Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar 14. nóvember 2025 07:03 Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Greinarhöfundur lætur einnig hjá líða að geta þess grundvallarmunar sem er á þeim ágreiningi sem nú er uppi og þeim aðstæðum sem ríktu þegar Síminn var rétthafi að enska boltanum á árunum 2019-2025. Heimild Sýnar til endursölu Enska boltans fékkst með miklum eftirgangsmunum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 er þessi aðdragandi rakinn. Þar segir skýrt að þegar Síminn hóf að bjóða enska boltann vorið 2019 hafi keppinautar ekki átt kost á að kaupa þjónustuna í heildsölu. Fyrst í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti Símanum frummat sumarið 2019 þar sem fram kom að synjun Símans á heildsöluaðgangi bæri einkenni ólögmætrar sölusynjunar hóf Síminn að bjóða heildsölusamninga. Afstaða Símans breyttist því aðeins eftir að Samkeppniseftirlitið hafði komist að frumniðurstöðu um alvarlegt samkeppnislagabrot. Í núverandi deilu er staðan gjörólík. Samkeppniseftirlitið hefur þegar vísað frá kröfu Símans um bráðabirgðaákvörðun. Orðrétt sagði um þetta í bréfi Samkeppniseftirlitsins dags. 3. júlí 2025 […er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki liggi fyrir formleg synjun Sýnar um heildsölu og afhendingu útsendinga Enska boltans til Símans, ólíkt fyrri samkeppnismálum og stjórnsýsluframkvæmd eins og t.d. í máli vegna synjunar Símans gagnvart Nova árið 2023.” Engin sölusynjun á sér stað af hálfu Sýnar. Þvert á móti hefur Sýn boðið Símanum og öllum öðrum fjarskiptafyrirtækjum að endurselja ekki aðeins enska boltann, heldur allt sitt sjónvarpsefni, bæði línulegt og ólínulegt. Ætlunin var að dreifingin færi fram með tæknilega hlutlausri og nútímalegri lausn, þ.e. um app sem allir þekkja, hafa aðgang að og virkar á hvaða nettengingu sem er. Nova gekk að tilboðinu en Síminn ekki. Með þessu telur Sýn sig uppfylla að fullu skilyrði 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga um að veita fjarskiptafyrirtækjum rétt til að flytja sjónvarpsútsendingar „á stafrænu fjarskiptaneti sínu“. Internetið er sannarlega stafrænt fjarskiptanet, sem rösklega 99% landsmanna hafa aðgang að. Fjarskiptastofa féllst ekki á þetta sjónarmið og líkur standa til að málið verði að endingu útkljáð fyrir dómstólum. Krafa Símans snýst því ekki um að fá aðgang efninu, heldur um að þvinga Sýn til að viðhalda og styðja við lokað dreifikerfi Símans (IPTV), markaðsráðandi keppinauts, á kostnað nýsköpunar og framþróunar. Dæmi svo hver fyrir sig um víðsýni þeirrar háttsemi. Höfundur er lögmaður og aðallögfræðingur Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Greinarhöfundur lætur einnig hjá líða að geta þess grundvallarmunar sem er á þeim ágreiningi sem nú er uppi og þeim aðstæðum sem ríktu þegar Síminn var rétthafi að enska boltanum á árunum 2019-2025. Heimild Sýnar til endursölu Enska boltans fékkst með miklum eftirgangsmunum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 er þessi aðdragandi rakinn. Þar segir skýrt að þegar Síminn hóf að bjóða enska boltann vorið 2019 hafi keppinautar ekki átt kost á að kaupa þjónustuna í heildsölu. Fyrst í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti Símanum frummat sumarið 2019 þar sem fram kom að synjun Símans á heildsöluaðgangi bæri einkenni ólögmætrar sölusynjunar hóf Síminn að bjóða heildsölusamninga. Afstaða Símans breyttist því aðeins eftir að Samkeppniseftirlitið hafði komist að frumniðurstöðu um alvarlegt samkeppnislagabrot. Í núverandi deilu er staðan gjörólík. Samkeppniseftirlitið hefur þegar vísað frá kröfu Símans um bráðabirgðaákvörðun. Orðrétt sagði um þetta í bréfi Samkeppniseftirlitsins dags. 3. júlí 2025 […er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki liggi fyrir formleg synjun Sýnar um heildsölu og afhendingu útsendinga Enska boltans til Símans, ólíkt fyrri samkeppnismálum og stjórnsýsluframkvæmd eins og t.d. í máli vegna synjunar Símans gagnvart Nova árið 2023.” Engin sölusynjun á sér stað af hálfu Sýnar. Þvert á móti hefur Sýn boðið Símanum og öllum öðrum fjarskiptafyrirtækjum að endurselja ekki aðeins enska boltann, heldur allt sitt sjónvarpsefni, bæði línulegt og ólínulegt. Ætlunin var að dreifingin færi fram með tæknilega hlutlausri og nútímalegri lausn, þ.e. um app sem allir þekkja, hafa aðgang að og virkar á hvaða nettengingu sem er. Nova gekk að tilboðinu en Síminn ekki. Með þessu telur Sýn sig uppfylla að fullu skilyrði 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga um að veita fjarskiptafyrirtækjum rétt til að flytja sjónvarpsútsendingar „á stafrænu fjarskiptaneti sínu“. Internetið er sannarlega stafrænt fjarskiptanet, sem rösklega 99% landsmanna hafa aðgang að. Fjarskiptastofa féllst ekki á þetta sjónarmið og líkur standa til að málið verði að endingu útkljáð fyrir dómstólum. Krafa Símans snýst því ekki um að fá aðgang efninu, heldur um að þvinga Sýn til að viðhalda og styðja við lokað dreifikerfi Símans (IPTV), markaðsráðandi keppinauts, á kostnað nýsköpunar og framþróunar. Dæmi svo hver fyrir sig um víðsýni þeirrar háttsemi. Höfundur er lögmaður og aðallögfræðingur Sýnar hf.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun