Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2025 12:13 Meðferðarheimilið Stuðlar er til húsa í Grafarvoginum í Reykjavík. vísir/vilhelm Umboðsmaður barna segir stöðuna í meðferðarkerfinu vera grafalvarlega og ítrekar að gæta skuli varúðar þegar valdi er beitt. Starfsmaður Stuðla er með stöðu sakbornings vegna meintrar árásar innan meðferðarheimilisins. Starfsmaður á Stuðlum er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var skjólstæðingur á meðferðarheimilinu. Meint árás átti sér stað í lok júní en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar að meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar að starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur innan veggja stofnunarinnar og brást því illa við og skvetti úr vatnsglasi á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Barna- og fjölskyldustofa hefur ekki svarað spurningum fréttastofu. Drengurinn hafi verið með sýnilega áverka eftir atvikið. Lögmaður drengsins sagði í gær að drengurinn hafi óttast um líf sitt og að hann hafi komið í verra ástandi út af Stuðlum en hann var í þegar hann fyrst kom þangað. Grafalavarleg staða Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir stöðuna á Stuðlum alvarlega en rúmlega ár er síðan drengur fórst í eldsvoða á heimilinu. Sú rannsókn stendur enn yfir en þrír eru með stöðu sakbornings í málinu. Einnig hefur staðan á meðferðarheimilinu Bjargey verið til umfjöllunar undanfarið. „Ég vil ítreka það sem ég og embættið höfum komið á framfæri oft núna. Staðan í þessum málum er grafalvarleg. Það er nauðsynlegt að taka þessi meðferðarmál til endurskoðunar. Við erum að heyra af allt of mörgum málum, alvarlegum málum í meðferðarkerfinu. Það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Salvör. Neyðarástand hafi ríkt í málaflokknum frá síðasta ári. Sem dæmi um viðbrögð nefnir hún að þau hafi þegar hvatt forsætisráðherra til að ráðast í sérstaka rannsókn á afdrifum þeirra sem farið hafa í gegnum meðferðarkerfið. „Ég hvet stjórnvöld til að gera það sem gera þarf. Ég vona svo sannarlega að úr þeirri rannsókn verði sem fyrst. Þeim ber að skoða það hvort það þurfi að víkka út slíka rannsókn.“ Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/Einar Hún ítrekar að valbeitingu skuli aðeins beita í neyð. „Auðvitað verður að beita valdbeitingu með mikilli varúð. Staðan er auðvitað þannig að þessi hópur barna er í mjög viðkvæmri stöðu og þau sem eru í neyðarvistun á Stuðlum eru frelsissvipt. Þetta er eins viðkvæmur hópur og hægt er. Það þarf að fara eins varlega í þetta og kostur er.“ Málefni Stuðla Barnavernd Réttindi barna Meðferðarheimili Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Starfsmaður á Stuðlum er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var skjólstæðingur á meðferðarheimilinu. Meint árás átti sér stað í lok júní en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar að meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar að starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur innan veggja stofnunarinnar og brást því illa við og skvetti úr vatnsglasi á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Barna- og fjölskyldustofa hefur ekki svarað spurningum fréttastofu. Drengurinn hafi verið með sýnilega áverka eftir atvikið. Lögmaður drengsins sagði í gær að drengurinn hafi óttast um líf sitt og að hann hafi komið í verra ástandi út af Stuðlum en hann var í þegar hann fyrst kom þangað. Grafalavarleg staða Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir stöðuna á Stuðlum alvarlega en rúmlega ár er síðan drengur fórst í eldsvoða á heimilinu. Sú rannsókn stendur enn yfir en þrír eru með stöðu sakbornings í málinu. Einnig hefur staðan á meðferðarheimilinu Bjargey verið til umfjöllunar undanfarið. „Ég vil ítreka það sem ég og embættið höfum komið á framfæri oft núna. Staðan í þessum málum er grafalvarleg. Það er nauðsynlegt að taka þessi meðferðarmál til endurskoðunar. Við erum að heyra af allt of mörgum málum, alvarlegum málum í meðferðarkerfinu. Það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Salvör. Neyðarástand hafi ríkt í málaflokknum frá síðasta ári. Sem dæmi um viðbrögð nefnir hún að þau hafi þegar hvatt forsætisráðherra til að ráðast í sérstaka rannsókn á afdrifum þeirra sem farið hafa í gegnum meðferðarkerfið. „Ég hvet stjórnvöld til að gera það sem gera þarf. Ég vona svo sannarlega að úr þeirri rannsókn verði sem fyrst. Þeim ber að skoða það hvort það þurfi að víkka út slíka rannsókn.“ Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/Einar Hún ítrekar að valbeitingu skuli aðeins beita í neyð. „Auðvitað verður að beita valdbeitingu með mikilli varúð. Staðan er auðvitað þannig að þessi hópur barna er í mjög viðkvæmri stöðu og þau sem eru í neyðarvistun á Stuðlum eru frelsissvipt. Þetta er eins viðkvæmur hópur og hægt er. Það þarf að fara eins varlega í þetta og kostur er.“
Málefni Stuðla Barnavernd Réttindi barna Meðferðarheimili Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira