Innlent

Fresta skurð­að­gerðum vegna inflúensufaraldurs

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lokað hefur verið fyrir innlagnir á deild B5.
Lokað hefur verið fyrir innlagnir á deild B5. Vísir/Vilhelm

Lokað hefur verið fyrir innlagnir á legudeild bæklunarskurðlækninga á Landspítalanum og fjölda skurðaðgerða frestað. Inflúensufaraldur geysar á deildinni.

Í tilkynningu á heimasíðu Landspítalans segir að um deild B5 sé að ræða en hún er til húsa í Fossvoginum sem áður hét Borgarspítalinn. Lokað var fyrir innlagnir síðasta föstudag vegna inflúensufaraldurs.

Að auki hefur fjölda skurðaðgerða verið frestað vegna þess.

Landspítalinn þakkar sjúklingum og aðstandendum fyrir skilning og þolinmæði á meðan unnið er að því að koma aðgerðum aftur á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×