Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar 6. nóvember 2025 09:01 Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir. Fyrsta hnattræna matið (e. Global Stocktake) sýnir óumflýjanlega að núverandi landsmarkmið ríkja heimsins duga ekki til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu marka. COP30 verður því lykilvettvangur til að samræma metnað og framkvæmd, og endurvekja traust á loftslagsferlinu sem Parísarsamkomulagið byggir á. Mikilvægi COP felst í því að það er eini vettvangurinn þar sem nánast öll ríki heims koma saman til að móta sameiginlega framtíð. Þar semja þjóðir um markmið, skipta ábyrgð og virkja fjármagn og samstarf í þágu loftslagsaðgerða á mælikvarða sem ekkert ríki getur náð eitt og sér. Þar koma líka saman fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og alþjóðastofnana til að ræða hvernig innleiðing loftslagsaðgerða geti skilað raunverulegum árangri. Á tímum pólitísks óróa, efnahagslegrar óvissu og átaka er þetta alþjóðlega samstarf lykilatriði til að tryggja að baráttan gegn loftslagsbreytingum, og aðlögun að þeim, sé sameiginlegt verkefni. Nýjustu vísindaniðurstöður hafa sýnt að tíminn er að renna út. Meðalhiti jarðar hækkar hraðar en spár gerðu ráð fyrir, jöklar eru að hopa með vaxandi hraða og náttúruhamfarir tengdar loftslagsbreytingum eru að verða tíðari og kostnaðarsamari. Skilaboðin eru einföld. Með hverjum degi sem líður án aðgerða eykst mannlegur, efnahagslegur og vistfræðilegur skaði. COP30 verður því að verða meira en samningaborð, það þarf að verða tákn um endurnýjaðan vilja til samstöðu, ábyrgðar og raunhæfra lausna. Í þessu samhengi skipum við Norðurlöndin mikilvægan sess. Við höfum lengi sýnt að metnaðarfull loftslagsmarkmið, nýsköpun og félagslegt réttlæti geta farið saman. Án þess að fórna lífsgæðum eða samkeppnishæfni höfum við unnið markvisst að samdrætti í losun kolefnis, m.a. með uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og þróun grænna lausna. Á sama tíma og sumar stærri þjóðir dragast aftur úr vegna pólitískra áskorana, geta Norðurlöndin stigið fram sem trúverðugir leiðtogar og sýnt í verki að umbreyting er bæði möguleg og árangursrík. Næstu skref kalla á raunsæi, nýsköpun og samstöðu. En þau kalla líka á aðgerðir núna. Stjórnvöld þurfa að skýra áætlanir, fyrirtæki að hraða orkuskiptum og almenningur að styðja við umbreytinguna með vali sínu og rödd sinni. Á COP30 er tækifæri til að sýna að alvöru leiðtogahlutverk snýst ekki um stærð eða völd, heldur um stöðugleika, heiðarleika og vilja til aðgerða. Við getum, og eigum, að minna heiminn á að metnaður, þegar honum fylgja aðgerðir, er öflugasta vopn mannkynsins gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir. Fyrsta hnattræna matið (e. Global Stocktake) sýnir óumflýjanlega að núverandi landsmarkmið ríkja heimsins duga ekki til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu marka. COP30 verður því lykilvettvangur til að samræma metnað og framkvæmd, og endurvekja traust á loftslagsferlinu sem Parísarsamkomulagið byggir á. Mikilvægi COP felst í því að það er eini vettvangurinn þar sem nánast öll ríki heims koma saman til að móta sameiginlega framtíð. Þar semja þjóðir um markmið, skipta ábyrgð og virkja fjármagn og samstarf í þágu loftslagsaðgerða á mælikvarða sem ekkert ríki getur náð eitt og sér. Þar koma líka saman fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og alþjóðastofnana til að ræða hvernig innleiðing loftslagsaðgerða geti skilað raunverulegum árangri. Á tímum pólitísks óróa, efnahagslegrar óvissu og átaka er þetta alþjóðlega samstarf lykilatriði til að tryggja að baráttan gegn loftslagsbreytingum, og aðlögun að þeim, sé sameiginlegt verkefni. Nýjustu vísindaniðurstöður hafa sýnt að tíminn er að renna út. Meðalhiti jarðar hækkar hraðar en spár gerðu ráð fyrir, jöklar eru að hopa með vaxandi hraða og náttúruhamfarir tengdar loftslagsbreytingum eru að verða tíðari og kostnaðarsamari. Skilaboðin eru einföld. Með hverjum degi sem líður án aðgerða eykst mannlegur, efnahagslegur og vistfræðilegur skaði. COP30 verður því að verða meira en samningaborð, það þarf að verða tákn um endurnýjaðan vilja til samstöðu, ábyrgðar og raunhæfra lausna. Í þessu samhengi skipum við Norðurlöndin mikilvægan sess. Við höfum lengi sýnt að metnaðarfull loftslagsmarkmið, nýsköpun og félagslegt réttlæti geta farið saman. Án þess að fórna lífsgæðum eða samkeppnishæfni höfum við unnið markvisst að samdrætti í losun kolefnis, m.a. með uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og þróun grænna lausna. Á sama tíma og sumar stærri þjóðir dragast aftur úr vegna pólitískra áskorana, geta Norðurlöndin stigið fram sem trúverðugir leiðtogar og sýnt í verki að umbreyting er bæði möguleg og árangursrík. Næstu skref kalla á raunsæi, nýsköpun og samstöðu. En þau kalla líka á aðgerðir núna. Stjórnvöld þurfa að skýra áætlanir, fyrirtæki að hraða orkuskiptum og almenningur að styðja við umbreytinguna með vali sínu og rödd sinni. Á COP30 er tækifæri til að sýna að alvöru leiðtogahlutverk snýst ekki um stærð eða völd, heldur um stöðugleika, heiðarleika og vilja til aðgerða. Við getum, og eigum, að minna heiminn á að metnaður, þegar honum fylgja aðgerðir, er öflugasta vopn mannkynsins gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun