ofbeldi og þvingar þau með valdi í umsjá gerenda sinna. Börnin sem fyrir þessu verða læra fljótt að vantreysta yfirvöldum, hvort sem það er lögregla, barnavernd, sýslumaður eða dómari. Á unglings- og fullorðinsárum getur þetta komið fram í almennu djúpstæðu vantrausti sem nær síðar til allra valdhafa og hverslags yfirboðara í einkalífi fólks. Þetta brotna traust til samfélagsins skapar vítahring skaða og einangrunar til lengri tíma, þar sem kerfið hefur sjálft dæmt sig úr leik til að veita þessum manneskjum öryggi og aðstoð síðar á lífsleiðinni. Bretland hefur nú aflétt sjálfgefinni forsendu um foreldrajafnrétti og sett öryggi barns og þolanda ofbeldis í fortakslausan forgang. Nú er röðin komin að Íslandi að aftengja barnalögin þessari gömlu forsendu, endurheimta rétta merkingu um bestu hagsmuni barnsins og láta vernd þess og öryggi ráða úrslitum í hverju máli fyrir sig. Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er fyrrum talskona samtakanna Líf án ofbeldis og Kolbrún Dögg Arnardóttir er formaður samtakanna
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun