Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 12:34 Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023. Manninum er gefið að sök að hafa fyrirvaralaust lagt að öðrum manni í reykherbergi gistiheimilisins með ofbeldi með því að leggja að honum með eldhúshníf sem var með 18,5 sentímetra löngu blaði. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð skurð á hálsi sem sauma þurfti saman. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október en var birtur í gær. Bar fyrir sig neyðarvörn Hann neitaði sök í málinu og bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að ekki hafi verið ásetningur til brots. Hann hafi ekki ætlað að skera manninn á háls. Lýsti hann því fyrir dómi að hann hefði verið sleginn af manninum sem hafi verið á gistiheimilinu ásamt öðrum manni. Þá hafi hann sótt hnífana til að vera öruggari og til þess að hræða mennina. Hann hafi svo sveiflað hnífnum í átt að mönnunum en sagðist telja að það hafi verið vegna þess að annar mannanna hafi tekið í hönd hans. Er tekið fram í dómnum að ekki hafi verið samræmi á milli framburðar mannsins fyrir dómi og í skýrslutökum lögreglu. Þar hafi hann sagt sjö menn hafa verið með hávaða og að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi tvisvar slegið hann í andlitið. Einhverjir þessara manna hefðu reynt að ná af honum öðrum hnífnum og þá hafi hnífurinn sennilega farið í háls mannsins. Vitnin trúverðug Mennirnir tveir lýstu því fyrir dómi og fyrir lögreglu að maðurinn hafi komið með tvo hnífa inn í reykherbergi gistiheimilisins. Hann hafi misst annan í gólfið og fyrirvaralaust brugðið hnífi að hálsi annars þeirra og skorið hann á háls. Eftir það hafi hann verið yfirbugaður og læstur inni í reykherberginu. Lýstu vitnin því að atlagan hafi verið skyndileg og án fyrirvara. Dómurinn metur framburð vitnanna trúverðugan og telur sannað að maðurinn hafi veist að þeim með þeim hætti sem þeir lýsa. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi haft ásetning til að skera hinn á háls. Ástand hans hafi að einvherju leyti mátt skýra með tilliti til áfengisáhrifa, sem leysi hann ekki undan refsiábyrgð. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa fyrirvaralaust lagt að öðrum manni í reykherbergi gistiheimilisins með ofbeldi með því að leggja að honum með eldhúshníf sem var með 18,5 sentímetra löngu blaði. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð skurð á hálsi sem sauma þurfti saman. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október en var birtur í gær. Bar fyrir sig neyðarvörn Hann neitaði sök í málinu og bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að ekki hafi verið ásetningur til brots. Hann hafi ekki ætlað að skera manninn á háls. Lýsti hann því fyrir dómi að hann hefði verið sleginn af manninum sem hafi verið á gistiheimilinu ásamt öðrum manni. Þá hafi hann sótt hnífana til að vera öruggari og til þess að hræða mennina. Hann hafi svo sveiflað hnífnum í átt að mönnunum en sagðist telja að það hafi verið vegna þess að annar mannanna hafi tekið í hönd hans. Er tekið fram í dómnum að ekki hafi verið samræmi á milli framburðar mannsins fyrir dómi og í skýrslutökum lögreglu. Þar hafi hann sagt sjö menn hafa verið með hávaða og að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi tvisvar slegið hann í andlitið. Einhverjir þessara manna hefðu reynt að ná af honum öðrum hnífnum og þá hafi hnífurinn sennilega farið í háls mannsins. Vitnin trúverðug Mennirnir tveir lýstu því fyrir dómi og fyrir lögreglu að maðurinn hafi komið með tvo hnífa inn í reykherbergi gistiheimilisins. Hann hafi misst annan í gólfið og fyrirvaralaust brugðið hnífi að hálsi annars þeirra og skorið hann á háls. Eftir það hafi hann verið yfirbugaður og læstur inni í reykherberginu. Lýstu vitnin því að atlagan hafi verið skyndileg og án fyrirvara. Dómurinn metur framburð vitnanna trúverðugan og telur sannað að maðurinn hafi veist að þeim með þeim hætti sem þeir lýsa. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi haft ásetning til að skera hinn á háls. Ástand hans hafi að einvherju leyti mátt skýra með tilliti til áfengisáhrifa, sem leysi hann ekki undan refsiábyrgð.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira