Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2025 16:03 Eftir lagabreytingu gærdagsins er mun líklegra að þessi hundur fái að búa í fjölbýlishúsi. Vísir/Arnar Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir. Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands segir breytinguna mikið fagnaðarefni. „Við erum bara að vonast til þess að þetta hafi þau áhrif að það muni færri leita til okkar með dýr í neyð. Það er ekkert óalgengt að fólk komi til okkar sem er í vandræðum, einmitt vegna húsnæðismála,“ segir Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Er það þá fólk sem er að flytja í fjölbýli þar sem dýr eru bönnuð eða eitthvað slíkt? „Já, það hefur verið svolítið. Oft líka þegar fólk er að minnka við sig úr sérbýli í blokk, þá hefur ekki verið leyfi til að taka dýrin með sér. Það fylgir því auðvitað þvílík sorg að þurfa að láta dýrin frá sér.“ Sonja er framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Húsfélög munu áfram geta sett reglur um dýrahaldið, en slíkar reglur mega þó ekki ganga svo langt að leggja blátt bann við dýrahaldinu. Þá er heimild fyrir félög að banna stök dýr, ef þau valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur dýranna bregðast ekki við áminningum og ráða bót á ástandinu. Sonja segir að dýrum í fjölbýli geti alltaf fylgt eitthvað ónæði. „Þetta er skref í rétta átt, þannig að fólk hafi rétt á að taka dýrin sín með. Svo er auðvitað metið í hverju máli fyrir sig hvernig hlutirnir ganga og annað.“ En ábyrgir dýraeigendur ættu þá ekki að vera í neinum vandræðum í fjölbýli núna? „Nei. Þetta eru ekki líka ekki bara hundar, þetta eru líka innikettir sem eru ekki að valda ónæði. En ég geri mér grein fyrir því að það er til fólk með ofnæmi og annað. Það er bara eitthvað sem þarf að tækla líka, út af fyrir sig,“ segir Sonja. Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands segir breytinguna mikið fagnaðarefni. „Við erum bara að vonast til þess að þetta hafi þau áhrif að það muni færri leita til okkar með dýr í neyð. Það er ekkert óalgengt að fólk komi til okkar sem er í vandræðum, einmitt vegna húsnæðismála,“ segir Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Er það þá fólk sem er að flytja í fjölbýli þar sem dýr eru bönnuð eða eitthvað slíkt? „Já, það hefur verið svolítið. Oft líka þegar fólk er að minnka við sig úr sérbýli í blokk, þá hefur ekki verið leyfi til að taka dýrin með sér. Það fylgir því auðvitað þvílík sorg að þurfa að láta dýrin frá sér.“ Sonja er framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Húsfélög munu áfram geta sett reglur um dýrahaldið, en slíkar reglur mega þó ekki ganga svo langt að leggja blátt bann við dýrahaldinu. Þá er heimild fyrir félög að banna stök dýr, ef þau valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur dýranna bregðast ekki við áminningum og ráða bót á ástandinu. Sonja segir að dýrum í fjölbýli geti alltaf fylgt eitthvað ónæði. „Þetta er skref í rétta átt, þannig að fólk hafi rétt á að taka dýrin sín með. Svo er auðvitað metið í hverju máli fyrir sig hvernig hlutirnir ganga og annað.“ En ábyrgir dýraeigendur ættu þá ekki að vera í neinum vandræðum í fjölbýli núna? „Nei. Þetta eru ekki líka ekki bara hundar, þetta eru líka innikettir sem eru ekki að valda ónæði. En ég geri mér grein fyrir því að það er til fólk með ofnæmi og annað. Það er bara eitthvað sem þarf að tækla líka, út af fyrir sig,“ segir Sonja.
Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira