Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2025 17:50 Ferðamenn á Þingvöllum. Vísir/Arnar Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem rætt var við Skúla Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglu á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi borist tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang. „Við fengum tilkynningu um þjófnað þar í dag og lögreglumenn fóru strax á vettvang upp á Þingvelli. Þar voru þrír einstaklingar spottaðir og handteknir,“ segir Þorsteinn. Hann segir ýmislegt í fari fólksins hafa gefið til kynna að um vasaþjófa væri að ræða. Þorsteinn segir vasaþjófnað hafa færst í aukana að undanförnu á ferðamannastöðum á Suðurlandi. Fréttir bárust af sambærilegum þjófum í Reykjavík í dag. Herja á eldra fólk Skúli segir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þeir þrír sem handteknir voru á Þingvöllum hafi verið vistaðir í fangaklefa í Reykjavík. Lögregluembættin vinni náið í þessum málum. „Þetta mál er í rannsókn núna. Það sást á upptökum á Þingvöllum að þeir voru að stela af fólki. Þetta er allt svona, það er verið að reyna að ná í kortin og auðvitað stela menn peningum í leiðinni og þess háttar og svo er það aðallega að fara svo í hraðbankana og taka þetta út.“ Skúli segir ferðalög þeirra þriggja sem handteknir voru nú undir smásjá lögreglu og kannað hvort tilefni sé að brottvísa þeim. Það fari eftir því hvenær fólk kemur hingað til lands, hvort minna en sjö dagar séu síðan og hvort það sé frá EES-svæðinu eða ekki. „Þetta er eins og með verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að herja á eldra fólk. Þá er mikilvægt eins og kemur fram í tilkynningunni frá okkur að fólk verður að passa upp á þetta PIN sitt. Það gengur ekki að vera að stimpla þetta inn svo allir sjái. Svo fer af stað þetta leikrit, í þessu máli eru þetta tveir, þrír saman, þar sem korti er stolið. Fólk verður að passa hluti sína og síma, getur ekki haft símana í opnum vasa.“ Þingvellir Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem rætt var við Skúla Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglu á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi borist tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang. „Við fengum tilkynningu um þjófnað þar í dag og lögreglumenn fóru strax á vettvang upp á Þingvelli. Þar voru þrír einstaklingar spottaðir og handteknir,“ segir Þorsteinn. Hann segir ýmislegt í fari fólksins hafa gefið til kynna að um vasaþjófa væri að ræða. Þorsteinn segir vasaþjófnað hafa færst í aukana að undanförnu á ferðamannastöðum á Suðurlandi. Fréttir bárust af sambærilegum þjófum í Reykjavík í dag. Herja á eldra fólk Skúli segir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þeir þrír sem handteknir voru á Þingvöllum hafi verið vistaðir í fangaklefa í Reykjavík. Lögregluembættin vinni náið í þessum málum. „Þetta mál er í rannsókn núna. Það sást á upptökum á Þingvöllum að þeir voru að stela af fólki. Þetta er allt svona, það er verið að reyna að ná í kortin og auðvitað stela menn peningum í leiðinni og þess háttar og svo er það aðallega að fara svo í hraðbankana og taka þetta út.“ Skúli segir ferðalög þeirra þriggja sem handteknir voru nú undir smásjá lögreglu og kannað hvort tilefni sé að brottvísa þeim. Það fari eftir því hvenær fólk kemur hingað til lands, hvort minna en sjö dagar séu síðan og hvort það sé frá EES-svæðinu eða ekki. „Þetta er eins og með verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að herja á eldra fólk. Þá er mikilvægt eins og kemur fram í tilkynningunni frá okkur að fólk verður að passa upp á þetta PIN sitt. Það gengur ekki að vera að stimpla þetta inn svo allir sjái. Svo fer af stað þetta leikrit, í þessu máli eru þetta tveir, þrír saman, þar sem korti er stolið. Fólk verður að passa hluti sína og síma, getur ekki haft símana í opnum vasa.“
Þingvellir Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira