Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2025 13:15 Fjarðarheiðargöng. Fyrirhugaður gangamunni í Seyðisfirði. Vegagerðin/Mannvit Undirskriftasöfnun er hafin á netinu til stuðnings Fjarðarheiðargöngum, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Upphafsmaður hennar er Lárus Bjarnason, fyrrverandi sýslumaður á Seyðisfirði. Söfnunin er til marks um þau átök sem blossað hafa upp, ekki síst innan Austurlands, um forgangsröðun jarðganga. Söfnuninni var hleypt af stað í gærkvöldi á Ísland.is eftir að fréttir bárust af því að innviðaráðherra hefði fengið afhentar yfir tvöþúsund undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð. Fjarðarheiðargöng eru sýnd með rauðum lit. Fjarðagöng eru sýnd með grænum lit.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Við styðjum Fjarðarheiðargöng“ segir í fyrirsögn yfir svohljóðandi áskorun: „Undirritaðir skora á samgönguyfirvöld að vinna við jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Héraðs verði með þeim hætti að farið verði á fullt í framkvæmdir nú þegar. Fjölmargar ályktanir og áköll hafa komið frá Seyðfirðingum um varanlegar samgöngubætur. Ekki verður lengur unað við þær hættulegu og óásættanlegu aðstæður sem eru í samgöngumálum Seyðisfjarðar. Undirritaðir treysta því að farið verði í útboð skv. fyrirliggjandi rannsóknum og ákvörðunum stjórnvalda.“ Frá þjóðveginum yfir Fjarðarheiði.Skjáskot/Stöð 2 Í greinargerð sem fylgir segir að vegurinn um Fjarðarheiði sé eini akvegurinn til og frá Seyðisfirði. Hann liggi í 620 metra hæð og erfiðri færð sem geti varað stóran hluta ársins. Samgöngur Seyðfirðinga séu því algjörlega orðnar sér á báti. „Seyðfirðingar hafa barist fyrir Fjarðarheiðargöngum í meira en 30 ár og því löngu orðið tímabært að hlustað sé á neyðarkall þeirra,“ segir að lokum. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Söfnunin er til marks um þau átök sem blossað hafa upp, ekki síst innan Austurlands, um forgangsröðun jarðganga. Söfnuninni var hleypt af stað í gærkvöldi á Ísland.is eftir að fréttir bárust af því að innviðaráðherra hefði fengið afhentar yfir tvöþúsund undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð. Fjarðarheiðargöng eru sýnd með rauðum lit. Fjarðagöng eru sýnd með grænum lit.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Við styðjum Fjarðarheiðargöng“ segir í fyrirsögn yfir svohljóðandi áskorun: „Undirritaðir skora á samgönguyfirvöld að vinna við jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Héraðs verði með þeim hætti að farið verði á fullt í framkvæmdir nú þegar. Fjölmargar ályktanir og áköll hafa komið frá Seyðfirðingum um varanlegar samgöngubætur. Ekki verður lengur unað við þær hættulegu og óásættanlegu aðstæður sem eru í samgöngumálum Seyðisfjarðar. Undirritaðir treysta því að farið verði í útboð skv. fyrirliggjandi rannsóknum og ákvörðunum stjórnvalda.“ Frá þjóðveginum yfir Fjarðarheiði.Skjáskot/Stöð 2 Í greinargerð sem fylgir segir að vegurinn um Fjarðarheiði sé eini akvegurinn til og frá Seyðisfirði. Hann liggi í 620 metra hæð og erfiðri færð sem geti varað stóran hluta ársins. Samgöngur Seyðfirðinga séu því algjörlega orðnar sér á báti. „Seyðfirðingar hafa barist fyrir Fjarðarheiðargöngum í meira en 30 ár og því löngu orðið tímabært að hlustað sé á neyðarkall þeirra,“ segir að lokum. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng.
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43
Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33