„Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 11. nóvember 2025 21:56 Iðkunargjöld hjá íþróttafélögum mætti kalla fastan kostnað á mörgum heimilum. Þau hafa hækkað verulega hjá Stjörnunni og foreldrar lýsa áhyggjum af háum kostnaði. Vísir/vilhelm Æfingagjöld innan knattspyrnudeildar Stjörnunnar hækkuðu að jafnaði um 27 prósent frá því í fyrra. Foreldrar eru missáttir við verðhækkunina en framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir að kostnaður íþróttafélaga við íþróttaiðkun barna sé orðinn afar mikill. Hann fagnar umræðunni. Greint var frá því á Vísi í dag að foreldrar í Garðabæ væru margir hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Þeir sögðu að gjöldin hjá félaginu hefðu hækkað um allt að þrjátíu prósent milli ára. Í umræðu á Facebook benti móðir eins iðkanda í 5. flokki stúlkna hjá Stjörnunni á að hún hefði fengið rukkun frá íþróttafélaginu upp á 172 þúsund krónur, sem væri tæplega þriðjungi meira en í fyrra. Hún sagði að Álftanesi væri gjaldið 53 þúsund krónum ódýrara. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Æfingagjöld dekki ekki fastan kostnað Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir í yfirlýsingu til fréttastofu að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi Stjörnunnar í öðrum deildum en knattspyrnudeild hafi aðeins verið hækkuð fyrir tímabilið 2025/2026 um 7 til 12 prósent. Hann segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. „Þegar horft er á knattspyrnudeild nokkur ár aftur í tímann að þá hafa æfingagjöld deildarinnar ekki dekkað laun og annan fastan kostnað í barna- og unglingastarfi deildarinnar,“ segir í yfirlýsingu Baldvins. Aðrar tekjur deildarinnar hafi því verið nýttar í þágu iðkenda og þannig hafi deildin getað haldið æfingagjöldum lágum og „töluvert lægri“ en hjá flestum knattspyrnudeildum landsins sem eru sambærilegar að stærð, segir í yfirlýsingunni. Töluverður samdráttur af öðrum tekjum af deildinni „Fyrir tímabilið 25/26 var ljóst að töluverður samdráttur yrði í öðrum tekjum barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar, laun innan deildarinnar hafa almennt hækkað ásamt því að annar fastur kostnaður hefur hækkað í takt við þróun verðlags.“ Þessar breytingar á rekstri hafi þýtt að hækka þyrfti æfingagjöld umtalsvert. Niðurstaðan var sú að æfingagjöld innan knattspyrnudeildarinnar hækkuðu að jafnaði um 27,1 prósent fyrir tímabilið 2025/2026, segir í yfirlýsingunni. „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur og þess vegna fagna ég þessari umræðu,“ skrifar Baldvin. „Þátttaka barna- og unglinga í íþróttastarfi er gríðarlega mikilvæg og þurfum við sem samfélag að finna lausnir í sameiningu á því hvernig við tryggjum ábyrgan og metnaðarfullan rekstur íþróttafélaga í landinu en jafnframt að tryggja aðgengi barna- og unglinga að íþróttaiðkun óháð efnahag,“ skrifar Baldvin í niðurlagið. Íþróttir barna Stjarnan Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í dag að foreldrar í Garðabæ væru margir hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Þeir sögðu að gjöldin hjá félaginu hefðu hækkað um allt að þrjátíu prósent milli ára. Í umræðu á Facebook benti móðir eins iðkanda í 5. flokki stúlkna hjá Stjörnunni á að hún hefði fengið rukkun frá íþróttafélaginu upp á 172 þúsund krónur, sem væri tæplega þriðjungi meira en í fyrra. Hún sagði að Álftanesi væri gjaldið 53 þúsund krónum ódýrara. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Æfingagjöld dekki ekki fastan kostnað Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir í yfirlýsingu til fréttastofu að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi Stjörnunnar í öðrum deildum en knattspyrnudeild hafi aðeins verið hækkuð fyrir tímabilið 2025/2026 um 7 til 12 prósent. Hann segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. „Þegar horft er á knattspyrnudeild nokkur ár aftur í tímann að þá hafa æfingagjöld deildarinnar ekki dekkað laun og annan fastan kostnað í barna- og unglingastarfi deildarinnar,“ segir í yfirlýsingu Baldvins. Aðrar tekjur deildarinnar hafi því verið nýttar í þágu iðkenda og þannig hafi deildin getað haldið æfingagjöldum lágum og „töluvert lægri“ en hjá flestum knattspyrnudeildum landsins sem eru sambærilegar að stærð, segir í yfirlýsingunni. Töluverður samdráttur af öðrum tekjum af deildinni „Fyrir tímabilið 25/26 var ljóst að töluverður samdráttur yrði í öðrum tekjum barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar, laun innan deildarinnar hafa almennt hækkað ásamt því að annar fastur kostnaður hefur hækkað í takt við þróun verðlags.“ Þessar breytingar á rekstri hafi þýtt að hækka þyrfti æfingagjöld umtalsvert. Niðurstaðan var sú að æfingagjöld innan knattspyrnudeildarinnar hækkuðu að jafnaði um 27,1 prósent fyrir tímabilið 2025/2026, segir í yfirlýsingunni. „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur og þess vegna fagna ég þessari umræðu,“ skrifar Baldvin. „Þátttaka barna- og unglinga í íþróttastarfi er gríðarlega mikilvæg og þurfum við sem samfélag að finna lausnir í sameiningu á því hvernig við tryggjum ábyrgan og metnaðarfullan rekstur íþróttafélaga í landinu en jafnframt að tryggja aðgengi barna- og unglinga að íþróttaiðkun óháð efnahag,“ skrifar Baldvin í niðurlagið.
Íþróttir barna Stjarnan Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira