Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 07:16 Tilgangurinn með skrifum Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um Evrópusambandið og evruna undanfarnar vikur hefur öðrum þræði verið að reyna að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann flokksins. Þekkt er þegar Kristrún sagði Dag aðeins vera aukaleikara í Samfylkingunni fyrir þingkosningarnar fyrir ári og yrði ekki ráðherra. Þá hvatti hún fólk til þess að strika nafn hans út frekar en að sleppa því að kjósa flokkinn. Dagur vonaðist að eigin sögn til að verða allavega þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þess í stað gekk formennskan til Guðmundar Ara Sigurjónssonar sem kom einnig nýr inn á þing eftir kosningarnar fyrir ári eins og Dagur og kom að sama skapi úr sveitarstjórnarmálunum eins og hann en hins vegar með miklu minni reynslu í þeim efnum. Dagur fékk ekki einu að verða varaformaður þingflokksins og heldur ekki formaður einnar af fastanefndum Alþingis. Spurð í Spursmálum á mbl.is fyrir þingkosningarnar út í frammistöðu Dags sem borgarstjóra Reykjavíkur, ekki sízt ábyrgð borgarstjórnarmeirihlutans undir hans stjórn á verðbólgunni þar sem ekki hefði verið byggt nógu mikið af íbúðarhúsnæði í borginni, svaraði Kristrún því einkum til að hún hefði ekki setið í borgarstjórn. Vildi hún aðspurð ekki taka undir það að Dagur hefði verið hennar maður í borginni. Með öðrum orðum afneitaði hún honum hreinlega. Deilur þeirra Dags og Kristrúnar voru viðfangsefni pistils sem ég ritaði á Stjórnmálin.is í janúar síðastliðnum. Þar sagði ég að það sem þá hefði komið fram í þeim efnum væri að öllum líkindum aðeins forsmekkurinn. Dagur væri vanur því að vera í aðalhlutverkinu og ólíklegt að hann tæki því þegjandi og hljóðalaust að vera ítrekað tuktaður til af formanni flokksins. Raunar er miklu nær að segja að Kristrún hafi ítrekað niðurlægt hann og hent honum út í horn. Til að mynda sagði Dagur þannig í lokaorðum pistils um evruna í Morgunblaðinu nýverið að enginn væri að tala um hana. Í því fólst augljóst skot á Kristrúnu. Komu þau orð í kjölfar óánægju forystu Viðreisnar með það að Samfylkingin væri ekki að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið fyrir utan einstaka þingmann sem alltaf hefur gert það. Dagur telur sig ljóslega hafa fundið leið til þess að reyna að ná sér niðri á Kristrúnu. Hann mun væntanlega halda því áfram. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Tilgangurinn með skrifum Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um Evrópusambandið og evruna undanfarnar vikur hefur öðrum þræði verið að reyna að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann flokksins. Þekkt er þegar Kristrún sagði Dag aðeins vera aukaleikara í Samfylkingunni fyrir þingkosningarnar fyrir ári og yrði ekki ráðherra. Þá hvatti hún fólk til þess að strika nafn hans út frekar en að sleppa því að kjósa flokkinn. Dagur vonaðist að eigin sögn til að verða allavega þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þess í stað gekk formennskan til Guðmundar Ara Sigurjónssonar sem kom einnig nýr inn á þing eftir kosningarnar fyrir ári eins og Dagur og kom að sama skapi úr sveitarstjórnarmálunum eins og hann en hins vegar með miklu minni reynslu í þeim efnum. Dagur fékk ekki einu að verða varaformaður þingflokksins og heldur ekki formaður einnar af fastanefndum Alþingis. Spurð í Spursmálum á mbl.is fyrir þingkosningarnar út í frammistöðu Dags sem borgarstjóra Reykjavíkur, ekki sízt ábyrgð borgarstjórnarmeirihlutans undir hans stjórn á verðbólgunni þar sem ekki hefði verið byggt nógu mikið af íbúðarhúsnæði í borginni, svaraði Kristrún því einkum til að hún hefði ekki setið í borgarstjórn. Vildi hún aðspurð ekki taka undir það að Dagur hefði verið hennar maður í borginni. Með öðrum orðum afneitaði hún honum hreinlega. Deilur þeirra Dags og Kristrúnar voru viðfangsefni pistils sem ég ritaði á Stjórnmálin.is í janúar síðastliðnum. Þar sagði ég að það sem þá hefði komið fram í þeim efnum væri að öllum líkindum aðeins forsmekkurinn. Dagur væri vanur því að vera í aðalhlutverkinu og ólíklegt að hann tæki því þegjandi og hljóðalaust að vera ítrekað tuktaður til af formanni flokksins. Raunar er miklu nær að segja að Kristrún hafi ítrekað niðurlægt hann og hent honum út í horn. Til að mynda sagði Dagur þannig í lokaorðum pistils um evruna í Morgunblaðinu nýverið að enginn væri að tala um hana. Í því fólst augljóst skot á Kristrúnu. Komu þau orð í kjölfar óánægju forystu Viðreisnar með það að Samfylkingin væri ekki að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið fyrir utan einstaka þingmann sem alltaf hefur gert það. Dagur telur sig ljóslega hafa fundið leið til þess að reyna að ná sér niðri á Kristrúnu. Hann mun væntanlega halda því áfram. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun