Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2025 08:01 Ég er oft spurð hvort ég hafi ekki áhyggjur af stöðu íslenskunnar og af ungmennunum okkar sem samkvæmt umræðu í samfélaginu geti hvorki lesið sér til gagns né hafi nokkurn áhuga á að standa vörð um íslenska tungu. Ég svara þessari spurningu ávallt neitandi. En segi jafnframt að ég hafi mun meiri áhyggjur af þeirri orðræðu sem hefur verið ríkjandi undanfarið um stöðu nemenda, starfsaðstæður þeirra og gildi þeirrar menntunar sem þeim er gert skylt að tileinka sér. Orðræðu sem einnig hefur beinst að ákveðnum hópum og snertir uppruna þeirra, tilveru og gilda án þess að rætt sé hvaða áhrif hún geti haft, hvernig hún snertir hópinn sem henni er beint að og hver sé raunverulegur tilgangur hennar. Börn og ungmenni er fjölbreyttur hópur einstaklinga en í því felst að sumir eru viðkvæmari fyrir svona umræðu en aðrir og verður að teljast harla líklegt að slík umræða geta haft meiðandi áhrif á þann hóp. Unglingsárin eru tími mikilla breytinga bæði líkamlegra og andlegra. Þau eru líka tími naflaskoðunar, á þessum árum áttar maður sig á því hver maður er og hvert maður vill stefna í lífinu. Fyrr í vikunni fór fram úrslitakvöld Skrekks, sem er hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Átta skólar kepptu til úrslita og er skemmst frá því að segja að framlög allra skólanna voru þeim sjálfum, skólunum sem þeir kepptu fyrir og ungmennum öllum til mikils sóma. Öll atriðin báru það með sér að ungmennin okkar láta sig samfélagið varða, eru gagnrýnin á samfélagið og spegluðu vel og á fjölbreyttan og listrænan hátt hvernig málefni eins og upplýsingaóreiða, neysluhyggja, hópþrýstingur, að standa undir væntingum annarra og að standa með sjálfum sér horfa við þeim. Fellaskóli hlaut verðskuldaðan sigur með atriðið sitt Þrýstingsbylgju en Skrekkstungan, sem veitt þeim skóla sem þykir skara fram úr í að beita íslensku á skapandi hátt, féll þeim einnig í skaut sem er sérstaklega ánægjulegt þar sem Fellaskóli er sá grunnskóli í Reykjavík sem er með einna hæst hlutfall nemenda af erlendum uppruna. Umsögn dómnefndar nær vel utan um þau hughrif sem atriðið hafði og er á þessa leið. „Atriðið sem fær Skrekkstunguna árið 2025 nýtir íslensku á skapandi hátt í söng, tali og einræðu. Atriðið er á vönduðu og fallegu máli, ljóðrænt og seiðandi en líka skýrt og aðgengilegt. Málsnið hvers hluta er viðeigandi fyrir efni hans, tungumálið er óþvingað og slípað og hvert orð þjónar atriðinu. Flytjendur nota tungumálið í eigin þágu og er titillinn þar engin undantekning.“ Atriðin áttu það öll sammerkt að mikil vinna hafði verið lögð í textagerð, framsögn og túlkun og sýndu svo ekki er um villst að ungmennunumm okkar er fyllilega treystandi fyrir íslenskunni. Það er gríðarlega mikilvægt að ungmennin okkar fái svigrúm, skilning og stuðning á þessu tímaskeiði frá öllum jafnt í nærumhverfi sem samfélagi til að fóta sig á sem farsælastan hátt. Horfum á það sem vel er gert og hvetjum þau áfram, höfum orð á því sem vel er gert. Það er nefnilega þannig að óvönduð orðræða er í senn niðurlægjandi og til þess fallin að veikja sjálfsmynd, sjálfstraust og sjálfsvirðingu þeirra sem hún beinist að. Það finnum við, sem í okkar daglegu störfum vinnum með börnum og ungmennum. Því ekki skrítið að maður verði eilítið hugsi og spyrji sig. Hvers vegna er lagt upp með slíka orðræðu. Hvaða tilgangi á hún að þjóna? Hvaða útkomu á hún að skila? Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég er oft spurð hvort ég hafi ekki áhyggjur af stöðu íslenskunnar og af ungmennunum okkar sem samkvæmt umræðu í samfélaginu geti hvorki lesið sér til gagns né hafi nokkurn áhuga á að standa vörð um íslenska tungu. Ég svara þessari spurningu ávallt neitandi. En segi jafnframt að ég hafi mun meiri áhyggjur af þeirri orðræðu sem hefur verið ríkjandi undanfarið um stöðu nemenda, starfsaðstæður þeirra og gildi þeirrar menntunar sem þeim er gert skylt að tileinka sér. Orðræðu sem einnig hefur beinst að ákveðnum hópum og snertir uppruna þeirra, tilveru og gilda án þess að rætt sé hvaða áhrif hún geti haft, hvernig hún snertir hópinn sem henni er beint að og hver sé raunverulegur tilgangur hennar. Börn og ungmenni er fjölbreyttur hópur einstaklinga en í því felst að sumir eru viðkvæmari fyrir svona umræðu en aðrir og verður að teljast harla líklegt að slík umræða geta haft meiðandi áhrif á þann hóp. Unglingsárin eru tími mikilla breytinga bæði líkamlegra og andlegra. Þau eru líka tími naflaskoðunar, á þessum árum áttar maður sig á því hver maður er og hvert maður vill stefna í lífinu. Fyrr í vikunni fór fram úrslitakvöld Skrekks, sem er hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Átta skólar kepptu til úrslita og er skemmst frá því að segja að framlög allra skólanna voru þeim sjálfum, skólunum sem þeir kepptu fyrir og ungmennum öllum til mikils sóma. Öll atriðin báru það með sér að ungmennin okkar láta sig samfélagið varða, eru gagnrýnin á samfélagið og spegluðu vel og á fjölbreyttan og listrænan hátt hvernig málefni eins og upplýsingaóreiða, neysluhyggja, hópþrýstingur, að standa undir væntingum annarra og að standa með sjálfum sér horfa við þeim. Fellaskóli hlaut verðskuldaðan sigur með atriðið sitt Þrýstingsbylgju en Skrekkstungan, sem veitt þeim skóla sem þykir skara fram úr í að beita íslensku á skapandi hátt, féll þeim einnig í skaut sem er sérstaklega ánægjulegt þar sem Fellaskóli er sá grunnskóli í Reykjavík sem er með einna hæst hlutfall nemenda af erlendum uppruna. Umsögn dómnefndar nær vel utan um þau hughrif sem atriðið hafði og er á þessa leið. „Atriðið sem fær Skrekkstunguna árið 2025 nýtir íslensku á skapandi hátt í söng, tali og einræðu. Atriðið er á vönduðu og fallegu máli, ljóðrænt og seiðandi en líka skýrt og aðgengilegt. Málsnið hvers hluta er viðeigandi fyrir efni hans, tungumálið er óþvingað og slípað og hvert orð þjónar atriðinu. Flytjendur nota tungumálið í eigin þágu og er titillinn þar engin undantekning.“ Atriðin áttu það öll sammerkt að mikil vinna hafði verið lögð í textagerð, framsögn og túlkun og sýndu svo ekki er um villst að ungmennunumm okkar er fyllilega treystandi fyrir íslenskunni. Það er gríðarlega mikilvægt að ungmennin okkar fái svigrúm, skilning og stuðning á þessu tímaskeiði frá öllum jafnt í nærumhverfi sem samfélagi til að fóta sig á sem farsælastan hátt. Horfum á það sem vel er gert og hvetjum þau áfram, höfum orð á því sem vel er gert. Það er nefnilega þannig að óvönduð orðræða er í senn niðurlægjandi og til þess fallin að veikja sjálfsmynd, sjálfstraust og sjálfsvirðingu þeirra sem hún beinist að. Það finnum við, sem í okkar daglegu störfum vinnum með börnum og ungmennum. Því ekki skrítið að maður verði eilítið hugsi og spyrji sig. Hvers vegna er lagt upp með slíka orðræðu. Hvaða tilgangi á hún að þjóna? Hvaða útkomu á hún að skila? Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun