Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2025 12:13 Meðferðarheimilið Stuðlar er til húsa í Grafarvoginum í Reykjavík. vísir/vilhelm Umboðsmaður barna segir stöðuna í meðferðarkerfinu vera grafalvarlega og ítrekar að gæta skuli varúðar þegar valdi er beitt. Starfsmaður Stuðla er með stöðu sakbornings vegna meintrar árásar innan meðferðarheimilisins. Starfsmaður á Stuðlum er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var skjólstæðingur á meðferðarheimilinu. Meint árás átti sér stað í lok júní en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar að meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar að starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur innan veggja stofnunarinnar og brást því illa við og skvetti úr vatnsglasi á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Barna- og fjölskyldustofa hefur ekki svarað spurningum fréttastofu. Drengurinn hafi verið með sýnilega áverka eftir atvikið. Lögmaður drengsins sagði í gær að drengurinn hafi óttast um líf sitt og að hann hafi komið í verra ástandi út af Stuðlum en hann var í þegar hann fyrst kom þangað. Grafalavarleg staða Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir stöðuna á Stuðlum alvarlega en rúmlega ár er síðan drengur fórst í eldsvoða á heimilinu. Sú rannsókn stendur enn yfir en þrír eru með stöðu sakbornings í málinu. Einnig hefur staðan á meðferðarheimilinu Bjargey verið til umfjöllunar undanfarið. „Ég vil ítreka það sem ég og embættið höfum komið á framfæri oft núna. Staðan í þessum málum er grafalvarleg. Það er nauðsynlegt að taka þessi meðferðarmál til endurskoðunar. Við erum að heyra af allt of mörgum málum, alvarlegum málum í meðferðarkerfinu. Það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Salvör. Neyðarástand hafi ríkt í málaflokknum frá síðasta ári. Sem dæmi um viðbrögð nefnir hún að þau hafi þegar hvatt forsætisráðherra til að ráðast í sérstaka rannsókn á afdrifum þeirra sem farið hafa í gegnum meðferðarkerfið. „Ég hvet stjórnvöld til að gera það sem gera þarf. Ég vona svo sannarlega að úr þeirri rannsókn verði sem fyrst. Þeim ber að skoða það hvort það þurfi að víkka út slíka rannsókn.“ Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/Einar Hún ítrekar að valbeitingu skuli aðeins beita í neyð. „Auðvitað verður að beita valdbeitingu með mikilli varúð. Staðan er auðvitað þannig að þessi hópur barna er í mjög viðkvæmri stöðu og þau sem eru í neyðarvistun á Stuðlum eru frelsissvipt. Þetta er eins viðkvæmur hópur og hægt er. Það þarf að fara eins varlega í þetta og kostur er.“ Málefni Stuðla Barnavernd Réttindi barna Meðferðarheimili Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Starfsmaður á Stuðlum er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var skjólstæðingur á meðferðarheimilinu. Meint árás átti sér stað í lok júní en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar að meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar að starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur innan veggja stofnunarinnar og brást því illa við og skvetti úr vatnsglasi á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Barna- og fjölskyldustofa hefur ekki svarað spurningum fréttastofu. Drengurinn hafi verið með sýnilega áverka eftir atvikið. Lögmaður drengsins sagði í gær að drengurinn hafi óttast um líf sitt og að hann hafi komið í verra ástandi út af Stuðlum en hann var í þegar hann fyrst kom þangað. Grafalavarleg staða Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir stöðuna á Stuðlum alvarlega en rúmlega ár er síðan drengur fórst í eldsvoða á heimilinu. Sú rannsókn stendur enn yfir en þrír eru með stöðu sakbornings í málinu. Einnig hefur staðan á meðferðarheimilinu Bjargey verið til umfjöllunar undanfarið. „Ég vil ítreka það sem ég og embættið höfum komið á framfæri oft núna. Staðan í þessum málum er grafalvarleg. Það er nauðsynlegt að taka þessi meðferðarmál til endurskoðunar. Við erum að heyra af allt of mörgum málum, alvarlegum málum í meðferðarkerfinu. Það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Salvör. Neyðarástand hafi ríkt í málaflokknum frá síðasta ári. Sem dæmi um viðbrögð nefnir hún að þau hafi þegar hvatt forsætisráðherra til að ráðast í sérstaka rannsókn á afdrifum þeirra sem farið hafa í gegnum meðferðarkerfið. „Ég hvet stjórnvöld til að gera það sem gera þarf. Ég vona svo sannarlega að úr þeirri rannsókn verði sem fyrst. Þeim ber að skoða það hvort það þurfi að víkka út slíka rannsókn.“ Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/Einar Hún ítrekar að valbeitingu skuli aðeins beita í neyð. „Auðvitað verður að beita valdbeitingu með mikilli varúð. Staðan er auðvitað þannig að þessi hópur barna er í mjög viðkvæmri stöðu og þau sem eru í neyðarvistun á Stuðlum eru frelsissvipt. Þetta er eins viðkvæmur hópur og hægt er. Það þarf að fara eins varlega í þetta og kostur er.“
Málefni Stuðla Barnavernd Réttindi barna Meðferðarheimili Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira