Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2025 07:02 Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru minnast aldrei á aðrar hagstæðir en vexti þegar evrusvæðið er annars vegar. Þeir virðast raunar margir hverjir hættir að minnast á sambandið sem slíkt. Til að mynda minnast þeir aldrei á hagvöxt, framleiðni eða atvinnuleysi. Skiljanlega enda eru tölur í þeim efnum á svæðinu ekkert til að hrópa húrra yfir. Reyndar ekki vextirnir heldur enda eru lágir vextir þar fyrst og fremst birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar. Fyrir það fyrsta er rétt að árétta að verðbólga og vextir hér á landi hafa í raun ekkert nmeð krónuna að gera eins og ófáir sérfræðingar í efnahagsmálum bara bent á eins og til að mynda Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Verðbólgan er ekki sízt afleiðing þess að búið hefur verið til of mikið af henni í gegnum tíðina. Ekki sízt með lánveitingum samhliða snarhækkuðu fasteignaverði en bankar búa til yfirgnæfandi meirihluta króna í umferð. Krónan býr sig ekki til sjálf. Hvers vegna hefur fasteignaverð hækkað eins mikið og raun ber vitni? Vegna skorts á húsnæði. Hvað þarf til þess að byggja nýtt húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitafélögin. Hvaða sveitarfélag hefur haft þar langmest vægi vegna stærðar sinnar? Reykjavík. Hverjir hafa einkum farið með stjórn Reykjavíkur undanfarin ár? Samfylkingin og lengst af undir forystu Dags B. Eggertssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Krónan úthlutar ekki lóðum. Fyrir vikið er auðvitað skiljanlegt að Dagur fari mikinn þessa dagana og kenni krónunni óspart um það sem er miklu fremur sök hans sjálfs. Þá er auðvitað þægilegt að skella skuldinni á eitthvað sem ekki getur varið sig sjálft eins og krónuna. Staðreyndirnar tala hins vegar máli hennar. Það er ekki nóg að fullyrða einungis að krónan sé sökudólgurinn án þess að færa fyrir því haldbær rök og fjalla svo einungis um það hversu ömurleg hún sé fyrir vikið eins og Dagur og fleiri hafa gert. Málflutningur Dags hefur reyndar tekið nokkrum breytingum undir það síðasta. Þannig hafa fullyrðingar farið að víkja fyrir orðalaginu „ég tel“ enda standast þær sem fyrr segir enga skoðun. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar í efnahagsmálum eins og Ólafur fært gild rök fyrir því að krónunni verði ekki kennt um í þessum efnum. Það er að segja ekki með rökum sem standast skoðun þó auðvitað sé hægt að kenna henni um að ósekju. Líkt og Dagur hefur ítrekað kosið að gera. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru minnast aldrei á aðrar hagstæðir en vexti þegar evrusvæðið er annars vegar. Þeir virðast raunar margir hverjir hættir að minnast á sambandið sem slíkt. Til að mynda minnast þeir aldrei á hagvöxt, framleiðni eða atvinnuleysi. Skiljanlega enda eru tölur í þeim efnum á svæðinu ekkert til að hrópa húrra yfir. Reyndar ekki vextirnir heldur enda eru lágir vextir þar fyrst og fremst birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar. Fyrir það fyrsta er rétt að árétta að verðbólga og vextir hér á landi hafa í raun ekkert nmeð krónuna að gera eins og ófáir sérfræðingar í efnahagsmálum bara bent á eins og til að mynda Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Verðbólgan er ekki sízt afleiðing þess að búið hefur verið til of mikið af henni í gegnum tíðina. Ekki sízt með lánveitingum samhliða snarhækkuðu fasteignaverði en bankar búa til yfirgnæfandi meirihluta króna í umferð. Krónan býr sig ekki til sjálf. Hvers vegna hefur fasteignaverð hækkað eins mikið og raun ber vitni? Vegna skorts á húsnæði. Hvað þarf til þess að byggja nýtt húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitafélögin. Hvaða sveitarfélag hefur haft þar langmest vægi vegna stærðar sinnar? Reykjavík. Hverjir hafa einkum farið með stjórn Reykjavíkur undanfarin ár? Samfylkingin og lengst af undir forystu Dags B. Eggertssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Krónan úthlutar ekki lóðum. Fyrir vikið er auðvitað skiljanlegt að Dagur fari mikinn þessa dagana og kenni krónunni óspart um það sem er miklu fremur sök hans sjálfs. Þá er auðvitað þægilegt að skella skuldinni á eitthvað sem ekki getur varið sig sjálft eins og krónuna. Staðreyndirnar tala hins vegar máli hennar. Það er ekki nóg að fullyrða einungis að krónan sé sökudólgurinn án þess að færa fyrir því haldbær rök og fjalla svo einungis um það hversu ömurleg hún sé fyrir vikið eins og Dagur og fleiri hafa gert. Málflutningur Dags hefur reyndar tekið nokkrum breytingum undir það síðasta. Þannig hafa fullyrðingar farið að víkja fyrir orðalaginu „ég tel“ enda standast þær sem fyrr segir enga skoðun. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar í efnahagsmálum eins og Ólafur fært gild rök fyrir því að krónunni verði ekki kennt um í þessum efnum. Það er að segja ekki með rökum sem standast skoðun þó auðvitað sé hægt að kenna henni um að ósekju. Líkt og Dagur hefur ítrekað kosið að gera. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun